Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2018 08:36 Stefán með fyrsta lax sumarsins úr Urriðafossi í Þjórsá Mynd: Iceland Outfitters Laxveiðisumarið er formlega hafið með opnun veiðisvæðisins við Urriðafoss í Þjórsá og það er óhætt að segja að byrjunin lofi góðu. Urriðafoss var með langbestu aflatölu per stöng í fyrra þegar hátt í 800 laxar komu á land á aðeins tvær stangir. Eftir svona veiðitölur var auðvelt að selja fyrir þetta sumar sem nú er hafið og er svo komið að lítið er eftir af stöngum á svæðinu. Opnunin í gær var frábær en alls komu 10 laxar á land og aðrir 9 sluppu af flugum veiðimanna. Laxinn kemur vel haldinn úr sjó og voru þetta allt vænir tveggja ára laxar sem veiddust. Stærðirnar voru 75-91 sm. Það sem verður spennandi að sjá í sumar er síðan hinn bakkinn á móti Urriðafossi sem heitir Þjórsártún en þar hefst tilraunaveiði í sumar. Samkvæmt Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters sem eru leigutakar á báðum svæðum gengur líklega nokkuð af laxi þar með bakkanum alveg eins og við Urriðafoss svo selt verður á svæðið í sumar í tilraunaskyni og verðinu eftir því stillt í hóf. Það var einmitt Stefán sem fékk fyrsta laxinn í gær og þar með fyrsta laxinn á land í sumar. Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Laxveiðisumarið er formlega hafið með opnun veiðisvæðisins við Urriðafoss í Þjórsá og það er óhætt að segja að byrjunin lofi góðu. Urriðafoss var með langbestu aflatölu per stöng í fyrra þegar hátt í 800 laxar komu á land á aðeins tvær stangir. Eftir svona veiðitölur var auðvelt að selja fyrir þetta sumar sem nú er hafið og er svo komið að lítið er eftir af stöngum á svæðinu. Opnunin í gær var frábær en alls komu 10 laxar á land og aðrir 9 sluppu af flugum veiðimanna. Laxinn kemur vel haldinn úr sjó og voru þetta allt vænir tveggja ára laxar sem veiddust. Stærðirnar voru 75-91 sm. Það sem verður spennandi að sjá í sumar er síðan hinn bakkinn á móti Urriðafossi sem heitir Þjórsártún en þar hefst tilraunaveiði í sumar. Samkvæmt Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters sem eru leigutakar á báðum svæðum gengur líklega nokkuð af laxi þar með bakkanum alveg eins og við Urriðafoss svo selt verður á svæðið í sumar í tilraunaskyni og verðinu eftir því stillt í hóf. Það var einmitt Stefán sem fékk fyrsta laxinn í gær og þar með fyrsta laxinn á land í sumar.
Mest lesið Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði