Skortur á hjúkrunarfræðingum skapar plássleysi á Landspítalanum Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Hér má sjá mynd frá bráðamóttöku Landspítalans í dag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira