Íslenski boltinn

Vísir og Stöð 2 Sport sýna beint frá valinu á HM-hópnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hverjir fara á HM?
Hverjir fara á HM? Vísir/Eyþór
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, tilkynnir í dag þá 23 leikmenn sem fara á HM 2018 í Rússlandi í sumar en gríðarleg spenna ríkir fyrir valinu á HM-hópnum.

Heimir opinberar valið á hópnum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í Reykjavík sem hefst klukkan 13.15 en Vísir sýnir beint frá fundinum sem og Stöð 2 Sport 3 HD þannig að enginn missir af einni einustu sekúndu á þessum stóra fótboltadegi.

Smellið hér til að fara í beina útsendingu.

Vísir mun hefja upphitun hálftíma áður en blaðamannafundurinn hefst þar sem Tómas Þór Þórðarson og Henry Birgir Gunnarsson fá til sín sparkspekinginn Hjörvar Hafliðason. Þar verður hitað upp fyrir sjálfan fundinn.

Að fundinum loknum verður val Heimis svo gert upp í myndveri sem verður staðsett í Laugardalnum og landsliðsmenn mögulega teknir tali.

Ekki missa af skemmtilegum umræðum og sjálfu valinu á HM-hópnum í beinni á Vísi og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3 HD frá klukkan 12.45.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×