Úr pólitík í meiraprófið Elín Albertsdóttir skrifar 29. maí 2018 06:00 Karl Tómasson segist hafa tekið nokkrar u-beygjur í gegnum lífið. Vísir/eyþór Karl Tómasson starfaði í átta ár sem forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fyrir Vinstri græn en hann og félagar hans voru brautryðjendur í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokks. Karli fannst því slíkt samstarf á landsvísu spennandi og talaði fyrir því opinberlega áður en núverandi samstarf flokkanna á landsvísu varð raunin. Sjálfur hefur hann lagt pólitíkina á hilluna og starfar núna sem bílstjóri hjá Matfugli í Mosfellsbæ. „Eftir átta mjög góð ár í bæjarstjórn fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að fara að gera. Ég er lærður bókbindari og vann við það á sínum tíma að loknu námi. Gat þó ekki hugsað mér að fara í það starf. Ég hef hins vegar alltaf haft mikla bíladellu. „Mér finnst gaman að keyra flotta og stóra bíla.“Tímamót í lífinu Karl segir að það hafi því verið ákveðin tímamót í lífi sínu þegar hann varð fimmtugur og settist á skólabekk til að taka meiraprófið. Hann var þó síður en svo elstur í sínum bekk enda eftirspurn mikil eftir bílstjórum. „Eftir meiraprófið réð ég mig til Kynnisferða og starfaði þar í rúm tvö ár. Þar með hafði ég tekið u-beygju í mínu lífi sem mér líkaði vel. Það hefur reynst mér ágætlega að skipta um starfsvettvang og mér finnst skemmtilegt að öðlast reynslu af ýmsu tagi. Draumurinn var svolítið að keyra ferðamenn og kynnast þeim heimi. Ég hef gaman af því að umgangast fólk,“ segir hann.Karl hefur ekið flutningabílum fyrir Matfugl undanfarin tvö ár.VísirÞegar Karl vann hjá Kynnisferðum keyrði hann í nokkurn tíma rauðu tveggja hæða túristarútuna, City bus, um Reykjavík. Þá kynntist hann ferðamönnum mjög vel enda þeir einir sem fá sér sæti í vagninum. „Fólk af alls kyns þjóðernum kemur í þessa rútu og margir spyrja mikið um hitt og þetta sem viðkemur borginni og landinu þrátt fyrir að um borð sé sérstakt leiðsögukerfi. Auk þess hafði fólkið gaman af því að segja mér frá margs konar upplifun sinni af landinu okkar,“ segir Karl. Þegar við báðum hann um viðtal var það ekki síst til að spyrja hann hvernig það væri að aka hring eftir hring um Reykjavík með túrista. „Ég get ekki neitað því að það varð leiðigjarnt þegar margir hringir höfðu verið farnir. Sérstaklega vegna þess að þetta er stór bíll og margar götur í borginni mjög þröngar. Það þurfti að fara afar varlega um miðborgina, til dæmis á Geirsgötu og ekki síður á Skólavörðuholtinu,“ segir hann. Loks varð Karl þreyttur á Reykjavíkurrúntinum og réð sig á vöruflutningabíl fyrir Matfugl þar sem hann hefur starfað í tvö ár.Ný plata í haust „Mig langaði að prófa 8-16 vinnu til að hafa meiri tíma fyrir tónlistina,“ bætir hann við en Karl gaf út fyrsta sóló hljómdiskinn sinn, Örlagagaldur, árið 2015. Platan fékk frábæra dóma og var vel tekið á markaðnum. Þess vegna situr hann nú við lokafrágang að næstu plötu sem kemur út í haust. Með Karli vinna margir frábærir tónlistarmenn, meðal þeirra eru áberandi nú eins og á fyrri plötunni: Tryggvi Hübner, Guðmundur Jónsson, Jóhann Helgason og upptökustjórinn er sá sami, Ásmundur Jóhannsson. „Þeir hafa allir reynst mér einstaklega vel. Nýja platan verður svolítið svipuð og sú fyrsta en það má kannski segja að þetta séu systurplötur þótt fólk heyri vonandi ýmislegt nýtt. Það verður aðeins meira af rafmagnshljóðfærum í þetta skiptið. Það finnst kannski einhverjum skrítið að maður sé að standa í hljómplötuútgáfu nú til dags en til að þetta sé hægt verður maður að vera mjög duglegur sjálfur að selja plötuna. Hugsanlega er hægt að ná endum saman á þann hátt en maður fer ekki lengur með disk til sölu í plötubúð, þeirri sögu er lokið. Mér finnst þetta bara það allra skemmtilegasta sem ég geri í lífinu,“ segir Kalli Tomm, eins og hann er ævinlega kallaður, en örugglega eru margir aðdáendur sem bíða nýju plötunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
Karl Tómasson starfaði í átta ár sem forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fyrir Vinstri græn en hann og félagar hans voru brautryðjendur í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokks. Karli fannst því slíkt samstarf á landsvísu spennandi og talaði fyrir því opinberlega áður en núverandi samstarf flokkanna á landsvísu varð raunin. Sjálfur hefur hann lagt pólitíkina á hilluna og starfar núna sem bílstjóri hjá Matfugli í Mosfellsbæ. „Eftir átta mjög góð ár í bæjarstjórn fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að fara að gera. Ég er lærður bókbindari og vann við það á sínum tíma að loknu námi. Gat þó ekki hugsað mér að fara í það starf. Ég hef hins vegar alltaf haft mikla bíladellu. „Mér finnst gaman að keyra flotta og stóra bíla.“Tímamót í lífinu Karl segir að það hafi því verið ákveðin tímamót í lífi sínu þegar hann varð fimmtugur og settist á skólabekk til að taka meiraprófið. Hann var þó síður en svo elstur í sínum bekk enda eftirspurn mikil eftir bílstjórum. „Eftir meiraprófið réð ég mig til Kynnisferða og starfaði þar í rúm tvö ár. Þar með hafði ég tekið u-beygju í mínu lífi sem mér líkaði vel. Það hefur reynst mér ágætlega að skipta um starfsvettvang og mér finnst skemmtilegt að öðlast reynslu af ýmsu tagi. Draumurinn var svolítið að keyra ferðamenn og kynnast þeim heimi. Ég hef gaman af því að umgangast fólk,“ segir hann.Karl hefur ekið flutningabílum fyrir Matfugl undanfarin tvö ár.VísirÞegar Karl vann hjá Kynnisferðum keyrði hann í nokkurn tíma rauðu tveggja hæða túristarútuna, City bus, um Reykjavík. Þá kynntist hann ferðamönnum mjög vel enda þeir einir sem fá sér sæti í vagninum. „Fólk af alls kyns þjóðernum kemur í þessa rútu og margir spyrja mikið um hitt og þetta sem viðkemur borginni og landinu þrátt fyrir að um borð sé sérstakt leiðsögukerfi. Auk þess hafði fólkið gaman af því að segja mér frá margs konar upplifun sinni af landinu okkar,“ segir Karl. Þegar við báðum hann um viðtal var það ekki síst til að spyrja hann hvernig það væri að aka hring eftir hring um Reykjavík með túrista. „Ég get ekki neitað því að það varð leiðigjarnt þegar margir hringir höfðu verið farnir. Sérstaklega vegna þess að þetta er stór bíll og margar götur í borginni mjög þröngar. Það þurfti að fara afar varlega um miðborgina, til dæmis á Geirsgötu og ekki síður á Skólavörðuholtinu,“ segir hann. Loks varð Karl þreyttur á Reykjavíkurrúntinum og réð sig á vöruflutningabíl fyrir Matfugl þar sem hann hefur starfað í tvö ár.Ný plata í haust „Mig langaði að prófa 8-16 vinnu til að hafa meiri tíma fyrir tónlistina,“ bætir hann við en Karl gaf út fyrsta sóló hljómdiskinn sinn, Örlagagaldur, árið 2015. Platan fékk frábæra dóma og var vel tekið á markaðnum. Þess vegna situr hann nú við lokafrágang að næstu plötu sem kemur út í haust. Með Karli vinna margir frábærir tónlistarmenn, meðal þeirra eru áberandi nú eins og á fyrri plötunni: Tryggvi Hübner, Guðmundur Jónsson, Jóhann Helgason og upptökustjórinn er sá sami, Ásmundur Jóhannsson. „Þeir hafa allir reynst mér einstaklega vel. Nýja platan verður svolítið svipuð og sú fyrsta en það má kannski segja að þetta séu systurplötur þótt fólk heyri vonandi ýmislegt nýtt. Það verður aðeins meira af rafmagnshljóðfærum í þetta skiptið. Það finnst kannski einhverjum skrítið að maður sé að standa í hljómplötuútgáfu nú til dags en til að þetta sé hægt verður maður að vera mjög duglegur sjálfur að selja plötuna. Hugsanlega er hægt að ná endum saman á þann hátt en maður fer ekki lengur með disk til sölu í plötubúð, þeirri sögu er lokið. Mér finnst þetta bara það allra skemmtilegasta sem ég geri í lífinu,“ segir Kalli Tomm, eins og hann er ævinlega kallaður, en örugglega eru margir aðdáendur sem bíða nýju plötunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira