Nær Darren Till að bjarga helginni fyrir Liverpool? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. maí 2018 13:30 Mikil pressa á heimamanninum Darren Till fyrir bardagann í kvöld. Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í dag í Liverpool. Heimamaðurinn Darren Till fær þar sinn stærsta bardaga á ferlinum og er mikil pressa á herðum hans. Darren Till var lengi vel orðaður við bardaga gegn Gunnari Nelson eftir orðaskipti á milli þeirra á samfélagsmiðlum. Till virtist þó á endanum engan áhuga hafa á að berjast gegn Gunnari enda var Till að eltast við draumabardagann. Till fékk ósk sína uppfyllta og mætir Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli í kvöld. Till hefur haldið því fram að hann sé besti bardagamaður heims og ætlar að sanna það í kvöld. UFC vonast til að geta gert stjörnu úr Darren Till og heimsækir Liverpool borg í fyrsta sinn svo Till geti verið aðalstjarna kvöldsins. Till getur bætt fyrir vonbrigðin í gær þegar Liverpool tapaði úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í gær takist honum að sigra Stephen Thompson. Þetta hefur þó ekki gengið vandræðalaust fyrir sig hjá Till. Till náði ekki tilsettri þyngd í vigtuninni í gær og var 174,5 pund (79,3 kg) þegar hann hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Till þarf því að gefa Thompson 30% launa sinna fyrir bardagann og þurfti að vigta sig aftur inn í dag þar sem hann mátti ekki vera meira en 188 pund (85,5 kg). Till reyndist vera 187,3 pund í hádeginu í dag og getur bardaginn því farið fram. Fyrir mann sem keppir í 77 kg veltivigt ætti það ekki að vera mikið mál að vera 85,5 kg á keppnisdegi ef allt væri eðlilegt. Till hefur hins vegar ítrekað stært sig af því að vera risastór í veltivigtinni og sagðist hafa verið 90 kg í sínum síðasta bardaga eftir að hafa vigtað sig inn 77 kg daginn áður. Spurningin er hvort hann verði í toppstandi í bardaganum í kvöld og er þetta gott dæmi um ruglið sem er í niðurskurðinum hjá mörgum bardagamönnum í UFC. Dana White, forseti UFC, gagnrýndi Till í gær fyrir að ná ekki tilsettri þyngd í sínum eigin heimabæ. Till var þó með engar afsakanir í gær og sagðist skammast sín. Bardagi Till og Thompson verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Liverpool en bein útsending hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira