Ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 15. maí 2018 21:30 Karl Gunnarsson, líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að rækta þörunga við Ísland, að mati sérfræðings Hafrannsóknastofnunar, sem segir þess virði að skoða hvar þörungabúskapur henti best. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í Bandaríkjunum eru bændur hvattir til að rækta þörunga til manneldis, enda þykja þeir holl fæða og vinna gegn súrnun sjávar. En hvað með Ísland? Þegar gengið er um íslenskar fjörur má glöggt sjá að þessar plöntur hafsins dafna vel hér við land. En liggja tækifæri í þeim?Bandarískur bóndi í þörungarækt. Er þetta eitthvað fyrir Íslendinga?Skjáskot/60 mínútur.Helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar um botnþörunga er Karl Gunnarsson líffræðingur. Hann segir að við Ísland vaxi um 300 tegundir. „Okkur telst til að með þægilegu móti mætti nýta til matar einhversstaðar á milli 20 og 30 tegundir af þessum stóru brúnþörungum. Það er náttúrlega misjafnlega mikið af þeim, þeir eru misjafnlega stórir og misjafnlega aðgengilegir,“ segir Karl. Hann bendir raunar á að nú þegar sé einn aðili í Stykkishólmi að rækta beltisþara til sölu í veitingahús. Þá séu margir sem tíni beltisþara til manneldis, þurrki hann og pakki, og selji á markað, meðal annars í verslanir í Reykjavík. Beltisþari þykir einna vænlegastur matþörunga til ræktunar.Skjáskot/60 mínútur.Tæknilega segir Karl ekkert því til fyrirstöðu að hér verði þörungabúgarðar. Aðstæður hér séu ágætar fyrir vöxt beltisþara. „Eina vandamálið sem ég sæi er að það væru nægilega stór svæði sem væru nægilega skjólgóð fyrir þessa ræktun. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða sérstaklega. Hvar hentugast er að rækta hann? Hvar vex hann best? Og hvar fær hann næði þannig að hann slitni ekki af böndunum út af öldugangi eða straumi? -En þetta er þess virði að skoða þetta? „Já, alveg vafalaust er það, í mínum huga,“ svarar Karl. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hvetja bændur til að hefja þörungabúskap Þörungabúskapur gæti orðið framtíðarbúgrein íslenskra bænda, miðað við það nýjasta í Ameríku. Þar eru bændur farnir að rækta þörunga í sjó til manneldis. 10. maí 2018 21:00