Vegfarendur skutu vopnaðan mann til bana Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 09:04 Frá veitingahúsinu í Oklahoma. Vísir/AP Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Lögreglan í Oklahoma hefur lofað tvo menn sem skutu árásarmann til bana á fimmtudaginn. Hinn 28 ára gamli Alexander Tilghman er sagður hafa skotið að gestum veitingastaðar í Oklahoma-borg en tveir menn, sem þekktu ekki hvorn annan, náðu í skotvopn í bíla sína og skutu Tilghman til bana, sem þá hafði skotið þrjá einstaklinga. Að Tilghman undanskildum lét enginn lífið í atvikinu. Þeir Juan Carlos Nazario og Bryan Wittle eru sagðir hafa brugðist rétt við og hefur þeim verið hrósað fyrir að koma mögulega í veg fyrir fjölda dauðsfalla. Lögreglustjórinn Bo Mathews segir að Tilghman virðist hafa valið veitingastaðinn af handahófi og hann hafi ekki þekkt neinn þar. Þá hafi hann skotið inn um dyr veitingastaðarins og hann hafi ekki komist þar inn. Mathews segir að líklega hefði farið mun verr ef Tilghman hefði farið þar inn. Um hundrað manns voru inn í veitingahúsinu. FOX 25 News segir Tilghman hafa reglulega birt myndbönd á Youtube þar sem hann kvartaði yfir árásum djöfla. Hann hafi kvartað undan andsetnum íkorna og jafnvel ísskáp. Í síðasta myndbandi sínu, sem birt var fyrir nokkrum vikum, sagðist Tilghman vera undir harðri árás djöfla og hann þyrfti nauðsynlega á raunverulegu fólki að halda. Hann bað fólk um að setja sig í samband við hann. Tilghman virðist hafa talið flesta, ef ekki alla, í kringum sig vera andsetin klón og að hann væri einn af fáum raunverulegum manneskjum í heiminum. Lögreglan hafði einungis einu sinni haft afskipti af honum og var það árið 2003 þegar móðir hans sagði hann hafa kýlt sig nokkrum sinnnum vegna deilna um ryksugu. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.BBC bendir á að stærstu samtök byssueigenda Bandaríkjanna, National Rifle Association, hafi hyllt þeim Nazario og Wittle. Samtökin segja atvikið vera „enn eitt dæmið“ um hvernig besta leiðin til að stöðva vondan mann með byssu sé „góður maður með byssu“. Tilghman var þó með réttindi öryggisvarðar og hafði leyfi til að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira