Ætla að standa í hárinu á Kína Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 23:47 James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki. Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Bandaríkin munu standa í hárinu á Kínverjum varðandi hervæðingu þeirra í Suður-Kínahafi. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og heldur hann því fram að yfirvöld í Peking hafi ekki staðið við loforð sitt um að koma vopnum ekki fyrir á Spratly-eyjum. Mattis segir að herskip ríkisins muni halda siglingum sínum um Suður-Kínahaf áfram og að svo virðist sem að einungis eitt ríki setji sig á móti þeim siglingum. Kína. Á blaðamannafundi í Singapúr í gærkvöldi sagði Mattis að Bandaríkin myndu starfa með þjóðum Kyrrahafsins en þeir myndu þó ekki sætta sig við brot á alþjóðalögum. Kínverjar hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa þeir byggt upp heilu eyjurnar á hafsvæðinu þar sem talið er að finna megi umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þessum eyjum og hefur vopnum verið komið fyrir á þeim. Alþjóðagerðadómurinn í Haag sagði árið 2016 að tilkall Kína á Suður-Kyrrahafi væri ólöglegt en Kínverjar viðurkenna ekki þá niðurstöðu. Nú um helgina sendu Kínverjar herskip og orrustuþotur gegn tveimur herskipum Bandaríkjanna sem siglt var um svæðið. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera einnig tilkall til hluta hafsins en þau byggja þó á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu ríkja. Mattis sagði aðrar þjóðir á svæðinu hafa áhyggjur af hervæðingu Kínverja og þær vilji að frjálsar siglingar um hafið verði tryggðar. Nú nýlega dróu Bandaríkin til baka boð til herafla Kína um að taka þátt í fjölþjóða heræfingum í Kyrrahafinu. Sögðu þeir það hafa verið gert vegna vísbendinga um að Kínverjar hefðu komið fyrir eldflaugum sem hannaðar séu til að granda jafnt skipum sem og flugvélum fyrir í Suður-Kyrrahafi. Bandaríkin krefjast þess að vopn þessi, og önnur vopn, verði fjarlægð af svæðinu. Kínverjar segjast í fullum rétti þegar kemur að hervæðingu Suður-Kínahafs. Svæðið sé hluti af þeirra ríki.
Brúnei Filippseyjar Kína Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00