Mæðginamynd Ivönku sögð taktlaus Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2018 07:16 Ivanka Trump er dóttir Bandaríkjaforseta og sérlegur ráðgjafi hans. Vísir/Getty Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Ivanka Trump hefur fengið yfir sig holskeflu netníðs síðastliðinn sólarhring eftir að hafa birt mynd af sér og tveggja ára syni sínum í gærmorgun. Gagnrýnendum hennar þykir myndbirtingin smekklaus vegna frétta sem berast nú af landamæravörðum sem aðskilja börn frá foreldrum sínum við komuna til Bandaríkjanna. „Þetta er svo ótrúlegt taktleysi, í ljósi þess hve reiður almenningur er vegna þeirra ungu barna sem rifin eru úr höndum foreldra sinna á landamærunum - ómannúðleg löggjöf sem Ivanka Trump styður með aðgerðaleysi sínu.“ Þetta skrifar Brian Klaas, fyrrverandi ráðgjafi Demókrataflokksins og félagi í London School of Economics. Fjölmargir netverjar taka í sama streng, eins og grínistinn Patton Oswald og þúsundir mæðra sem biðla til Ivönku Trump um að setja sig í spor fjölskyldna á landamærunum. My! #SundayMorning pic.twitter.com/CN5iXutE5Q— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 27, 2018 Fjölskyldur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna hafa fram til þess mátt fylgjast að þangað til að mál þeirra hefur verið leitt til lykta fyrir dómstólum. Breyting varð á þessu fyrirkomulagi í maí síðastliðinum þegar dómsmálaráðherrann Jeff Sessions tilkynnti um nýja stefnu í málaflokknum. Foreldrar eru nú strax leiddir fyrir dómara á meðan félagsþjónustan tekur við börnunum.New York Times greindi hins vegar frá því í apríl síðastliðnum að um 700 börn hafi verið aðskilin frá foreldrum sínum frá því í október á liðnu ári - löngu fyrir innleiðingu breytinganna. Þar af höfðu 100 börn ekki náð fjögurra ára aldri. Þá er talið að félagsþjónustan hafi týnt um 1500 börnum sem komið hafði verið fyrir hjá fósturforeldrum. Þau börn höfðu komið ein til Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem innleiddi hin nýju lög og sér til þess að þeim er framfylgt, hefur í tístum sínum kennt Demókrataflokknum um ástand málaflokksins. „Setja á þrýsting á demókrata svo að afnema megi hin hræðilegu lög sem aðskilur börn frá foreldrum sínum þegar þau koma yfir landamærin,“ skrifar forsetinn. Blaðamenn Guardian geta ekki gert sér í hugarlund hvers vegna Trump segir að demókratar beri ábyrgð á lögunum sem núverandi stjórnvöld kynntu til sögunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43 FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01 Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Sjá meira
Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. 26. febrúar 2018 23:43
FBI rannsakar viðskiptagjörning dóttur Trump Dóttir og tengdasonur Bandaríkjaforseta hafa átt í erfiðleikum með að fá öryggisheimildir vegna flókins nets viðskiptahagsmuna. 2. mars 2018 13:01
Ivanka gagnrýnd fyrir að lofsama ræðu Opruh Ivanka Trump, elsta dóttir og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump bandaríkjaforseta, er ein þeirra sem var inbnblásin af ræðu Opruh Winfrey á Golden Globe verðlaununum um liðna helgi. 9. janúar 2018 19:11