Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist vegna kærumáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 13:21 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/GVA Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist dóttur Halldóru Baldursdóttur, eins og Halldóra lýsti í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. Þar gagnrýnir Halldóra að lögreglumaður hafi ekki verið leystur undan störfum eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn dóttur Halldóru. Árið 2011 sagði dóttir Halldóru frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært en síðan fellt niður af ríkissaksóknara. Í viðtalinu gagnrýnir Halldóra að maðurinn sé enn við störf hjá lögreglunni en hún fullyrðir að hann haf verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér andsvör vegna þessa viðtals en þar kemur fram að embættið hafi fyrst frétt af þessu máli í fjölmiðlum árið 2011. Segir embættið að hefð sé fyrir því að því sé tilkynnt um slík mál.Segist ekki hafa fengið gögn afhent Óskaði embættið eftir rannsóknargögnum málsins frá ríkissaksóknara til að geta metið hvort leysa ætti lögreglumann frá embættið um stundarsakir eða að fullu en þeirri beiðni var hafnað. Ítrekaði ríkislögreglustjóri ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri segir að þar sem beiðni um rannsóknargögn var synjað hafi ekki verið grundvöllur til að byggja á að mati embættisins hvort leysi ætti lögreglumanninn frá embætti og var ríkissaksóknara gerð grein fyrir því. Bendir embættið á að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnvalda um vandaðan undirbúning og meðferð mála embættismanna sem lúta að lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu.Tilkynnti ráðherra um synjun Í andsvari embættisins kemur fram að bréf hafi verið sent innanríkisráðuneytinu í nóvember árið 2011 vegna stefnubreytinga ríkissaksóknara. Var innanríkisráðherra kynnt að sökum synjunar ríkissaksóknara væri ríkislögreglustjóra gert ómögulegt að gegna embættisskyldum sínum í þessu máli. Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa vegna alvarleika málsins beint því til þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Segir ríkislögreglustjóri það á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslur í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Sem fyrr segir felldi ríkissaksóknari niður mál lögreglumannsins og hafnar ríkislögreglustjóri því að hafa brugðist dóttur Halldóru með þeim hætti sem talað er um í viðtalinu í Mannlífi. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist dóttur Halldóru Baldursdóttur, eins og Halldóra lýsti í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. Þar gagnrýnir Halldóra að lögreglumaður hafi ekki verið leystur undan störfum eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn dóttur Halldóru. Árið 2011 sagði dóttir Halldóru frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært en síðan fellt niður af ríkissaksóknara. Í viðtalinu gagnrýnir Halldóra að maðurinn sé enn við störf hjá lögreglunni en hún fullyrðir að hann haf verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér andsvör vegna þessa viðtals en þar kemur fram að embættið hafi fyrst frétt af þessu máli í fjölmiðlum árið 2011. Segir embættið að hefð sé fyrir því að því sé tilkynnt um slík mál.Segist ekki hafa fengið gögn afhent Óskaði embættið eftir rannsóknargögnum málsins frá ríkissaksóknara til að geta metið hvort leysa ætti lögreglumann frá embættið um stundarsakir eða að fullu en þeirri beiðni var hafnað. Ítrekaði ríkislögreglustjóri ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri segir að þar sem beiðni um rannsóknargögn var synjað hafi ekki verið grundvöllur til að byggja á að mati embættisins hvort leysi ætti lögreglumanninn frá embætti og var ríkissaksóknara gerð grein fyrir því. Bendir embættið á að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnvalda um vandaðan undirbúning og meðferð mála embættismanna sem lúta að lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu.Tilkynnti ráðherra um synjun Í andsvari embættisins kemur fram að bréf hafi verið sent innanríkisráðuneytinu í nóvember árið 2011 vegna stefnubreytinga ríkissaksóknara. Var innanríkisráðherra kynnt að sökum synjunar ríkissaksóknara væri ríkislögreglustjóra gert ómögulegt að gegna embættisskyldum sínum í þessu máli. Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa vegna alvarleika málsins beint því til þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Segir ríkislögreglustjóri það á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslur í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Sem fyrr segir felldi ríkissaksóknari niður mál lögreglumannsins og hafnar ríkislögreglustjóri því að hafa brugðist dóttur Halldóru með þeim hætti sem talað er um í viðtalinu í Mannlífi.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent