Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Karl Lúðvíksson skrifar 28. maí 2018 08:36 Stefán með fyrsta lax sumarsins úr Urriðafossi í Þjórsá Mynd: Iceland Outfitters Laxveiðisumarið er formlega hafið með opnun veiðisvæðisins við Urriðafoss í Þjórsá og það er óhætt að segja að byrjunin lofi góðu. Urriðafoss var með langbestu aflatölu per stöng í fyrra þegar hátt í 800 laxar komu á land á aðeins tvær stangir. Eftir svona veiðitölur var auðvelt að selja fyrir þetta sumar sem nú er hafið og er svo komið að lítið er eftir af stöngum á svæðinu. Opnunin í gær var frábær en alls komu 10 laxar á land og aðrir 9 sluppu af flugum veiðimanna. Laxinn kemur vel haldinn úr sjó og voru þetta allt vænir tveggja ára laxar sem veiddust. Stærðirnar voru 75-91 sm. Það sem verður spennandi að sjá í sumar er síðan hinn bakkinn á móti Urriðafossi sem heitir Þjórsártún en þar hefst tilraunaveiði í sumar. Samkvæmt Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters sem eru leigutakar á báðum svæðum gengur líklega nokkuð af laxi þar með bakkanum alveg eins og við Urriðafoss svo selt verður á svæðið í sumar í tilraunaskyni og verðinu eftir því stillt í hóf. Það var einmitt Stefán sem fékk fyrsta laxinn í gær og þar með fyrsta laxinn á land í sumar. Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði
Laxveiðisumarið er formlega hafið með opnun veiðisvæðisins við Urriðafoss í Þjórsá og það er óhætt að segja að byrjunin lofi góðu. Urriðafoss var með langbestu aflatölu per stöng í fyrra þegar hátt í 800 laxar komu á land á aðeins tvær stangir. Eftir svona veiðitölur var auðvelt að selja fyrir þetta sumar sem nú er hafið og er svo komið að lítið er eftir af stöngum á svæðinu. Opnunin í gær var frábær en alls komu 10 laxar á land og aðrir 9 sluppu af flugum veiðimanna. Laxinn kemur vel haldinn úr sjó og voru þetta allt vænir tveggja ára laxar sem veiddust. Stærðirnar voru 75-91 sm. Það sem verður spennandi að sjá í sumar er síðan hinn bakkinn á móti Urriðafossi sem heitir Þjórsártún en þar hefst tilraunaveiði í sumar. Samkvæmt Stefáni Sigurðssyni hjá Iceland Outfitters sem eru leigutakar á báðum svæðum gengur líklega nokkuð af laxi þar með bakkanum alveg eins og við Urriðafoss svo selt verður á svæðið í sumar í tilraunaskyni og verðinu eftir því stillt í hóf. Það var einmitt Stefán sem fékk fyrsta laxinn í gær og þar með fyrsta laxinn á land í sumar.
Mest lesið Elliðavatn opnar á morgun Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Umsóknarvefur SVFR kominn í loftið Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði