Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 1-1 │Jafntefli suður með sjó Þór Símon Hafþórsson á Grindavíkurvelli skrifar 12. maí 2018 19:30 Atli Sigurjónsson fagnar sigurmarki sínu í Garðabænum í gær. vísir/bára KR mætti í dag til Grindavíkur í sannkallaðari veðurblíðu og mættu heimamönnum í Pepsi deild karla í fótbolta. Grindavík byrjaði leikinn vel og komst yfir eftir 14 mínútna leik með marki René Joensen. Sóknin var falleg en endaði með smá darradansi þar sem boltinn endaði við fætur René sem smellti honum í galopið netið. KR náði áttum fljótlega og á 27. mínútu komst Óskar Örn Hauksson upp að endamörkum og átti fallega fyrirgjöf á Kennie Chopart sem skallaði hann beint á pönnuna á Pálma Rafn sem skoraði, stöngin og inn. Pálmi var svo nálægt því að skora örfáum mínútum síðar er hann skallaði rétt framhjá. KR var byrjað að taka völdin þegar Ívar Orri, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Grindavík átti erfitt updráttar í seinni hálfleik en varðist frábærlega en KR sem stjórnaði boltanum átti erfitt með að búa til færi. Pálmi Rafn var allt í öllu og komst nokkrum sinnum nálægt því að koma liðinu yfir en Jajalo var vel á verði í marki Grindvíkinga. Á lokamínútunum átti hann svo skalla í slána en lengra komst KR ekki. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en bæði lið eru með 4 stig eftir fyrstu þrjá leiki sumarsins. Afhverju varð jafntefli? Grindavík varðist vel og einnig var Jajalo í fínu stuði á milli stangana. Hann varði nokkrum sinnum vel frá KR og þá sérstaklega Pálma Rafn. Einnig voru varnarmenn Grindavíkur mjög góðir og gerðu KR erfitt fyrir sem var líklega með boltann um 90% síðustu mínútur leiksins. Ekki má þó taka af Grindavík að liðið byrjaði leikinn vel og áttu svo sannarlega sína spretti. Held persónulega að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Hverjir stóðu upp úr? Pálmi Rafn var frábær í dag og var helsta ógn KR frá upphafi til enda. Hann skoraði markið, átti mögulega að fá vítaspyrnu er Jajalo varði vel frá honum og átti að lokum skalla í slána. Ef KR hefði náð að brjóta Grindavík aftur þá er ég viss um að Pálmi hefði verið að verki. Miðverðir Grindavíkur, Brynjar Ásgeir og Björn Berg, voru flottir og héldu Andre Bjerregaard sem byrjaði frammi hjá KR í dag í algjörru aukahlutverki. Jajalo í marki Grindavíkur á einnig hrós skilið en hann varði nokkrum sinnum mjög vel. Hvað gekk illa? Það er óhætt að segja að mennirnir sem byrjuðu frammi í dag, Jóhann Helgi Hannesson hjá Grindavík og Andre Bjerregaard hjá KR, hafi ekki gert neitt af viti. Þeir voru hreinlega ósýnilegir og áttu miðverðir beggja liða í engum vandræðum með að halda þeim í skefjum. Hvað gerist næst? KR spilar sinn fyrsta heimaleik í sumar og fær Breiðablik í heimsókn á meðan Grindavík heimsækir Víkinga í Víkina. Bæði lið eru með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar.Óli Stefán: Ég virði þetta stig „Ég virði þetta stig. Þetta var erfiður leikur. KR spilaði vel og við þurftum að halda í allan okkar aga og stýra leiknum án boltans. Við gerðum það vel,“ sagði Óli Stefán, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Þeir þrýstu okkur til baka og við náðum ekki að setja þrýsting ofar nógu snemma. En við erum líka bara góðir í þessu. En það var auðvitað ekki meðvitað að bakka svona langt inn í boxið og verja boltann þar. Maður vill það ekki,“ sagði Óli en hrósaði liðinu sínu fyrir að verjast jafn vel og það gerði. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingum í Víkinni en sá völlur er orðin vel þekktur eftir fyrstu umferðir sumarsins fyrir að vera ansi langt frá sínu besta. „Allir þessir leikir eru erfiðir fyrir okkur. Við þurfum að vera með kveikt á öllu og til í allt. Ef það þýðir að við verðum að fara í einhvern loftbardaga og götufótbolta þá erum við klárir í það.“Gunnar Þorsteinsson: Þreyttir en einbeitingin fór aldrei „Mér finnst þetta bara mjög gott stig. Þeir pressuðu okkur stíft í seinni hálfleik og fengu eitt eða tvö góð færi. Við aftur á móti byrjuðum með krafti og mér finnst þetta sanngjörn úrslit þegar öllu er á botninn hvolft,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíks, eftir jafnteflið gegn KR í dag. Grindavík byrjaði leikinn vel en átti erfitt updráttar í seinni hálfleik og þá sérstaklega fyrstu 10 mínúturnar. „Óli hefur kannski svekkt okkur eitthvað með hálfleiksræðunni en við stóðum það af okkur og komum okkur aftur á stað,“ sagði Gunnar í léttu gríni. Hann segir að liðið megi vera ánægt með stigið eftir að hafa lagt jafn mikið á sig. „Þeir létu okkur hafa mikið fyrir þessu þannig eðlilega erum við dálítið þreyttir. Það fyrsta sem fer þegar maður er þreyttur er einbeitingin en við gerðum samt engin klaufaleg mistök í lokin.“ Það var glampandi sól í dag í Grindavík og ég sem utanaðkomandi gat ekki annað en velt fyrir mér hvort þetta væri alltaf svona. „Nei ég ætla ekki einu sinni að reyna að ljúga,“ sagði Gunnar hlægjandi. „Það var spáð brjáluðu veðri á morgun og því var leikurinn færður. Mér finnst við eiga gera meira af þessu.“ Pálmi Rafn: Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins í leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti m.a. skalla í sláni á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slána.. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á Íslandi. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Rúnar Kristinsson. Alltaf bongó blíða í Grindavík Rúnar var tiltölulega svekktur eftir jafntefli liðsins gegn Grindavík í dag. „Allt í lagi að fá stig en ég vildi fá þrjú. Mér finnst við stjórna leiknum mikið en við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið af færum.“ Hann segir að KR hafi gert ráð fyrir því að Grindavík myndi leggjast til baka og vera þéttir. „Við horfðum á leik þeirra gegn FH í fyrstu umferð og við gátum ímyndað okkur að þeir myndu leggjast djúpt niður. Þetta er flott lið og vel skipulagt,“ sagði Rúnar. Pálmi Rafn, leikmaður KR, vildi fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en Rúnar vildi ekki setjast í sæti dómarans. „Maður sér þetta mjög illa og dómarinn auðvitað er í betri aðstöðu en ég og þetta er bara hans mat. Þetta er bara svona.“ Rúnar þjálfar sinn fyrsta leik í Frostaskjólinu síðan árið 2014. Hann kveðst af sjálfsögðu vera spenntur. „Það verður mjög skemmtilegt og vonandi gerum við þetta að alvöru degi. Tvö góð lið. Blikar mjög sterkir og við höfum verið ágætir. Grasið kannski ekki alveg tilbúið. Hann var greinilega sáttur með ferðina til Grindavíkur og tekur undir með Gunnari Þorsteinssyni um að færa mætti fleiri leiki vegna veðurs svo hægt væri að spila við bestu mögulegu aðstæður. „Alltaf bongó blíða í Grindavík. Alveg yndislegt að koma hingað. Bara hið besta mál að nýta veðrið til að spila fótbolta í stað þess að gera það í rigningu og roki eins og spáð er á morgun.“ Pepsi Max-deild karla
KR mætti í dag til Grindavíkur í sannkallaðari veðurblíðu og mættu heimamönnum í Pepsi deild karla í fótbolta. Grindavík byrjaði leikinn vel og komst yfir eftir 14 mínútna leik með marki René Joensen. Sóknin var falleg en endaði með smá darradansi þar sem boltinn endaði við fætur René sem smellti honum í galopið netið. KR náði áttum fljótlega og á 27. mínútu komst Óskar Örn Hauksson upp að endamörkum og átti fallega fyrirgjöf á Kennie Chopart sem skallaði hann beint á pönnuna á Pálma Rafn sem skoraði, stöngin og inn. Pálmi var svo nálægt því að skora örfáum mínútum síðar er hann skallaði rétt framhjá. KR var byrjað að taka völdin þegar Ívar Orri, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Grindavík átti erfitt updráttar í seinni hálfleik en varðist frábærlega en KR sem stjórnaði boltanum átti erfitt með að búa til færi. Pálmi Rafn var allt í öllu og komst nokkrum sinnum nálægt því að koma liðinu yfir en Jajalo var vel á verði í marki Grindvíkinga. Á lokamínútunum átti hann svo skalla í slána en lengra komst KR ekki. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en bæði lið eru með 4 stig eftir fyrstu þrjá leiki sumarsins. Afhverju varð jafntefli? Grindavík varðist vel og einnig var Jajalo í fínu stuði á milli stangana. Hann varði nokkrum sinnum vel frá KR og þá sérstaklega Pálma Rafn. Einnig voru varnarmenn Grindavíkur mjög góðir og gerðu KR erfitt fyrir sem var líklega með boltann um 90% síðustu mínútur leiksins. Ekki má þó taka af Grindavík að liðið byrjaði leikinn vel og áttu svo sannarlega sína spretti. Held persónulega að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Hverjir stóðu upp úr? Pálmi Rafn var frábær í dag og var helsta ógn KR frá upphafi til enda. Hann skoraði markið, átti mögulega að fá vítaspyrnu er Jajalo varði vel frá honum og átti að lokum skalla í slána. Ef KR hefði náð að brjóta Grindavík aftur þá er ég viss um að Pálmi hefði verið að verki. Miðverðir Grindavíkur, Brynjar Ásgeir og Björn Berg, voru flottir og héldu Andre Bjerregaard sem byrjaði frammi hjá KR í dag í algjörru aukahlutverki. Jajalo í marki Grindavíkur á einnig hrós skilið en hann varði nokkrum sinnum mjög vel. Hvað gekk illa? Það er óhætt að segja að mennirnir sem byrjuðu frammi í dag, Jóhann Helgi Hannesson hjá Grindavík og Andre Bjerregaard hjá KR, hafi ekki gert neitt af viti. Þeir voru hreinlega ósýnilegir og áttu miðverðir beggja liða í engum vandræðum með að halda þeim í skefjum. Hvað gerist næst? KR spilar sinn fyrsta heimaleik í sumar og fær Breiðablik í heimsókn á meðan Grindavík heimsækir Víkinga í Víkina. Bæði lið eru með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar.Óli Stefán: Ég virði þetta stig „Ég virði þetta stig. Þetta var erfiður leikur. KR spilaði vel og við þurftum að halda í allan okkar aga og stýra leiknum án boltans. Við gerðum það vel,“ sagði Óli Stefán, þjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. „Þeir þrýstu okkur til baka og við náðum ekki að setja þrýsting ofar nógu snemma. En við erum líka bara góðir í þessu. En það var auðvitað ekki meðvitað að bakka svona langt inn í boxið og verja boltann þar. Maður vill það ekki,“ sagði Óli en hrósaði liðinu sínu fyrir að verjast jafn vel og það gerði. Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingum í Víkinni en sá völlur er orðin vel þekktur eftir fyrstu umferðir sumarsins fyrir að vera ansi langt frá sínu besta. „Allir þessir leikir eru erfiðir fyrir okkur. Við þurfum að vera með kveikt á öllu og til í allt. Ef það þýðir að við verðum að fara í einhvern loftbardaga og götufótbolta þá erum við klárir í það.“Gunnar Þorsteinsson: Þreyttir en einbeitingin fór aldrei „Mér finnst þetta bara mjög gott stig. Þeir pressuðu okkur stíft í seinni hálfleik og fengu eitt eða tvö góð færi. Við aftur á móti byrjuðum með krafti og mér finnst þetta sanngjörn úrslit þegar öllu er á botninn hvolft,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíks, eftir jafnteflið gegn KR í dag. Grindavík byrjaði leikinn vel en átti erfitt updráttar í seinni hálfleik og þá sérstaklega fyrstu 10 mínúturnar. „Óli hefur kannski svekkt okkur eitthvað með hálfleiksræðunni en við stóðum það af okkur og komum okkur aftur á stað,“ sagði Gunnar í léttu gríni. Hann segir að liðið megi vera ánægt með stigið eftir að hafa lagt jafn mikið á sig. „Þeir létu okkur hafa mikið fyrir þessu þannig eðlilega erum við dálítið þreyttir. Það fyrsta sem fer þegar maður er þreyttur er einbeitingin en við gerðum samt engin klaufaleg mistök í lokin.“ Það var glampandi sól í dag í Grindavík og ég sem utanaðkomandi gat ekki annað en velt fyrir mér hvort þetta væri alltaf svona. „Nei ég ætla ekki einu sinni að reyna að ljúga,“ sagði Gunnar hlægjandi. „Það var spáð brjáluðu veðri á morgun og því var leikurinn færður. Mér finnst við eiga gera meira af þessu.“ Pálmi Rafn: Helvíti pirrandi þegar hálf deildin verður í banni í júlí „Frekar svekktur að taka ekki öll stigin en þetta er erfiður útivöllur. En ég hefði viljað fá þrjú,“ sagði maður leiksins í leik Grindavíkur og KR sem endaði með 1-1 jafntefli í Pepsi deild karla í dag. Pálmi Rafn var allt í öllu í dag í sóknarleik KR og átti m.a. skalla í sláni á lokamínútunum. „Það var mjög svekkjandi að sjá boltann fara í slána.. Hefði verið fínt að fá sigurmark þar og þá hefðum við verið í helvíti fínum málum,“ sagði Pálmi en KR er með 4 stig eftir fyrstu þrjár umferðir deildarinnar. Sem fyrr segir var Pálmi allt í öllu í leik KR en hann vildi tvívegis fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Í fyrra skiptið varð ekkert úr því þar sem hann var dæmdur rangstæður. „Hann er að fara að dæma vítaspyrnu áður en aðstoðar dómarinn flaggar. Þannig það verður mjög spennandi að sjá hvort það hafi verið rétt. Ég held að sjálfsögðu að ég hafi verið réttstæður,“ sagði Pálmi sem kveðst sérstaklega svekktur með seinna atvikið þar sem hann kom sér í færi sem Kristijan Jajalo varði. „Ef ég hefði hent mér niður er ég viss um að ég hefði fengið víti. Hann er að rífa í mig í slúttinu. Ég reyni að standa og klára. Fyrir mér átti hann að dæma víti þarna.“ Pálmi fékk gult spjald og að því virtist fyrir að láta dómarann heyra það en svo var það ekki en hann kveðst hafa fengið spjaldið fyrir að sveifla hönd sinni. Þetta kom þó af stað áhugaverðum samræðum um nýju áherslum dómara á Íslandi sem hefur verið mikið á milli tannana á Íslandi. Að dómarar spjaldi leikmenn fyrir kjaftbrúk. „Ég er hrifinn af þessari reglu. Þetta verður flott þegar þetta er orðið stimplað í hausinn á okkur. Þá losnum við við þetta tuð í okkur alltaf. Ég væri samt til í að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi og hélt áfram. „Þetta verður helvíti pirrandi þegar hálf Pepsi deildin verður í banni í júli. Þetta er nýtt og hingað til hefur maður alltaf mátt pústa svolítið. Að henda þessu svona fram og vera svona grjótharðir líka er fullmikið. Ég styð þessa reglu en það væri gott að fá smá tíma til að venjast henni,“ sagði Pálmi sem skoraði mark KR í dag. Rúnar Kristinsson. Alltaf bongó blíða í Grindavík Rúnar var tiltölulega svekktur eftir jafntefli liðsins gegn Grindavík í dag. „Allt í lagi að fá stig en ég vildi fá þrjú. Mér finnst við stjórna leiknum mikið en við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið af færum.“ Hann segir að KR hafi gert ráð fyrir því að Grindavík myndi leggjast til baka og vera þéttir. „Við horfðum á leik þeirra gegn FH í fyrstu umferð og við gátum ímyndað okkur að þeir myndu leggjast djúpt niður. Þetta er flott lið og vel skipulagt,“ sagði Rúnar. Pálmi Rafn, leikmaður KR, vildi fá vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks en Rúnar vildi ekki setjast í sæti dómarans. „Maður sér þetta mjög illa og dómarinn auðvitað er í betri aðstöðu en ég og þetta er bara hans mat. Þetta er bara svona.“ Rúnar þjálfar sinn fyrsta leik í Frostaskjólinu síðan árið 2014. Hann kveðst af sjálfsögðu vera spenntur. „Það verður mjög skemmtilegt og vonandi gerum við þetta að alvöru degi. Tvö góð lið. Blikar mjög sterkir og við höfum verið ágætir. Grasið kannski ekki alveg tilbúið. Hann var greinilega sáttur með ferðina til Grindavíkur og tekur undir með Gunnari Þorsteinssyni um að færa mætti fleiri leiki vegna veðurs svo hægt væri að spila við bestu mögulegu aðstæður. „Alltaf bongó blíða í Grindavík. Alveg yndislegt að koma hingað. Bara hið besta mál að nýta veðrið til að spila fótbolta í stað þess að gera það í rigningu og roki eins og spáð er á morgun.“