Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist vegna kærumáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. maí 2018 13:21 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/GVA Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist dóttur Halldóru Baldursdóttur, eins og Halldóra lýsti í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. Þar gagnrýnir Halldóra að lögreglumaður hafi ekki verið leystur undan störfum eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn dóttur Halldóru. Árið 2011 sagði dóttir Halldóru frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært en síðan fellt niður af ríkissaksóknara. Í viðtalinu gagnrýnir Halldóra að maðurinn sé enn við störf hjá lögreglunni en hún fullyrðir að hann haf verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér andsvör vegna þessa viðtals en þar kemur fram að embættið hafi fyrst frétt af þessu máli í fjölmiðlum árið 2011. Segir embættið að hefð sé fyrir því að því sé tilkynnt um slík mál.Segist ekki hafa fengið gögn afhent Óskaði embættið eftir rannsóknargögnum málsins frá ríkissaksóknara til að geta metið hvort leysa ætti lögreglumann frá embættið um stundarsakir eða að fullu en þeirri beiðni var hafnað. Ítrekaði ríkislögreglustjóri ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri segir að þar sem beiðni um rannsóknargögn var synjað hafi ekki verið grundvöllur til að byggja á að mati embættisins hvort leysi ætti lögreglumanninn frá embætti og var ríkissaksóknara gerð grein fyrir því. Bendir embættið á að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnvalda um vandaðan undirbúning og meðferð mála embættismanna sem lúta að lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu.Tilkynnti ráðherra um synjun Í andsvari embættisins kemur fram að bréf hafi verið sent innanríkisráðuneytinu í nóvember árið 2011 vegna stefnubreytinga ríkissaksóknara. Var innanríkisráðherra kynnt að sökum synjunar ríkissaksóknara væri ríkislögreglustjóra gert ómögulegt að gegna embættisskyldum sínum í þessu máli. Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa vegna alvarleika málsins beint því til þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Segir ríkislögreglustjóri það á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslur í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Sem fyrr segir felldi ríkissaksóknari niður mál lögreglumannsins og hafnar ríkislögreglustjóri því að hafa brugðist dóttur Halldóru með þeim hætti sem talað er um í viðtalinu í Mannlífi. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hafnar því að hafa brugðist dóttur Halldóru Baldursdóttur, eins og Halldóra lýsti í viðtali við Mannlíf fyrir skemmstu. Þar gagnrýnir Halldóra að lögreglumaður hafi ekki verið leystur undan störfum eftir að hafa verið kærður fyrir brot gegn dóttur Halldóru. Árið 2011 sagði dóttir Halldóru frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært en síðan fellt niður af ríkissaksóknara. Í viðtalinu gagnrýnir Halldóra að maðurinn sé enn við störf hjá lögreglunni en hún fullyrðir að hann haf verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.Embætti ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér andsvör vegna þessa viðtals en þar kemur fram að embættið hafi fyrst frétt af þessu máli í fjölmiðlum árið 2011. Segir embættið að hefð sé fyrir því að því sé tilkynnt um slík mál.Segist ekki hafa fengið gögn afhent Óskaði embættið eftir rannsóknargögnum málsins frá ríkissaksóknara til að geta metið hvort leysa ætti lögreglumann frá embættið um stundarsakir eða að fullu en þeirri beiðni var hafnað. Ítrekaði ríkislögreglustjóri ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum. Ríkislögreglustjóri segir að þar sem beiðni um rannsóknargögn var synjað hafi ekki verið grundvöllur til að byggja á að mati embættisins hvort leysi ætti lögreglumanninn frá embætti og var ríkissaksóknara gerð grein fyrir því. Bendir embættið á að ríkar kröfur séu gerðar til stjórnvalda um vandaðan undirbúning og meðferð mála embættismanna sem lúta að lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu.Tilkynnti ráðherra um synjun Í andsvari embættisins kemur fram að bréf hafi verið sent innanríkisráðuneytinu í nóvember árið 2011 vegna stefnubreytinga ríkissaksóknara. Var innanríkisráðherra kynnt að sökum synjunar ríkissaksóknara væri ríkislögreglustjóra gert ómögulegt að gegna embættisskyldum sínum í þessu máli. Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa vegna alvarleika málsins beint því til þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu. Segir ríkislögreglustjóri það á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslur í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess. Sem fyrr segir felldi ríkissaksóknari niður mál lögreglumannsins og hafnar ríkislögreglustjóri því að hafa brugðist dóttur Halldóru með þeim hætti sem talað er um í viðtalinu í Mannlífi.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira