Hægt verður að kaupa dagpassa á Slayer Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. maí 2018 14:30 Aðdáendur Slayer geta keypt sér dagpassa á tónleika sveitarinnar á laugardag. Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina í sumar hefur verið negld niður og er nú alveg klár. Þetta eru rúmlega 120 hljómsveitir og listamenn sem spila á hátíðinni í ár – stærstu nöfnin eru þar Stormzy, Bonnie Tyler, Slayer, George Clinton og Gucci Mane. Hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní, þannig að ólíkt síðustu tveimur árum fer hún fram á sumarsólstöðum eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. „Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.Secret Solstice hátíðin býður upp á 120 tónlistarmenn þetta árið auk alls þess sem hátíðinni fylgir. frettabladid/andri marinóVÍSIR/Andri MarinóJón Bjarni segir þau hafa dottið niður á mjög gott skipulag á svæðinu eins og það var í fyrra og það hjálpar að sjálfsögðu til við undirbúning. „Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“ Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.solstice fyrsti dagurVísir/ernir„Við erum mjög spennt að geta boðið upp á í fyrsta sinn dagpassa á aðaldegi – á Slayer. Vegna þess að við kóperum hátíðina í raun og veru frá því í fyrra þá eru í raun færri miðar í boði núna á hátíðina – en þá getum við boðið upp á dagpassa án þess að það endi með að það komi of margir gestir. Við vitum nákvæmlega á hverju við eigum von. Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“ Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Dagskráin fyrir Secret Solstice hátíðina í sumar hefur verið negld niður og er nú alveg klár. Þetta eru rúmlega 120 hljómsveitir og listamenn sem spila á hátíðinni í ár – stærstu nöfnin eru þar Stormzy, Bonnie Tyler, Slayer, George Clinton og Gucci Mane. Hátíðin fer fram dagana 21. til 24. júní, þannig að ólíkt síðustu tveimur árum fer hún fram á sumarsólstöðum eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna. „Við erum ánægð með að vera komin aftur á Solstice-helgina sjálfa, við vorum ekki á henni í fyrra og hittifyrra. Það er líka gott að vera með eins svæði og í fyrra – þetta er í fyrsta skiptið sem við breytum ekki svæði á milli ára, við erum dottin inn á svæði sem við erum ánægð með og það er bara geggjað að geta notað Valbjarnarvöll. Svo ég sé pínu gamaldags þá er þetta svæði dálítið eins og að vera í útlöndum, þannig var fílingurinn á þessu í fyrra,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice.Secret Solstice hátíðin býður upp á 120 tónlistarmenn þetta árið auk alls þess sem hátíðinni fylgir. frettabladid/andri marinóVÍSIR/Andri MarinóJón Bjarni segir þau hafa dottið niður á mjög gott skipulag á svæðinu eins og það var í fyrra og það hjálpar að sjálfsögðu til við undirbúning. „Þetta gerir okkur kleift að undirbúa okkur betur og laga það sem við vorum ósátt við í fyrra. Þannig að ég get alveg fullyrt að þetta verður besta hátíðin hingað til.“ Mörgum til mikillar gleði verða, að hluta til vegna þess að svæðið verður með sama fyrirkomulagi og í fyrra, í boði fleiri dagpassar í ár og í fyrsta sinn verður hægt að kaupa dagpassa á aðalkvöld – laugardagskvöldið – en þá spila rokkhundarnir í Slayer. Vafalaust margir sem slamma af gleði við að heyra þær fréttir.solstice fyrsti dagurVísir/ernir„Við erum mjög spennt að geta boðið upp á í fyrsta sinn dagpassa á aðaldegi – á Slayer. Vegna þess að við kóperum hátíðina í raun og veru frá því í fyrra þá eru í raun færri miðar í boði núna á hátíðina – en þá getum við boðið upp á dagpassa án þess að það endi með að það komi of margir gestir. Við vitum nákvæmlega á hverju við eigum von. Við höfum líka fundað mikið með nágrönnum og viljum passa bæði upplifun gesta og nágranna. Þessir tveir hópar eru okkar mikilvægustu viðskiptavinir. Það að fækka miðum og bjóða í staðinn dagpassa á þennan dag er leið sem við ákváðum að fara í þeirri viðleitni að koma til móts við báða þessa hópa.“
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira