NBC skoðar byssuást Íslendinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 14:08 Flestar byssur í eigu Íslendinga á Íslandi eru ætlaðar til veiða. Vísir/Vilhelm „Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. Í umfjöllunni er byssueign á Íslandi sett í samhengi við byssueign í Bandaríkjunum, þar sem skotárásir eru tíðar og aðgengi að byssum auðvelt. Í fréttinni er fjöldi Íslendinga borinn saman við fjölda íbúa í borginni St. Louis í Bandaríkjunum, þar sem búa ívið færri en á Íslandi. Þar voru voru framin 193 morð á síðasti ári sem tengd hafa verið við skotvopn. „Okkur finnst það mjög skrýtið að einhver geti fengið leyfi til að kaupa byssu án þess að hafa hugmynd um hvernig á að nota hana,“ segir Ólafur Garðar Garðarsson sem rætt er við í umfjöllun NBC. Í umfjöllunni er farið yfir hvernig ferlið er hér á landi þegar kemur að því að öðlast byssuleyfi. Skila þarf sakavottorði og læknisvottorði auk þess sem þarf að uppfylla ýmis önnur skilyrði. „Kerfið okkar virkar,“ er haft eftir Gunnari Rúnari Sveinbjarnarssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er bara brjálæði,“ segir Gunnar Rúnar um stöðu mála í Bandaríkjunum og tíðar skoptvopnaárásir þar í landi. „Við áttum okkur ekki á því af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta og eitthvað gert.“ Í umfjöllun NBC News kemur fram að á Íslandi megi finna eina byssu fyrir hverja þrjá íbúa sem búi hér en þrátt fyrir mikla byssueign séu glæpir þeim tengdum fátíðir. Sem fyrr segir er rætt við Ólaf Garðar en í umfjöllunni kemur fram að hann sé í að fara í gegnum ferlið sem þarf til þess að öðlast byssuleyfi. „Manni finnst eins og einhverjum sé ekki sama um þú sért að fá þér byssu og hvað þú ætlir að gera við hana,“ segir hann. „Þannig að maður er ekki að kaupa byssu til að gera heimskulega hluti.“ Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
„Ísland er byssuelskandi land þar sem enginn hefur verið myrtur með byssu síðan 2007,“ er yfirskrift umfjöllunar NBC News um byssueign Íslendinga sem birt var í dag. Í umfjöllunni er byssueign á Íslandi sett í samhengi við byssueign í Bandaríkjunum, þar sem skotárásir eru tíðar og aðgengi að byssum auðvelt. Í fréttinni er fjöldi Íslendinga borinn saman við fjölda íbúa í borginni St. Louis í Bandaríkjunum, þar sem búa ívið færri en á Íslandi. Þar voru voru framin 193 morð á síðasti ári sem tengd hafa verið við skotvopn. „Okkur finnst það mjög skrýtið að einhver geti fengið leyfi til að kaupa byssu án þess að hafa hugmynd um hvernig á að nota hana,“ segir Ólafur Garðar Garðarsson sem rætt er við í umfjöllun NBC. Í umfjöllunni er farið yfir hvernig ferlið er hér á landi þegar kemur að því að öðlast byssuleyfi. Skila þarf sakavottorði og læknisvottorði auk þess sem þarf að uppfylla ýmis önnur skilyrði. „Kerfið okkar virkar,“ er haft eftir Gunnari Rúnari Sveinbjarnarssyni, upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er bara brjálæði,“ segir Gunnar Rúnar um stöðu mála í Bandaríkjunum og tíðar skoptvopnaárásir þar í landi. „Við áttum okkur ekki á því af hverju er ekki komið í veg fyrir þetta og eitthvað gert.“ Í umfjöllun NBC News kemur fram að á Íslandi megi finna eina byssu fyrir hverja þrjá íbúa sem búi hér en þrátt fyrir mikla byssueign séu glæpir þeim tengdum fátíðir. Sem fyrr segir er rætt við Ólaf Garðar en í umfjöllunni kemur fram að hann sé í að fara í gegnum ferlið sem þarf til þess að öðlast byssuleyfi. „Manni finnst eins og einhverjum sé ekki sama um þú sért að fá þér byssu og hvað þú ætlir að gera við hana,“ segir hann. „Þannig að maður er ekki að kaupa byssu til að gera heimskulega hluti.“
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira