Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:51 Megumi Yokota var rænt af norður-kóreskum leyniþjónustumönnum árið 1977. Afdrif hennar eru ennþá ókunn. Guardian Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. Í frétt ríkissjónvarps Norður-Kóreu, KCNA, í gærkvöld voru japönsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirrar afstöðu sinnar að taka ekki upp stjórnmálasamband við Pjongjang fyrr en búið væri að komast til botns í hið minnsta 12 mannránum sem framin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Japönsku afturhaldsseggirnir blóðmjólka nú „mannránsmálið“ sem hefur nú þegar við útkljáð,“ er haft eftir KCNA á vef Guardian. „Þetta er bara illkvittin og heimskuleg aðferð til að stöðva friðaraferlið á Kóreuskaganum, þrátt fyrir að því hafi verið hampað af gjörvöllu alþjóðasamfélaginu,“ sagði KCNA áður en það bætti við að japönsk stjórnvöld væru þau einu sem syntu gegn straumi alþjóðastjórnmálanna. Stjórnvöld í Pjongjang slepptu fimm japönskum ríkisborgurum, sem rænt var til að þeir gætu frætt norður-kóresku leyniþjónustuna um Japan, árið 2002. Þau halda því jafnframt fram að átta japanskir fangar hafi dáið í norður-kóreskum fangelsum og segjast ekkert kannast við hina fjóra sem Japanar segja að finnist enn í landinu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að þó svo að Bandaríkin og Suður-Kórea komist að samkomulagi við Norður-Kóreu muni stjórnvöld í Tókíó ekki endurvekja stjórnmálasamband sitt við Pjongjang fyrr en mannránsmálin hafa verið leidd til lykta. Að sama skapi munu engum japönskum fjármunum verða varið til uppbyggingar í Norður-Kóreu fyrr en ásættanleg svör berast frá Kim Jong-un og embættismönnum hans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. Í frétt ríkissjónvarps Norður-Kóreu, KCNA, í gærkvöld voru japönsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirrar afstöðu sinnar að taka ekki upp stjórnmálasamband við Pjongjang fyrr en búið væri að komast til botns í hið minnsta 12 mannránum sem framin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Japönsku afturhaldsseggirnir blóðmjólka nú „mannránsmálið“ sem hefur nú þegar við útkljáð,“ er haft eftir KCNA á vef Guardian. „Þetta er bara illkvittin og heimskuleg aðferð til að stöðva friðaraferlið á Kóreuskaganum, þrátt fyrir að því hafi verið hampað af gjörvöllu alþjóðasamfélaginu,“ sagði KCNA áður en það bætti við að japönsk stjórnvöld væru þau einu sem syntu gegn straumi alþjóðastjórnmálanna. Stjórnvöld í Pjongjang slepptu fimm japönskum ríkisborgurum, sem rænt var til að þeir gætu frætt norður-kóresku leyniþjónustuna um Japan, árið 2002. Þau halda því jafnframt fram að átta japanskir fangar hafi dáið í norður-kóreskum fangelsum og segjast ekkert kannast við hina fjóra sem Japanar segja að finnist enn í landinu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að þó svo að Bandaríkin og Suður-Kórea komist að samkomulagi við Norður-Kóreu muni stjórnvöld í Tókíó ekki endurvekja stjórnmálasamband sitt við Pjongjang fyrr en mannránsmálin hafa verið leidd til lykta. Að sama skapi munu engum japönskum fjármunum verða varið til uppbyggingar í Norður-Kóreu fyrr en ásættanleg svör berast frá Kim Jong-un og embættismönnum hans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25 Mest lesið Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Sjá meira
Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36
Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25