Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2018 22:08 Kínverskri sprengjuflugvél flogið yfir Suður-Kínahaf. Vísir/AP Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins. Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Skipunum Antietam og Higgins var siglt innan við tólf sjómílum frá Paracel-eyjunum en bandarískum herskipum hefur ítrekað verið siglt um svæðið og er það gert til að mótmæla tilkalli Kína á um 90 prósentum Suður-Kínahafs, sem Alþjóðagerðardómurinn í Haag segir vera ólöglegt. Kínverjar hafa byggt upp fjölda eyja í Suður-Kínahafi og komið þar fyrir herstöðvum og vopnum. Varnarmálaráðuneyti Kína segir Bandaríkin hafa brotið gegn fullveldi Kína með því að sigla skipunum inn á yfirráðasvæði þeirra án leyfis. Í tilkynningu segir að herafli Kína hafi sent herskip og orrustuþotur gegn bandarísku skipunum og skipað þeim að yfirgefa svæðið.Vísar ráðuneytið í kínversk og „viðeigandi alþjóðleg lög“.Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðaréttBandaríkin segja þessum aðgerðum ætlað að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Í umfjöllun Sky News er vísað í yfirlýsingu Kyrrahafsflota Bandaríkjanna um að ekki verði hætt að sigla herskipum um Suður-Kínahaf.Gagnrýnendur siglinganna segja þó að þær hafi lítil áhrif á aðgerðir og hegðun Kínverja í Suður-Kínahafi og þeim sé í raun einungis ætlað að vera táknrænar.Mikilvægar siglingaleiðir liggja um Suður-Kínahaf og er gífurlega mikið af vörum fluttar um hafsvæðið á ári hverju. Þá er talið að á hafsbotni Suður-Kínahafs megi finna umtalsverðar olíu- og gasauðlindir. Taívan, Filippseyjar, Víetnam, Malasía og Brúnei gera tilkall til hluta Suður-Kínahafs og byggja þessi ríki á 200 mílna reglum Sameinuðu þjóðanna um efnahagslögsögu, en Kína gerir tilkall til nánast alls svæðisins.
Filippseyjar Malasía Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00 Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Snúa sér að Kína og Rússlandi Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna opinberaði í dag nýja varnarstefnu ríkisins, sem kallast National Defense Strategy, og beinist hún að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands. 19. janúar 2018 17:00
Kínverjar vara Bandaríkin við átökum Bregðast reiðir við nýrri öryggisstefnu þar sem Kína og Rússland eru skilgreind sem „andstæðingar“. 19. desember 2017 12:20
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49