Innlent

Eldur kviknaði í Strætó

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Strætisvagninn var á bílastæði í Breiðholti.
Strætisvagninn var á bílastæði í Breiðholti. Aðsend

Eldur kviknaði í mannlausum strætisvagni í Breiðholti. Slökkviliðið hefur þegar slökkt eldinn.

Guðjón Ingason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um eldinn klukkan 9:37. 

Strætisvagninn var á bílastæði við Ferjubakka í Breiðholti og var töluverður eldur í afturhluta vagnsins. Eitthvað tjón varð á strætisvagninum en ekki liggur fyrir hversu mikið. 

Eldsupptök liggja ekki fyrir.

Tveir dælubílar voru sendir á vettvang og tókst vel að slökkva eldinn. Strætisvagninn var mannlaus.

Átt þú myndefni af vettvangi? Þú mátt senda okkur myndir eða myndbönd á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×