Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 22:08 Kínverskri sprengjuflugvél flogið yfir Suður-Kínahaf. Vísir/AP Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins. Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins.
Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49