Skiptast á árásum í Sýrlandi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 05:00 Mikill viðbúnaður er í bækistöðvum Ísraela í Gólanhæðum nærri landamærum Ísraels og Sýrlands. Vísir/Getty Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent