Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 07:47 Ísraelar notuðust við eldflaugar, orrustuþotur og stórskotalið. Vísir/AFP Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdor Liberman, segir að her landsins hafi í nótt skemmt nærri því allar herstöðvar Íran í Sýrlandi. Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. Liberman varaði yfirvöld Íran við að storka Ísrael og sagði að öllum árásum yrði svarað af miklum krafti. Aðgerðir Ísraela eru sagðar vera þær umfangsmestu sem her ríkisins hafi gripið til í mörg ár. „Ef það rignir í Ísrael, mun flæða í Íran,“ sagði Liberman á blaðamannafundi í morgun. Hann tók sérstaklega fram að Ísrael hefði engan áhuga á aukinni spennu á svæðinu en að þeir myndu ekki sætta sig við ógnanir og árásir.Engan mun hafa sakað í árásunum á Gólanhæðir og segir Liberman að allar eldflaugarnar hafi verið skotnar niður eða þær hafi hrapað. Yfirvöld Sýrlands segjast hafa skotið tugi eldflauga Ísraela niður en að örfáar hafi komist í gegnum varnir þeirra. Ríkissjónvarp Sýrlands birti í nótt nokkur myndbönd sem eiga að sýna eldflaugavarnir ríkisins skjóta niður eldflaugar.Árásir Ísraela voru ekki eingöngu gerðar með eldflaugum en orrustuþotur voru einnig notaðar sem og stórskotalið. Talsmaður hers Ísrael, Jonathan Conricus, segir að engin orrustuþota hafi verið skotin niður en skotið hafi verið að þeim. The IDF has struck dozens of Iranian military targets in Syria in response to the Iranian rocket attack against Israel. Quds force is behind attack and has played the initial price. IDF remains ready for various scenarios but does not seek to escalate the situation. pic.twitter.com/4rC8gHK2LG — Jonathan Conricus (@LTCJonathan) May 10, 2018 Yfirvöld Ísrael höfðu búist við árásum sem þessum í kjölfar árása þeirra á Írani í Sýrlandi. Búið var að opna sprengjuskýli víða um landið og varalið kallað út. Syrian Observatory for Human Rights, sem rekur umfangsmikið net heimildarmanna í Sýrlandi, segir að minnst 15 hafi fallið í árás Ísrael á skotfærageymslu og að átta íranskir hermenn hafi fallið í annarri árás.Overnight, IDF fighter jets struck dozens of military targets belonging to the Iranian Quds forces in Syrian territory pic.twitter.com/LwBJTMkxYR— IDF (@IDFSpokesperson) May 10, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Vestrænir leiðtogar harma ákvörðun Trump Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Kína segjast öll vera staðráðin í að halda kjarnorkusamningnum við Íran til streitu. 9. maí 2018 06:19