Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Víkingur 3-3 │ Fjögur víti í dramatísku jafntefli Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Samsungvellinum í Garðabæ skrifar 14. maí 2018 22:00 Vísir/Andri Marinó Mikil dramatík var í leik Stjörnunnar og Víkings í lokaleik 3. umferðar Pepsi deildar karla í Garðabænum í kvöld. Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, þar af ein sem Alex Freyr Hilmarsson nældi í í uppbótatíma. Rick Ten Voorde skoraði úr spyrnunni og tryggði Víkingi 3-3 jafntefli. Leikurinn byrjaði mjög hressilega og var Þórarinn Ingi Valdimarsson ekki lengi að stimpla sig inn í Stjörnuliðið með marki. Hann kom frá FH í síðustu viku og fór beint inn í byrjunarlið Stjörnunnar sem er að glíma við nokkuð af meiðslum í leikmannahópnum. Þórarinn Ingi var ferskur í liði Stjörnunnar í dag og skoraði opnunarmarkið eftir 14. mínútur. Strax frá upphafi var leikurinn mjög opinn og bæði lið sóttu mikið og fengu aragrúa af marktækifærum. Þegar hálftími var liðinn af leiknum tók við ótrúlegur kafli í leiknum þar sem bæði lið fengu vítaspyrnu á fimm mínútna kafla. Bæði vítin komu upp úr föstum leikatriðum og í bæði skiptin tók Helgi Mikael Jónasson sér góðan tíma áður en hann svo dæmdi á samstuð inni í teignum. Eftir vítin fór aðeins smá kraftur úr leiknum, en bæði lið áttu þó ágæt færi áður en flautað var til leikhlés. Seinni hálfleikur var meira af því sama. Frábær sóknarleikur á báða bóga og hefðu bæði lið getað sett mark á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiksins. Víkingar jöfnuðu þegar um klukkutími var liðinn og var það Arnþór Ingi Kristinsson sem gerði markið þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir að Haraldur Björnsson varði frá Rick Ten Voorde. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson mætti inn á völlinn af varamannabekknum á 62. mínútu og tveimur mínútum seinna fékk hann dæmt víti á sig sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr, hans fimmta mark á tímabilinu. Eftir þriðja mark Stjörnunnar sóttu Víkingar stíft og þeir svo gott sem lágu á Stjörnumarkinu það sem eftir lifði. Stjarnan náði að brjóta sóknir þeirra niður og komst í ágætar sóknir inn á milli en heimamenn náðu ekki að gera sér neitt úr því. Í uppbótartíma seinni hálfleiks náði Alex Freyr Hilmarsson í vítasprynu á Hörð Árnason. Hann var þá nýkominn inn á líkt og Gunnlaugur fyrr í leiknum. Ekki besti leikurinn fyrir varamennina. Rick Ten Voorde fór á punktinn og jafnaði leikinn. Líklegast verðskuldað að liðin deili stigunum.Afhverju var jafntefli? Jafntefli voru sanngjörnustu úrslitin. Miðað við sóknarþunga Víkinga í seinni hálfleik áttu þeir skilið að setja mark. Bæði lið voru að spila mjög flottan sóknarleik oft á tíðum og hefðu líklegast orðið nokkur mörk þó ekki hefðu verið dæmdar allar þessar vítaspyrnur. Liðin virkuðu nokkuð jöfn að getu inni á vellinum í kvöld og eins og áður segir, jafntefli nokkuð sanngjarnt.Hverjir stóðu upp úr? Guðjón Baldvinsson var mjög duglegur fram á við fyrir Stjörnuna. Hann var sífellt að, vann boltann þó nokkru sinnum og átti marga mjög fína spretti fram á við og var ógnandi í teignum. Liðsfélagi hans Hilmar Árni Halldórsson átti líka mjög fína spretti. Hjá Víkingum var Rick Ten Voorde einnig mjög duglegur fram á við sem og þeir Alex Freyr Hilmarsson og Arnþór Ingi Kristinsson. Einkunnir allra leikmanna má sjá undir flipanum „Liðin“ hér að ofan.Hvað gekk illa? Það var fátt sem var augljóslega ábótavant í þessum leik. Það að fá á sig þrjú mörk er kannski ekki merki um frábæran varnarleik en það voru tvö mörk úr vítaspyrnum á bæði lið, tvær þessara spyrna komu upp úr föstum leikatriðum, svo það er ekki hægt að setja mikið út á varnarleikinn þannig séð. Ætli færanýting sé ekki það sem gekk hvað verst, sérstaklega hjá Víkingum undir lokin.Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Hlíðarenda í einn af stórleikjum fjórðu umferðar strax á föstudaginn. Á sama tíma fá Víkingar Grindvíkinga í heimsókn í Víkina.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Góð skemmtun fyrir áhorfendur en ekki okkur „Ég veit það ekki. Ég sá það ekki,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvort þetta hefði verið vítaspyrna undir lok leiksins. „Ekki eins og þetta leit út frá bekknum, þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt, en ég sá þetta ekki nógu vel.“ Rúnar gat ekki neitað því að það hefði farið aðeins um hann á hliðarlínunni þegar Víkingarnir pressuðu ákaft á Stjörnuliðið. „Já, enn og aftur erum við að fá dramatískar lokamínútur hér á Samsungvellinum. Það er helvíti dýrkeypt fyrir okkur og ekki gott. Sárt.“ „Þetta var góð skemmtun fyrir áhorfendur og það er mikilvægt. En ekki góð skemmtun fyrir okkur undir lokin, ég hefði viljað fá þessi þrjú stig sem við vorum með í hendi. Stjarnan er aðeins með tvö stig úr fyrstu þremur leikjum deildarinnar og þeir hafa allir farið fram á heimavelli liðsins í Garðabænum. Það er óásættanlegur árangur. „Það er enginn sáttur við það.“ Greint var frá því í dag að Guðjón Pétur Lýðsson vildi fara frá Val. Er hann á leiðinni í Garðabæinn? „Nei,“ var einfalt svar Rúnars Páls Sigmundssonar.Logi og strákarnir hans byrja tímabilið velvísir/ernirLogi: Hann þekkir muninn á því að sparka í hausinn á manni og bolta „Úr því sem komið var, að við lentum þarna undir, þá er ég sáttur. Það sem ég er samt ánægðastur með er að koma alltaf til baka og gefast ekki upp, það veit á gott,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Flestir, nema stuðningsmenn Stjörnunnar líklegast, ættu að geta sammælst um það að Víkingur hafi átt stig skilið úr þessum leik í dag og tók Logi undir það. „Við vorum værukærir í upphafi og Þórarinn gerir draumamark. Það var svolítið erfitt í upphafi en við vorum miklu frískari í seinni hálfleik að mér fannst, sköpuðum okkur færi og héldum boltanum vel. Mér fannst við spila góðan seinni hálfleik og er sammála því að við áttum þetta skilið.“ Var það réttur dómur að dæma vítaspyrnu undir lokin? „Já, mér sýndist það. Hins vegar talaði ég við Halldór Smára (Sigurðsson) sem var dæmt á víti hérna í fyrri hálfleik og hann segist hafa sparkað í boltann. Þetta er maður sem er búinn að æfa knattspyrnu í áratugi og finnur muninn á því að sparka í hausinn á manni og bolta,“ sagði Logi ÓlafssonÞórarinn Ingi er kominn í bláttVísir/BöddiÞórarinn Ingi: Hefði viljað fórna markinu fyrir þrjú stig Fyrir fjórum dögum síðan gekk Þórarinn Ingi Valdimarsson til liðs við Stjörnuna frá FH. Hann fór beint í byrjunarliðið og skoraði eftir tæpt korter. Draumabyrjun á ferlinum í nýju liði. „Ég hefði viljað fórnað því fyrir að taka þrjú stig í þessum leik,“ sagði nokkuð vonsvikinn Þórarinn Ingi í leikslok. „Þetta er baráttuleikur og spilaður kraftfótbolti, sérstaklega þeir. Ég á eftir að skoða þessi atvik betur í restina en úr því sem komið var fannst mér við eiga skilið að taka þrjú stig.“ „Hann hlýtur að hafa séð þetta dómarinn. Mér fannst boltinn skjótast til Halla, mér fannst hann ekki hafa átt möguleika að ná boltanum, en dómarinn sá kannski eitthvað sem við hinir sáum ekki.“ Hvað er það helsta sem Þórarinn Ingi gat tekið út úr þessum leik? „Baráttuviljinn var til staðar og við vorum tilbúnir að fórna okkur og það er það sem við tökum út úr þessu en við erum ekki sáttir með eitt stig,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson.Alex Freyr: Klárlega víti Alex Freyr Hilmarsson fékk örlagaríku vítaspyrnuna undir lok leiksins. Var þetta víti? „Klárlega. Hann teikar mig þarna inni í teignum og annars hefði ég verið alveg í dauðafæri,“ sagði Alex Freyr eftir leikinn. Alex Freyr var sáttur með að ná stiginu en var heilt yfir ekki sáttur með frammistöðu síns lið í leiknum. „Sáttur að hafa náð að jafna en við hefðum átt að gera svo miklu betur í þessum leik. Fínt að fá þetta stig, erfiður útivöllur og allt það, en við eigum að geta spilað svo miklu betur. Eigum að klára þetta lið á okkar degi.“ Víkingur er þó taplaus eftir fyrstu þrjár umferðirnar og margt jákvætt hægt að taka úr þeirra leik. „Við erum að mjakast áfram. Við náum toppnum bráðum,“ sagði Alex Freyr Hilmarsson. Pepsi Max-deild karla
Mikil dramatík var í leik Stjörnunnar og Víkings í lokaleik 3. umferðar Pepsi deildar karla í Garðabænum í kvöld. Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum, þar af ein sem Alex Freyr Hilmarsson nældi í í uppbótatíma. Rick Ten Voorde skoraði úr spyrnunni og tryggði Víkingi 3-3 jafntefli. Leikurinn byrjaði mjög hressilega og var Þórarinn Ingi Valdimarsson ekki lengi að stimpla sig inn í Stjörnuliðið með marki. Hann kom frá FH í síðustu viku og fór beint inn í byrjunarlið Stjörnunnar sem er að glíma við nokkuð af meiðslum í leikmannahópnum. Þórarinn Ingi var ferskur í liði Stjörnunnar í dag og skoraði opnunarmarkið eftir 14. mínútur. Strax frá upphafi var leikurinn mjög opinn og bæði lið sóttu mikið og fengu aragrúa af marktækifærum. Þegar hálftími var liðinn af leiknum tók við ótrúlegur kafli í leiknum þar sem bæði lið fengu vítaspyrnu á fimm mínútna kafla. Bæði vítin komu upp úr föstum leikatriðum og í bæði skiptin tók Helgi Mikael Jónasson sér góðan tíma áður en hann svo dæmdi á samstuð inni í teignum. Eftir vítin fór aðeins smá kraftur úr leiknum, en bæði lið áttu þó ágæt færi áður en flautað var til leikhlés. Seinni hálfleikur var meira af því sama. Frábær sóknarleikur á báða bóga og hefðu bæði lið getað sett mark á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiksins. Víkingar jöfnuðu þegar um klukkutími var liðinn og var það Arnþór Ingi Kristinsson sem gerði markið þegar boltinn datt fyrir fætur hans eftir að Haraldur Björnsson varði frá Rick Ten Voorde. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson mætti inn á völlinn af varamannabekknum á 62. mínútu og tveimur mínútum seinna fékk hann dæmt víti á sig sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr, hans fimmta mark á tímabilinu. Eftir þriðja mark Stjörnunnar sóttu Víkingar stíft og þeir svo gott sem lágu á Stjörnumarkinu það sem eftir lifði. Stjarnan náði að brjóta sóknir þeirra niður og komst í ágætar sóknir inn á milli en heimamenn náðu ekki að gera sér neitt úr því. Í uppbótartíma seinni hálfleiks náði Alex Freyr Hilmarsson í vítasprynu á Hörð Árnason. Hann var þá nýkominn inn á líkt og Gunnlaugur fyrr í leiknum. Ekki besti leikurinn fyrir varamennina. Rick Ten Voorde fór á punktinn og jafnaði leikinn. Líklegast verðskuldað að liðin deili stigunum.Afhverju var jafntefli? Jafntefli voru sanngjörnustu úrslitin. Miðað við sóknarþunga Víkinga í seinni hálfleik áttu þeir skilið að setja mark. Bæði lið voru að spila mjög flottan sóknarleik oft á tíðum og hefðu líklegast orðið nokkur mörk þó ekki hefðu verið dæmdar allar þessar vítaspyrnur. Liðin virkuðu nokkuð jöfn að getu inni á vellinum í kvöld og eins og áður segir, jafntefli nokkuð sanngjarnt.Hverjir stóðu upp úr? Guðjón Baldvinsson var mjög duglegur fram á við fyrir Stjörnuna. Hann var sífellt að, vann boltann þó nokkru sinnum og átti marga mjög fína spretti fram á við og var ógnandi í teignum. Liðsfélagi hans Hilmar Árni Halldórsson átti líka mjög fína spretti. Hjá Víkingum var Rick Ten Voorde einnig mjög duglegur fram á við sem og þeir Alex Freyr Hilmarsson og Arnþór Ingi Kristinsson. Einkunnir allra leikmanna má sjá undir flipanum „Liðin“ hér að ofan.Hvað gekk illa? Það var fátt sem var augljóslega ábótavant í þessum leik. Það að fá á sig þrjú mörk er kannski ekki merki um frábæran varnarleik en það voru tvö mörk úr vítaspyrnum á bæði lið, tvær þessara spyrna komu upp úr föstum leikatriðum, svo það er ekki hægt að setja mikið út á varnarleikinn þannig séð. Ætli færanýting sé ekki það sem gekk hvað verst, sérstaklega hjá Víkingum undir lokin.Hvað gerist næst? Stjarnan fer á Hlíðarenda í einn af stórleikjum fjórðu umferðar strax á föstudaginn. Á sama tíma fá Víkingar Grindvíkinga í heimsókn í Víkina.Rúnar Páll.vísir/eyþórRúnar Páll: Góð skemmtun fyrir áhorfendur en ekki okkur „Ég veit það ekki. Ég sá það ekki,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, aðspurður hvort þetta hefði verið vítaspyrna undir lok leiksins. „Ekki eins og þetta leit út frá bekknum, þá fannst mér þetta vera frekar ódýrt, en ég sá þetta ekki nógu vel.“ Rúnar gat ekki neitað því að það hefði farið aðeins um hann á hliðarlínunni þegar Víkingarnir pressuðu ákaft á Stjörnuliðið. „Já, enn og aftur erum við að fá dramatískar lokamínútur hér á Samsungvellinum. Það er helvíti dýrkeypt fyrir okkur og ekki gott. Sárt.“ „Þetta var góð skemmtun fyrir áhorfendur og það er mikilvægt. En ekki góð skemmtun fyrir okkur undir lokin, ég hefði viljað fá þessi þrjú stig sem við vorum með í hendi. Stjarnan er aðeins með tvö stig úr fyrstu þremur leikjum deildarinnar og þeir hafa allir farið fram á heimavelli liðsins í Garðabænum. Það er óásættanlegur árangur. „Það er enginn sáttur við það.“ Greint var frá því í dag að Guðjón Pétur Lýðsson vildi fara frá Val. Er hann á leiðinni í Garðabæinn? „Nei,“ var einfalt svar Rúnars Páls Sigmundssonar.Logi og strákarnir hans byrja tímabilið velvísir/ernirLogi: Hann þekkir muninn á því að sparka í hausinn á manni og bolta „Úr því sem komið var, að við lentum þarna undir, þá er ég sáttur. Það sem ég er samt ánægðastur með er að koma alltaf til baka og gefast ekki upp, það veit á gott,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Flestir, nema stuðningsmenn Stjörnunnar líklegast, ættu að geta sammælst um það að Víkingur hafi átt stig skilið úr þessum leik í dag og tók Logi undir það. „Við vorum værukærir í upphafi og Þórarinn gerir draumamark. Það var svolítið erfitt í upphafi en við vorum miklu frískari í seinni hálfleik að mér fannst, sköpuðum okkur færi og héldum boltanum vel. Mér fannst við spila góðan seinni hálfleik og er sammála því að við áttum þetta skilið.“ Var það réttur dómur að dæma vítaspyrnu undir lokin? „Já, mér sýndist það. Hins vegar talaði ég við Halldór Smára (Sigurðsson) sem var dæmt á víti hérna í fyrri hálfleik og hann segist hafa sparkað í boltann. Þetta er maður sem er búinn að æfa knattspyrnu í áratugi og finnur muninn á því að sparka í hausinn á manni og bolta,“ sagði Logi ÓlafssonÞórarinn Ingi er kominn í bláttVísir/BöddiÞórarinn Ingi: Hefði viljað fórna markinu fyrir þrjú stig Fyrir fjórum dögum síðan gekk Þórarinn Ingi Valdimarsson til liðs við Stjörnuna frá FH. Hann fór beint í byrjunarliðið og skoraði eftir tæpt korter. Draumabyrjun á ferlinum í nýju liði. „Ég hefði viljað fórnað því fyrir að taka þrjú stig í þessum leik,“ sagði nokkuð vonsvikinn Þórarinn Ingi í leikslok. „Þetta er baráttuleikur og spilaður kraftfótbolti, sérstaklega þeir. Ég á eftir að skoða þessi atvik betur í restina en úr því sem komið var fannst mér við eiga skilið að taka þrjú stig.“ „Hann hlýtur að hafa séð þetta dómarinn. Mér fannst boltinn skjótast til Halla, mér fannst hann ekki hafa átt möguleika að ná boltanum, en dómarinn sá kannski eitthvað sem við hinir sáum ekki.“ Hvað er það helsta sem Þórarinn Ingi gat tekið út úr þessum leik? „Baráttuviljinn var til staðar og við vorum tilbúnir að fórna okkur og það er það sem við tökum út úr þessu en við erum ekki sáttir með eitt stig,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson.Alex Freyr: Klárlega víti Alex Freyr Hilmarsson fékk örlagaríku vítaspyrnuna undir lok leiksins. Var þetta víti? „Klárlega. Hann teikar mig þarna inni í teignum og annars hefði ég verið alveg í dauðafæri,“ sagði Alex Freyr eftir leikinn. Alex Freyr var sáttur með að ná stiginu en var heilt yfir ekki sáttur með frammistöðu síns lið í leiknum. „Sáttur að hafa náð að jafna en við hefðum átt að gera svo miklu betur í þessum leik. Fínt að fá þetta stig, erfiður útivöllur og allt það, en við eigum að geta spilað svo miklu betur. Eigum að klára þetta lið á okkar degi.“ Víkingur er þó taplaus eftir fyrstu þrjár umferðirnar og margt jákvætt hægt að taka úr þeirra leik. „Við erum að mjakast áfram. Við náum toppnum bráðum,“ sagði Alex Freyr Hilmarsson.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti