Ekkert meira gefandi en að leika Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. maí 2018 10:00 „Skömmu áður en ég fékk tilboðið frá Þýskalandi og flutti þangað var ég búin að taka ákvörðun um að hætta.“ Vísir/Sigtryggur Sólveig Arnarsdóttir leikkona skiptir tíma sínum milli Þýskalands og Íslands. Hér heima hefur hún verið við upptökur á sjónvarpsþáttunum Ófærð 2, sem frumsýndir verða í haust á RÚV, í Wiesbaden leikur hún í Mávinum eftir Tsjekhov og í haust fer hún með þrjú hlutverk í Ríkharði III, sömuleiðis í Wiesbaden. Hún var fastráðin við leikhúsið í Wiesbaden í þrjú ár og lék fjórtán aðalhlutverk á þeim árum en sagði samningnum upp og flutti heim fyrir ári. Blaðamanni leikur forvitni á að vita af hverju hún ákvað á sínum tíma að flytja til Íslands þegar henni gekk svo vel í Þýskalandi. „Þegar við fjölskyldan fluttum út voru eldri drengirnir okkar Jósefs fjórtán og sautján ára. Það er ekki heillavænlegt að flytja unglinga á milli landa í annað málsvæði og aðra menningu og skólakerfi. Þeim fannst líka í gegnum alla samfélagsmiðlana að þeir væru að missa af lífinu. Þeir fóru heim eftir ár og eftir annað ár fór maðurinn minn heim með litla strákinn. Ég gat ekki hugsað mér að fara heim strax því mér fannst ég loksins vera að blómstra sem leikkona. Þegar fór að líða á veturinn fannst mér þó að ég yrði að vera með fjölskyldu minni. Það vó þyngra en allt annað,“ segir hún. Leikhússtjórinn sem réð hana til Wiesbaden vildi hins vegar alls ekki sleppa af henni hendinni. „Hann sagðist vilja að ég yrði gestaleikari og spurði mig hvað ég vildi leika. Tsjekhov, svaraði ég. Tíu dögum seinna sagði hann mér að hann væri búinn að setja Mávinn á dagskrá og ég myndi leika Arkadínu. Við frumsýndum fyrir nokkrum vikum og viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar. Þetta er stórfenglegt verk og það er dásamlegt að fá að vera návistum við þann mikla meistara sem Tsjekhov er. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hvað á ég svo að gera þegar ég er búin að leika Tsjekhov? En mér var strax boðið að leika í Wiesbaden í leikriti Shakespeares, Ríkharði III, Margréti drottningu, annan af morðingjunum og líklega Edward. Verkið verður frumsýnt í haust.“ Auk þess að leika í Ófærð 2 hér heima fer Sólveig með hlutverk í kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla. „Það er verkefni þar sem ég hugsaði: Þessi mynd gæti í alvöru breytt lífi fólks, jafnvel bjargað því ef vel tekst til,“ segir Sólveig. „Myndin fjallar um tvær stúlkur sem sogast inn í hinn hræðilega heim fíkniefna. Ég leik móður annarrar stúlkunnar og við fylgjum stúlkunum og sjáum hvernig þær sogast inn í þennan heim og skynjum einnig örvæntingu og hjálparleysi foreldranna. Svo sjáum við stúlkurnar tuttugu árum seinna og hvernig málalyktir verða í þeirra lífi.“Stórkostlegt þýskt leikhúsÞú hefur átt sérlega farsælan feril í Þýskalandi, er ekki afar mikilvægt fyrir þig að viðhalda tengslunum við Þýskaland og halda áfram að leika þar? „Ég lærði leiklist í Berlín og bjó þar í tíu ár. Ferill minn hefur miklu frekar verið í Þýskalandi en hér. Til að byrja með aðallega í sjónvarpi og kvikmyndum og ég hef leikið í nær 50 myndum í Þýskalandi, en var ekki að leika í leikhúsum. Það var ekki fyrr en tilboð kom frá leikhússtjóranum í Wiesbaden að ég fór á fastan samning. Það var algjörlega stórkostlegt, að komast þar inn í leikhúsið og sá heimur er í kjölfarið að opnast mjög. Ég hef líka nýtt tímann til að búa mér til tengslanet. Mér þætti ekki ólíklegt, þegar við hjónin erum búin að koma eldri drengjunum til manns og ýta þeim blíðlega út í lífið, að leiðin liggi aftur til Þýsklands. Mér líður mjög vel þar, bæði í leikhúsinu og hinu miðevrópska samfélagi. Ég hef eytt nær helmingi af mínum fullorðinsárum þar.“„Sjálfsmynd mína og áhuga í lífinu byggi ég ekki bara á frama mínum sem leikkonu,“ segir Sólveig.Vísir/sigtryggurBróðir Sólveigar, Þorleifur Örn leikstjóri, er búsettur í Berlín. Þau systkinin hafa nokkrum sinnum unnið saman. Sólveig er spurð um samskipti þeirra. „Okkur hefur látið mjög vel að vinna saman,“ segir hún og bætir við að segja megi að þau eigi tvöfaldan sameiginlegan bakgrunn, hinn íslenska í gegnum foreldrana, Arnar Jónsson leikara og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra. „Svo er hinn bakgrunnurinn, sá þýski. Þegar ég var í leiklistarháskóla í Berlín fór Þorleifur fljótlega að heimsækja mig þangað. Hann fór svo í leikstjórnarnám við þennan sama skóla og bjó í Berlín í fjöldamörg ár. Við höfum unnið nokkrar sýningar saman og það hefur gengið afskaplega vel. Við erum að leita að stað og stund til að halda áfram samvinnu okkar. Miðað við það flug sem Þorleifur er á núna þá finnst mér ekki ólíklegt að það verði frekar í Þýskalandi en hér. Ég sé fram á afskaplega langt og gjöfult samstarf okkar systkina.“Er mikill munur á leikhúslífinu í Þýskalandi og hér heima? „Það er erfitt og á margan hátt ósanngjarnt að bera það saman. Þýskaland er 85 milljóna land og þar eru 93 ríkisrekin leikhús og frumsýningar hjá þeim eru um sex þúsund á ári. Starfsumhverfi þessara leikhúsa er líka allt annað en hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, því þau fá svo að segja fulla styrki og þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því að ná inn tekjum með miðasölu eins og íslensku leikhúsin verða að gera. Það gefur leikhúsunum ótrúlegt listrænt frelsi. Þau geta leyft sér hvers kyns tilraunastarfsemi í bland við hefðbundnari sýningar og sviðslistafólk hefur þar frelsi og svigrúm til að vaxa og þroskast. Hér heima er margt afar fært sviðslistafólk en markaðurinn er lítill og tækifærin færri. Í Þýskalandi finnur maður mjög sterkt að listir og þar af leiðandi listamenn skipta mjög miklu máli í samfélaginu. Þar er tekið mark á listamönnum og hlustað á þá. Mér finnst íslenskt samfélag á margan hátt hafa tapað virðingu sinni fyrir listamönnum. Það er ekki litið svo á að þeir eigi að eiga þátt í því að móta samfélagið og þeir eru ekki stór hluti af hinni samfélagslegu umræðu. Í Evrópu eru listamenn og heimspekingar mjög mikilsmetnir álitsgjafar. Í hópi listamanna hér á landi eru það einna helst rithöfundarnir, en fáir aðrir eru kallaðir til.“Þú þekkir bæði íslenskt samfélag og það þýska, Hvernig er það íslenska í samanburði við hið þýska? „Lítið! Hér eru hlutir sem ég kann mjög vel að meta. Ræturnar eru hér, vinirnir og fjölskyldan. Tungumálið og minningar mínar eru meira og minna á íslensku. Það er margt í smæðinni sem hefur kosti, eins og samheldni og hversu fljótt hlutirnir ganga fyrir sig. Og svo Vesturbæjarlaugin, sem er næstum því það besta við Ísland. Mér finnst hins vegar gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision. Í Þýskalandi finnst mér ég oft lifa einfaldara og rólegra lífi og hafa mun greiðari aðgang að því sem vekur áhuga minn. Ég hef þar af leiðandi meiri tíma til að sinna hugðarefnum mínum og fjölskyldunni. Þar er líka unnið minna, launin eru betri og allt miklu ódýrara. Ég upplifi það næstum því sem ofbeldi að kaupa hér í matinn. Það er allt alveg fáránlega dýrt og gæðin ekki mikil.“Ætlaði að hættaÞað er mjög oft sagt að það sé erfitt fyrir leikara að eldast þar sem hlutverkum sem þeir fá fækkar svo mjög. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þessa stétt. „Þetta er ekki alveg sambærilegt milli kynjanna. Karlmenn fá frekar að eldast í þessum bransa en konur. Það eru einfaldlega fleiri og betri hlutverk fyrir karla og stundum þarf að grafa dýpra og hafa meira fyrir því að finna góð kvenhlutverk. Hins vegar geta konur auðveldlega leikið karlhlutverk eins og dæmin sanna. Stundum skiptir hreinlega ekki máli hvors kyns persónan er en oft getur það líka bætt einhverju við, verið ný og spennandi nálgun á verkið. Sophie Rois, einhver þekktasta og virtasta leikkona Þjóðverja, sagði í viðtali um daginn að hún ætlaði héðan af einungis að leika texta skrifaða fyrir karla, þeir væru yfirleitt bitastæðari og áhugaverðari. Hún er að nálgast sextugt. Það eru ekki mjög margir starfandi í íslensku leikhúsi sem eru komnir yfir sextugt. Sérstaklega ekki konur. Einhverjir lifa þó af. Mér finnst við eiga ótrúlegan fjölda af mjög hæfu sviðslistafólki sem fær alltof lítið að gera. Þetta er mjög sorglegt því krefjandi listamaður heldur áfram að þroskast og þróa sig. Það gildir um þetta fag eins og flest önnur að fólk verður oft betra með aldrinum.“Gætirðu hugsað þér að snúa þér að annarri vinnu en þeirri sem tengist leiklist? „Skömmu áður en ég fékk tilboðið frá Þýskalandi og flutti þangað var ég búin að taka ákvörðun um að hætta. Ég var komin í háskólann þar sem ég lærði þróunarfræði og kynjafræði. Ég hafði aldrei áður verið í akademísku námi og fannst það ákaflega skemmtilegt og gefandi. Ég held að það sé mikilvægt í hvaða starfi sem er að ef maður finnur að það er ekkert að ganga þá er um að gera að söðla um og gera eitthvað annað. Það er ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt sem er hægt að gera. Þetta er líka spurning um að hafa sjálfur stjórnina í eigin lífi og láta ekki aðra um þá stjórn. Mér finnst ekkert skemmtilegra eða meira gefandi en að leika. Þetta er mín köllun. Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á leikhúsi en hef líka mikinn áhuga á kvikmyndum. Mér finnst óskaplega gaman að fylgjast með því sem er að gerast í íslensku kvikmynda- og sjónvarpslífi, og vera núna einhver hluti af því. Ef þetta svo einhvern tímann gengur ekki lengur þá verð ég bara að gera eitthvað annað. Lífið býður upp á ótrúlega margt. Sjálfsmynd mína og áhuga í lífinu byggi ég ekki bara á frama mínum sem leikkonu. Maður hlýtur að þurfa að horfa víðar og lengra. En er á meðan er og meðan það gengur svona vel þá ætla ég að halda áfram. Ég hefði ekkert á móti því að leika til níræðs.“ Mikilvægt að hlusta á sögur beggja kynjaEr leikhúsið og kvikmyndaheimurinn karlaheimur eða er það að breytast? „Þetta er að breytast og til þess hefur þurft mikla baráttu og mikla umræðu. Það er ekki þannig að jafnrétti kynjanna verði náð af sjálfsdáðum. Það má aldrei halda að nú sé þetta bara komið, það verður alltaf að halda áfram. En við sjáum líka að hlutir eru að breytast. Bæði í leikhúsinu og innan sjónvarps- og kvikmyndabransans, þar eru konur að gera frábærlega góða hluti. Þetta gerist vegna öflugrar opinberrar baráttu. Það hefur aldrei verið þannig að þeir sem eru ríkjandi, í flestum tilvikum karlmenn, gefi sitt eftir af sjálfsdáðum. Við í hinum vestræna heimi myndum heldur ekki vera reiðubúin að gefa eftir eitthvað af okkar miklu forréttindum, nema við neyddumst til þess. Alveg eins og við eigum að hlusta á fólk frá öðrum menningarheimum, af því það er áhugavert og gjöfult og mikilvægt til að víkka sjóndeildarhring okkar, þá eigum við að sjálfsögðu að hlusta á sögur beggja kynja. Allt annað er fáránlegt, einfaldlega hlægilegt.“Metoo-byltingin hefur skekið samfélög. Hefur þú sjálf upplifað áreitni eða ofbeldi? „Já. Ég veit ekki um eina einustu konu sem ekki hefur lent í einhvers konar kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Ég man þegar ég opnaði Facebook og sá alls staðar #metoo og vissi ekki alveg hvað þetta var og fór að lesa mér til. Ég sagði svo við manninn minn: Ætli ég gæti sagt þetta: Metoo? Hann horfði á mig í forundran. Við erum búin að vera gift í rúmlega 20 ár og það er fátt sem ég hef lent í sem hann ekki veit um. Hann fór að rifja upp fyrir mér atvik, þar á meðal frá því ég var lítil stelpa, níu ára. Allt í einu var eins og púsl færu á réttan stað í hausnum á mér. Ég áttaði mig á því að mjög mörgu sem ég hafði lent í hafði ég ýtt til hliðar og látið eins og það hefði ekki haft áhrif á mig og ekki heldur skilgreint það sem ofbeldi. Ég hafði bara tekið því eins og það væri hluti af því að vera kona að lenda í ítrekaðri áreitni, meira að segja ofbeldi.“Sólveig segist hafa orðið fyrir ofbeldi, rétt eins og svo fjöldamargar aðrar konur.Vísir/sigtryggurPúsl á réttum staðHvernig ofbeldi? „Níu ára gömul var ég send í vist í sveit og átti að vera þar allt sumarið. Á sveitabænum var gamall karl sem gerði sér afskaplega dælt við mig. Mér var illa við karlinn frá fyrsta degi því hann vildi alltaf fá mig með sér í girðingarvinnu og var stöðugt að nugga sér upp við mig og kyssa mig. Þetta endaði með því að hann var kominn á rúmstokkinn til mín, búinn að taka út á sér typpið og ég þurfti að strjúka honum öllum. Ég man eftir því hvað mér fannst hann ógeðslegur með þetta litla skrælnaða typpi sitt og hversu viðbjóðslegt var að þurfa að koma við það. Ég stakk af þennan morgun. Ég var eins og Stikilsberja-Finnur með prik sem ég batt á viskustykki með tveimur matarkexum og gekk allan daginn út til frændfólks míns sem bjó yst í dalnum. Mér fannst ég hafa gengið burt sem sigurvegari. Ég var ekki send til baka. Ég myndi ekki beint segja að þetta hefði haft djúpstæð áhrif á mig, kannski af því þetta gekk ekki lengra. Ég var í þeirri stöðu að ég gat farið til frændfólks míns sem ég sagði frá þessu.„En svo hef ég auðvitað upplifað, eins og allar konur, endalaust af káfi og niðrandi framkomu, athugasemdum, yfirgangi og ömurlegum bröndurum sem ég hló ekki að og þá var sagt að ég hefði ekki húmor.“ „Það sem ég held að svo margar konur hafi upplifað núna með Metoo er að þegar þær setja öll þessi púsl á réttan stað þá átta þær sig á því að allt þetta hafði áhrif á þær. Hefur haft áhrif á framkomu þeirra, sjálfstraust og gjörðir. Konur hafa ekki alltaf staðið almennilega með sjálfum sér því þær vilja ekki vera leiðinlegar og standa kannski ekki nægilega vel með öðrum konum. Ég hef upplifað að það var illa komið fram við mig og ég var með óbragð í munninum vegna þess að ég var ekki að standa með sjálfri mér og öðrum konum. En af því ég var inni í þessari menningu setti ég hlutina ekki í rétt samhengi. Það er einmitt þetta að setja hlutina í rétt samhengi sem mér finnst svo merkilegt við Metoo. Ég er búin að lesa mjög margar bækur í röð sem eru viðtöl við ungar konur í Miðausturlöndum. Kúgunin þar víða er svo yfirgengileg. Í sumum löndum þar verða konur að fá leyfi frá eiginmanni sínum og svo fylgd sonar til að fara í kaffi til vinkonu sinnar í næsta húsi. Það eru til dæmis einungis nokkrar vikur síðan konur í Sádi-Arabíu fengu leyfi til að keyra bíla. Margar þeirra segja: Við verðum að hylja okkur og förum ekki einar út vegna þess að ókunnum karlmönnum er ekki treystandi. Þessar konur eru aldar upp við það að treysta engum karlmanni nema í nánustu fjölskyldu, og svo geta þær reyndar ekki treyst þeim heldur. Ef einhverjum finnst að þær hafi brotið gegn heiðri fjölskyldunnar þá eiga þær á hættu að vera drepnar af þeim karlmönnum sem þeim er sagt að treysta. Við á Vesturlöndum erum sem betur fer komin lengra en þetta, en samt hefur svo að segja hver einasta kona sem ég þekki upplifað einhvers konar ofbeldi af hálfu karlmanns. Nú er ég að sjálfsögðu ekki að segja að allir karlmenn séu ofbeldismenn. En ef helmingur mannkyns, svo að segja hver einasta kona hvar sem er í heiminum, hefur upplifað einhvers konar ógn af hálfu karlmanns, þá er einhver gríðarleg skekkja á ferðinni.“ Forréttindakerfi VesturlandaHefurðu verið meðvituð um þessa skekkju frá unga aldri? „Ég er alin upp af femínistum, ekki bara móður minni heldur líka pabba, og hef alltaf verið mjög meðvituð um stöðu kynjanna og velt henni mikið fyrir mér. Mér finnst það vera hluti af því að vera lifandi í því samfélagi sem við búum í að skoða samskiptin og kerfin sem við búum okkur til. Kynjakerfið er gríðarlega sterkt hreyfiafl í samfélagi okkar. En það eru fleiri kerfi sem þarf að skoða, eins og til dæmis forréttindakerfi Vesturlanda og hvernig tekið er á móti flóttamönnum. Ég var í Þýskalandi þegar Merkel sagði: Við getum þetta – og ákvað að taka á móti rúmri milljón flóttamanna. Og það gekk með samhentu átaki þjóðarinnar. Við Vesturlandabúar njótum forréttinda meðan hópar fólks flýja stríð og örbirgð og streyma til Vesturlanda. Skiljanlega vill þetta fólk þangað, þó ekki væri nema til að bjóða börnum sínum betra líf. Það er oft forkastanlegt hvernig við á Íslandi komum fram við innflytjendur og flóttamenn. Það eru hundrað ár síðan við vorum ein fátækasta þjóð í Evrópu. Við nutum mikillar aðstoðar til að komast á þann stað sem við erum í dag. Við erum gríðarlega ríkt land og ótrúlega fá. Fátt betra gæti komið fyrir okkur en að taka fagnandi á móti fólki, en þá verðum við að gera það af alvöru. Margt er vel gert en það er ekki boðlegt að láta fólk bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir landvistarleyfi. Senda fjölskyldur, sem hér hafa komið sér vel fyrir, aftur úr landi, jafnvel með veik börn. Það er sammennsk ábyrgð okkar að taka vel á móti þessu fólki. Alveg eins og það er sammennsk ábyrgð okkar að sjá til þess að kynin hafi jafna möguleika og geti lifað án þess að hafa áhyggjur af að vera beitt kúgun eða ofbeldi.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira
Sólveig Arnarsdóttir leikkona skiptir tíma sínum milli Þýskalands og Íslands. Hér heima hefur hún verið við upptökur á sjónvarpsþáttunum Ófærð 2, sem frumsýndir verða í haust á RÚV, í Wiesbaden leikur hún í Mávinum eftir Tsjekhov og í haust fer hún með þrjú hlutverk í Ríkharði III, sömuleiðis í Wiesbaden. Hún var fastráðin við leikhúsið í Wiesbaden í þrjú ár og lék fjórtán aðalhlutverk á þeim árum en sagði samningnum upp og flutti heim fyrir ári. Blaðamanni leikur forvitni á að vita af hverju hún ákvað á sínum tíma að flytja til Íslands þegar henni gekk svo vel í Þýskalandi. „Þegar við fjölskyldan fluttum út voru eldri drengirnir okkar Jósefs fjórtán og sautján ára. Það er ekki heillavænlegt að flytja unglinga á milli landa í annað málsvæði og aðra menningu og skólakerfi. Þeim fannst líka í gegnum alla samfélagsmiðlana að þeir væru að missa af lífinu. Þeir fóru heim eftir ár og eftir annað ár fór maðurinn minn heim með litla strákinn. Ég gat ekki hugsað mér að fara heim strax því mér fannst ég loksins vera að blómstra sem leikkona. Þegar fór að líða á veturinn fannst mér þó að ég yrði að vera með fjölskyldu minni. Það vó þyngra en allt annað,“ segir hún. Leikhússtjórinn sem réð hana til Wiesbaden vildi hins vegar alls ekki sleppa af henni hendinni. „Hann sagðist vilja að ég yrði gestaleikari og spurði mig hvað ég vildi leika. Tsjekhov, svaraði ég. Tíu dögum seinna sagði hann mér að hann væri búinn að setja Mávinn á dagskrá og ég myndi leika Arkadínu. Við frumsýndum fyrir nokkrum vikum og viðtökurnar hafa verið gríðarlega góðar. Þetta er stórfenglegt verk og það er dásamlegt að fá að vera návistum við þann mikla meistara sem Tsjekhov er. Ég hugsaði með sjálfri mér: Hvað á ég svo að gera þegar ég er búin að leika Tsjekhov? En mér var strax boðið að leika í Wiesbaden í leikriti Shakespeares, Ríkharði III, Margréti drottningu, annan af morðingjunum og líklega Edward. Verkið verður frumsýnt í haust.“ Auk þess að leika í Ófærð 2 hér heima fer Sólveig með hlutverk í kvikmynd Baldvins Z, Lof mér að falla. „Það er verkefni þar sem ég hugsaði: Þessi mynd gæti í alvöru breytt lífi fólks, jafnvel bjargað því ef vel tekst til,“ segir Sólveig. „Myndin fjallar um tvær stúlkur sem sogast inn í hinn hræðilega heim fíkniefna. Ég leik móður annarrar stúlkunnar og við fylgjum stúlkunum og sjáum hvernig þær sogast inn í þennan heim og skynjum einnig örvæntingu og hjálparleysi foreldranna. Svo sjáum við stúlkurnar tuttugu árum seinna og hvernig málalyktir verða í þeirra lífi.“Stórkostlegt þýskt leikhúsÞú hefur átt sérlega farsælan feril í Þýskalandi, er ekki afar mikilvægt fyrir þig að viðhalda tengslunum við Þýskaland og halda áfram að leika þar? „Ég lærði leiklist í Berlín og bjó þar í tíu ár. Ferill minn hefur miklu frekar verið í Þýskalandi en hér. Til að byrja með aðallega í sjónvarpi og kvikmyndum og ég hef leikið í nær 50 myndum í Þýskalandi, en var ekki að leika í leikhúsum. Það var ekki fyrr en tilboð kom frá leikhússtjóranum í Wiesbaden að ég fór á fastan samning. Það var algjörlega stórkostlegt, að komast þar inn í leikhúsið og sá heimur er í kjölfarið að opnast mjög. Ég hef líka nýtt tímann til að búa mér til tengslanet. Mér þætti ekki ólíklegt, þegar við hjónin erum búin að koma eldri drengjunum til manns og ýta þeim blíðlega út í lífið, að leiðin liggi aftur til Þýsklands. Mér líður mjög vel þar, bæði í leikhúsinu og hinu miðevrópska samfélagi. Ég hef eytt nær helmingi af mínum fullorðinsárum þar.“„Sjálfsmynd mína og áhuga í lífinu byggi ég ekki bara á frama mínum sem leikkonu,“ segir Sólveig.Vísir/sigtryggurBróðir Sólveigar, Þorleifur Örn leikstjóri, er búsettur í Berlín. Þau systkinin hafa nokkrum sinnum unnið saman. Sólveig er spurð um samskipti þeirra. „Okkur hefur látið mjög vel að vinna saman,“ segir hún og bætir við að segja megi að þau eigi tvöfaldan sameiginlegan bakgrunn, hinn íslenska í gegnum foreldrana, Arnar Jónsson leikara og Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra. „Svo er hinn bakgrunnurinn, sá þýski. Þegar ég var í leiklistarháskóla í Berlín fór Þorleifur fljótlega að heimsækja mig þangað. Hann fór svo í leikstjórnarnám við þennan sama skóla og bjó í Berlín í fjöldamörg ár. Við höfum unnið nokkrar sýningar saman og það hefur gengið afskaplega vel. Við erum að leita að stað og stund til að halda áfram samvinnu okkar. Miðað við það flug sem Þorleifur er á núna þá finnst mér ekki ólíklegt að það verði frekar í Þýskalandi en hér. Ég sé fram á afskaplega langt og gjöfult samstarf okkar systkina.“Er mikill munur á leikhúslífinu í Þýskalandi og hér heima? „Það er erfitt og á margan hátt ósanngjarnt að bera það saman. Þýskaland er 85 milljóna land og þar eru 93 ríkisrekin leikhús og frumsýningar hjá þeim eru um sex þúsund á ári. Starfsumhverfi þessara leikhúsa er líka allt annað en hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, því þau fá svo að segja fulla styrki og þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því að ná inn tekjum með miðasölu eins og íslensku leikhúsin verða að gera. Það gefur leikhúsunum ótrúlegt listrænt frelsi. Þau geta leyft sér hvers kyns tilraunastarfsemi í bland við hefðbundnari sýningar og sviðslistafólk hefur þar frelsi og svigrúm til að vaxa og þroskast. Hér heima er margt afar fært sviðslistafólk en markaðurinn er lítill og tækifærin færri. Í Þýskalandi finnur maður mjög sterkt að listir og þar af leiðandi listamenn skipta mjög miklu máli í samfélaginu. Þar er tekið mark á listamönnum og hlustað á þá. Mér finnst íslenskt samfélag á margan hátt hafa tapað virðingu sinni fyrir listamönnum. Það er ekki litið svo á að þeir eigi að eiga þátt í því að móta samfélagið og þeir eru ekki stór hluti af hinni samfélagslegu umræðu. Í Evrópu eru listamenn og heimspekingar mjög mikilsmetnir álitsgjafar. Í hópi listamanna hér á landi eru það einna helst rithöfundarnir, en fáir aðrir eru kallaðir til.“Þú þekkir bæði íslenskt samfélag og það þýska, Hvernig er það íslenska í samanburði við hið þýska? „Lítið! Hér eru hlutir sem ég kann mjög vel að meta. Ræturnar eru hér, vinirnir og fjölskyldan. Tungumálið og minningar mínar eru meira og minna á íslensku. Það er margt í smæðinni sem hefur kosti, eins og samheldni og hversu fljótt hlutirnir ganga fyrir sig. Og svo Vesturbæjarlaugin, sem er næstum því það besta við Ísland. Mér finnst hins vegar gríðarlegt áreiti á Íslandi frá hlutum sem ég hef engan áhuga á en þeir troða sér inn í líf mitt, hvort sem það er miðnæturopnun í Kringlunni, óumbeðin lífsstílsráðgjöf eða Eurovision. Í Þýskalandi finnst mér ég oft lifa einfaldara og rólegra lífi og hafa mun greiðari aðgang að því sem vekur áhuga minn. Ég hef þar af leiðandi meiri tíma til að sinna hugðarefnum mínum og fjölskyldunni. Þar er líka unnið minna, launin eru betri og allt miklu ódýrara. Ég upplifi það næstum því sem ofbeldi að kaupa hér í matinn. Það er allt alveg fáránlega dýrt og gæðin ekki mikil.“Ætlaði að hættaÞað er mjög oft sagt að það sé erfitt fyrir leikara að eldast þar sem hlutverkum sem þeir fá fækkar svo mjög. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þessa stétt. „Þetta er ekki alveg sambærilegt milli kynjanna. Karlmenn fá frekar að eldast í þessum bransa en konur. Það eru einfaldlega fleiri og betri hlutverk fyrir karla og stundum þarf að grafa dýpra og hafa meira fyrir því að finna góð kvenhlutverk. Hins vegar geta konur auðveldlega leikið karlhlutverk eins og dæmin sanna. Stundum skiptir hreinlega ekki máli hvors kyns persónan er en oft getur það líka bætt einhverju við, verið ný og spennandi nálgun á verkið. Sophie Rois, einhver þekktasta og virtasta leikkona Þjóðverja, sagði í viðtali um daginn að hún ætlaði héðan af einungis að leika texta skrifaða fyrir karla, þeir væru yfirleitt bitastæðari og áhugaverðari. Hún er að nálgast sextugt. Það eru ekki mjög margir starfandi í íslensku leikhúsi sem eru komnir yfir sextugt. Sérstaklega ekki konur. Einhverjir lifa þó af. Mér finnst við eiga ótrúlegan fjölda af mjög hæfu sviðslistafólki sem fær alltof lítið að gera. Þetta er mjög sorglegt því krefjandi listamaður heldur áfram að þroskast og þróa sig. Það gildir um þetta fag eins og flest önnur að fólk verður oft betra með aldrinum.“Gætirðu hugsað þér að snúa þér að annarri vinnu en þeirri sem tengist leiklist? „Skömmu áður en ég fékk tilboðið frá Þýskalandi og flutti þangað var ég búin að taka ákvörðun um að hætta. Ég var komin í háskólann þar sem ég lærði þróunarfræði og kynjafræði. Ég hafði aldrei áður verið í akademísku námi og fannst það ákaflega skemmtilegt og gefandi. Ég held að það sé mikilvægt í hvaða starfi sem er að ef maður finnur að það er ekkert að ganga þá er um að gera að söðla um og gera eitthvað annað. Það er ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt sem er hægt að gera. Þetta er líka spurning um að hafa sjálfur stjórnina í eigin lífi og láta ekki aðra um þá stjórn. Mér finnst ekkert skemmtilegra eða meira gefandi en að leika. Þetta er mín köllun. Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á leikhúsi en hef líka mikinn áhuga á kvikmyndum. Mér finnst óskaplega gaman að fylgjast með því sem er að gerast í íslensku kvikmynda- og sjónvarpslífi, og vera núna einhver hluti af því. Ef þetta svo einhvern tímann gengur ekki lengur þá verð ég bara að gera eitthvað annað. Lífið býður upp á ótrúlega margt. Sjálfsmynd mína og áhuga í lífinu byggi ég ekki bara á frama mínum sem leikkonu. Maður hlýtur að þurfa að horfa víðar og lengra. En er á meðan er og meðan það gengur svona vel þá ætla ég að halda áfram. Ég hefði ekkert á móti því að leika til níræðs.“ Mikilvægt að hlusta á sögur beggja kynjaEr leikhúsið og kvikmyndaheimurinn karlaheimur eða er það að breytast? „Þetta er að breytast og til þess hefur þurft mikla baráttu og mikla umræðu. Það er ekki þannig að jafnrétti kynjanna verði náð af sjálfsdáðum. Það má aldrei halda að nú sé þetta bara komið, það verður alltaf að halda áfram. En við sjáum líka að hlutir eru að breytast. Bæði í leikhúsinu og innan sjónvarps- og kvikmyndabransans, þar eru konur að gera frábærlega góða hluti. Þetta gerist vegna öflugrar opinberrar baráttu. Það hefur aldrei verið þannig að þeir sem eru ríkjandi, í flestum tilvikum karlmenn, gefi sitt eftir af sjálfsdáðum. Við í hinum vestræna heimi myndum heldur ekki vera reiðubúin að gefa eftir eitthvað af okkar miklu forréttindum, nema við neyddumst til þess. Alveg eins og við eigum að hlusta á fólk frá öðrum menningarheimum, af því það er áhugavert og gjöfult og mikilvægt til að víkka sjóndeildarhring okkar, þá eigum við að sjálfsögðu að hlusta á sögur beggja kynja. Allt annað er fáránlegt, einfaldlega hlægilegt.“Metoo-byltingin hefur skekið samfélög. Hefur þú sjálf upplifað áreitni eða ofbeldi? „Já. Ég veit ekki um eina einustu konu sem ekki hefur lent í einhvers konar kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Ég man þegar ég opnaði Facebook og sá alls staðar #metoo og vissi ekki alveg hvað þetta var og fór að lesa mér til. Ég sagði svo við manninn minn: Ætli ég gæti sagt þetta: Metoo? Hann horfði á mig í forundran. Við erum búin að vera gift í rúmlega 20 ár og það er fátt sem ég hef lent í sem hann ekki veit um. Hann fór að rifja upp fyrir mér atvik, þar á meðal frá því ég var lítil stelpa, níu ára. Allt í einu var eins og púsl færu á réttan stað í hausnum á mér. Ég áttaði mig á því að mjög mörgu sem ég hafði lent í hafði ég ýtt til hliðar og látið eins og það hefði ekki haft áhrif á mig og ekki heldur skilgreint það sem ofbeldi. Ég hafði bara tekið því eins og það væri hluti af því að vera kona að lenda í ítrekaðri áreitni, meira að segja ofbeldi.“Sólveig segist hafa orðið fyrir ofbeldi, rétt eins og svo fjöldamargar aðrar konur.Vísir/sigtryggurPúsl á réttum staðHvernig ofbeldi? „Níu ára gömul var ég send í vist í sveit og átti að vera þar allt sumarið. Á sveitabænum var gamall karl sem gerði sér afskaplega dælt við mig. Mér var illa við karlinn frá fyrsta degi því hann vildi alltaf fá mig með sér í girðingarvinnu og var stöðugt að nugga sér upp við mig og kyssa mig. Þetta endaði með því að hann var kominn á rúmstokkinn til mín, búinn að taka út á sér typpið og ég þurfti að strjúka honum öllum. Ég man eftir því hvað mér fannst hann ógeðslegur með þetta litla skrælnaða typpi sitt og hversu viðbjóðslegt var að þurfa að koma við það. Ég stakk af þennan morgun. Ég var eins og Stikilsberja-Finnur með prik sem ég batt á viskustykki með tveimur matarkexum og gekk allan daginn út til frændfólks míns sem bjó yst í dalnum. Mér fannst ég hafa gengið burt sem sigurvegari. Ég var ekki send til baka. Ég myndi ekki beint segja að þetta hefði haft djúpstæð áhrif á mig, kannski af því þetta gekk ekki lengra. Ég var í þeirri stöðu að ég gat farið til frændfólks míns sem ég sagði frá þessu.„En svo hef ég auðvitað upplifað, eins og allar konur, endalaust af káfi og niðrandi framkomu, athugasemdum, yfirgangi og ömurlegum bröndurum sem ég hló ekki að og þá var sagt að ég hefði ekki húmor.“ „Það sem ég held að svo margar konur hafi upplifað núna með Metoo er að þegar þær setja öll þessi púsl á réttan stað þá átta þær sig á því að allt þetta hafði áhrif á þær. Hefur haft áhrif á framkomu þeirra, sjálfstraust og gjörðir. Konur hafa ekki alltaf staðið almennilega með sjálfum sér því þær vilja ekki vera leiðinlegar og standa kannski ekki nægilega vel með öðrum konum. Ég hef upplifað að það var illa komið fram við mig og ég var með óbragð í munninum vegna þess að ég var ekki að standa með sjálfri mér og öðrum konum. En af því ég var inni í þessari menningu setti ég hlutina ekki í rétt samhengi. Það er einmitt þetta að setja hlutina í rétt samhengi sem mér finnst svo merkilegt við Metoo. Ég er búin að lesa mjög margar bækur í röð sem eru viðtöl við ungar konur í Miðausturlöndum. Kúgunin þar víða er svo yfirgengileg. Í sumum löndum þar verða konur að fá leyfi frá eiginmanni sínum og svo fylgd sonar til að fara í kaffi til vinkonu sinnar í næsta húsi. Það eru til dæmis einungis nokkrar vikur síðan konur í Sádi-Arabíu fengu leyfi til að keyra bíla. Margar þeirra segja: Við verðum að hylja okkur og förum ekki einar út vegna þess að ókunnum karlmönnum er ekki treystandi. Þessar konur eru aldar upp við það að treysta engum karlmanni nema í nánustu fjölskyldu, og svo geta þær reyndar ekki treyst þeim heldur. Ef einhverjum finnst að þær hafi brotið gegn heiðri fjölskyldunnar þá eiga þær á hættu að vera drepnar af þeim karlmönnum sem þeim er sagt að treysta. Við á Vesturlöndum erum sem betur fer komin lengra en þetta, en samt hefur svo að segja hver einasta kona sem ég þekki upplifað einhvers konar ofbeldi af hálfu karlmanns. Nú er ég að sjálfsögðu ekki að segja að allir karlmenn séu ofbeldismenn. En ef helmingur mannkyns, svo að segja hver einasta kona hvar sem er í heiminum, hefur upplifað einhvers konar ógn af hálfu karlmanns, þá er einhver gríðarleg skekkja á ferðinni.“ Forréttindakerfi VesturlandaHefurðu verið meðvituð um þessa skekkju frá unga aldri? „Ég er alin upp af femínistum, ekki bara móður minni heldur líka pabba, og hef alltaf verið mjög meðvituð um stöðu kynjanna og velt henni mikið fyrir mér. Mér finnst það vera hluti af því að vera lifandi í því samfélagi sem við búum í að skoða samskiptin og kerfin sem við búum okkur til. Kynjakerfið er gríðarlega sterkt hreyfiafl í samfélagi okkar. En það eru fleiri kerfi sem þarf að skoða, eins og til dæmis forréttindakerfi Vesturlanda og hvernig tekið er á móti flóttamönnum. Ég var í Þýskalandi þegar Merkel sagði: Við getum þetta – og ákvað að taka á móti rúmri milljón flóttamanna. Og það gekk með samhentu átaki þjóðarinnar. Við Vesturlandabúar njótum forréttinda meðan hópar fólks flýja stríð og örbirgð og streyma til Vesturlanda. Skiljanlega vill þetta fólk þangað, þó ekki væri nema til að bjóða börnum sínum betra líf. Það er oft forkastanlegt hvernig við á Íslandi komum fram við innflytjendur og flóttamenn. Það eru hundrað ár síðan við vorum ein fátækasta þjóð í Evrópu. Við nutum mikillar aðstoðar til að komast á þann stað sem við erum í dag. Við erum gríðarlega ríkt land og ótrúlega fá. Fátt betra gæti komið fyrir okkur en að taka fagnandi á móti fólki, en þá verðum við að gera það af alvöru. Margt er vel gert en það er ekki boðlegt að láta fólk bíða mánuðum og jafnvel árum saman eftir landvistarleyfi. Senda fjölskyldur, sem hér hafa komið sér vel fyrir, aftur úr landi, jafnvel með veik börn. Það er sammennsk ábyrgð okkar að taka vel á móti þessu fólki. Alveg eins og það er sammennsk ábyrgð okkar að sjá til þess að kynin hafi jafna möguleika og geti lifað án þess að hafa áhyggjur af að vera beitt kúgun eða ofbeldi.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Tónlist Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Uppskriftir Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Lífið Linda Nolan látin Lífið Fleiri fréttir Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Sjá meira