Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna Baldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2018 06:00 Vesturverk vill reisa 55 MW virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. MATS WIBE LUND Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Skráðum einstaklingum sem eiga lögheimili í Árneshreppi fjölgaði um 39 prósent á tveggja vikna tímabili, frá 24. apríl til 4. maí. Í minnisblaði sem unnið hefur verið fyrir Árneshrepp kemur fram að um sé að ræða málamyndaskráningar vegna sveitarstjórnarkosninga. Stærsta kosningamálið í hreppnum er fyrirhuguð bygging Hvalárvirkjunar, en hart hefur verið deilt um áformin. Árneshreppur hefur gert Sambandi íslenskra sveitarfélaga viðvart og Þjóðskrá Íslands mun tilkynna innanríkisráðuneytinu um málið, að því er fram kemur í minnisblaðinu sem Sókn lögmannsstofa gerði fyrir Árneshrepp. Málið sé litið alvarlegum augum, enda varði það bæði röskun á grundvallarreglum um lýðræði og geti varðað við lög. Í lögum um kosningar til sveitarstjórna kemur meðal annars fram að það teljist til kosningaspjalla að gefa upp villandi upplýsingar um búsetu, sem leitt geti til þess að maður verði settur á kjörskrá sem ekki á rétt á að vera þar. Í minnisblaðinu er einnig bent á að samkvæmt hegningarlögum geti tveggja ára fangelsi legið við því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Fyrir 24. apríl voru 44 skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Sautján skráðu lögheimili sitt í hreppnum á umræddu tveggja vikna tímabili. „Aðrir eins lögheimilisflutningar eru líklega einsdæmi, hlutfallslega,“ segir í minnisblaðinu. Fram kemur að Þjóðskrá hafi að eigin frumkvæði ákveðið að endurupptaka afgreiðslu lögheimilisskráninga þessara einstaklinga. Réttmæti skráninganna ráðist væntanlega af því hvort föst búseta þessara einstaklinga hafi raunverulega breyst fyrir 4. maí síðastliðinn. Málið mun vera í flýtimeðferð hjá Þjóðskrá en í minnisblaðinu er stungið upp á því að hreppsnefndarfundur verði boðaður þegar stofnunin hafi fjallað um málin. „Miðað við það þarf hreppsnefnd að fella aðila út af kjörskrá til samræmis við ákvarðanir Þjóðskrár Íslands.“ Meirihluti hreppsnefndar er fylgjandi virkjunaráformum.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Umhverfismál Tengdar fréttir Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45 Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00 Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Saka Vesturverk um að gefa skakka mynd af afstöðu til Hvalárvirkjunar Tvennum sögum fer af afstöðu íbúa í Árneshreppi á Ströndum til Hvalárvirkjunar. Vesturverk segir mikinn meirihluta hafa verið fylgjandi á málþingi um helgina. Skipuleggjandi þess og stjórnarmaður Landverndar segja fyrirtækið hins vegar gefa skakka mynd af því sem þar fór fram. 26. júní 2017 15:45
Óskiljanlegt að Landvernd vilji hindra framfarir í Árneshreppi segir oddvitinn Umdeild virkjunaráform í Hvalá í Ófeigsfirði verða rædd á málþingi í Trékyllisvík nú um helgina. Oddviti Árneshrepps segir Landvernd hindra framfarir í minnsta sveitarfélagi landsins, þar sem innan við fimmtíu íbúar eru skráðir. 22. júní 2017 07:00
Segir eina úlfinn í sauðagæru vera Tómas sjálfan Kristinn H. Gunnarsson sendir hjartalækninum pillu. 14. september 2017 07:55