Þórarinn Ingi skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna en félagaskiptin koma nokkuð á óvart. Fram kemur í fréttatilkynningu að FH er þakkað fyrir „hröð og fagleg“ vinnubrögð í samningaviðræðum félaganna.
Eyjamaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við Stjörnuna sem gerði jafntefli við Stjörnuna og tapaði fyrir KR í fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Liðið sló þó út Fylki í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla.
Þórarinn Ingi var ónotaður varamaður í fyrstu tveimur deildarleikjum FH í vor en hann hefur undanfarin tvö sumur verið í stóru hlutverki hjá FH-ingum. Hann gekk í raðir FH-inga frá ÍBV fyrir tímabilið 2015.
Hann á að baki fjóra leiki fyrir A-landslið Íslands.
Næsti leikur Stjörnunnar verður gegn Víkingi á mánudagskvöld klukkan 19.15 og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Stjarnan hefur ákveðið að styrkja leikmannahópinn fyrir komandi átök!
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) May 10, 2018
Undirskriftir eru klárar, skoðun hjá Frikka er lokið og þessi glansari er mættur á svæðið! #InnMedBoltann pic.twitter.com/PtrP9I1sb8
Knattspyrnudeild FH hefur selt Þórarinn Inga Valdimarsson til @FCStjarnan .
— FHingar.net (@fhingar) May 10, 2018
Við FH-ingar þökkum Tóta fyrir allt hans góða framlag til félagsins og óskum honum góðs gengis í framtíðinni. #ViðerumFH #TakkTóti #fotboltinet pic.twitter.com/qNeQ7HQf6V