Oddvitaáskorunin: Kveikti óvart í eigin hári við að reyna að ganga í augun á stelpu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2018 19:00 Valdimar Birgisson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Valdimar Birgisson leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Valdimar Birgisson er fæddur árið 1962 á Ísafirði. Hann vann frá unga aldri við fiskvinnslu á Ísafirði og skíðaði af kappi. Hann fór á sjó eins og margir ungir menn á Ísafirði og var á sjó í nokkur ár. Valdimar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2001 þegar hann hóf störf á Fréttablaðinu. Valdimar var í stofnhópi Fréttatímans en vinnur núna á Fréttablaðinu. Hann er kvæntur Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni og þau eiga samtals sex börn og Valdimar á tvö barnabörn. „Það var gæfa fjölskyldunnar að flytja til Mosfellsbæjar árið 2008 korter í hrun því hér er dásamlegt að búa. Mig langar því að leggja mitt af mörkum til þess að gera bæinn enn betri. Við sem stöndum að framboði Viðreisnar komum með nýja nálgun á sveitastjórn og teljum okkur geta gert betur með því að setja hagsmuni fjölskyldufólks í forgang.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosfellsbær er fallegur og Þórsmörk einstök. Seljalandsfoss og Eyjafjöllin eru töfrandi og Vestfirðir stórbrotnir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Þar sem fjölskyldan mín er. Gæti verið á Ísafirði eða á Seljalandi.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Osso Bucco, hjá Siggu. Það þekkja allir sem hafa smakkað.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég veit allt um fisk, það er í blóðinu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Rihanna – Umbrella. Ég veit, ekki beint spennandi en ég hlusta líka stundum á Justin Bieber.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er endalaust að koma mér í vandræði. Ég var þrettán ára og skotinn í stelpu sem sat fyrir framan mig í tíma. Ég var með ákaflega fallegan topp sem huldi ennið á mér og bólurnar þar. Það var sport hjá okkur krökkunum að láta kveikjaragas leka í munninn kveikja á kveikjaranum og blása smá eldi. Ég ákvað að gera þetta í miðjum kennslutíma til þess að ganga í augun á stelpunni. Það tókst ekki betur til en svo að ég kveikti í toppnum sem fuðraði upp og lyktin í kennslustofunni var eins og það væri verið að svíða svið.Draumaferðalagið? Skíðaferð til Les Gets í frönsku ölpunum með fjölskyldunni.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei en ég er heittrúaður á líf fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég kom konunni minni á óvart með því að bjóða henni í óvissuferð til Parísar í tilefni fertugsafmælis hennar.Hundar eða kettir? Myrra.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Bridesmaids.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Alan Rickman - ef hann væri enn á lífi.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég væri Eddard Stark. Hann átti svo mörg börn.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ekki alltaf.Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á engan uppáhaldstónlistarmann enda hlusta ég mikið á alls kyns tónlist. Núna hlusta ég til dæmis á The WeekndUppáhalds bókin? „Allir menn eru dauðlegir” eftir Simone de Beauvoir hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma og einnig „Óbærilegur léttleiki tilverunnar” eftir Milan Kundera.Uppáhalds föstudagsdrykkur? KaffiUppáhalds þynnkumatur? Verð ekki þunnur - einföld ástæða fyrir því.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólstrandarmenning.Hefur þú pissað í sundlaug? Hver pissar í sundlaug?Hvaða lag kemur þér í gírinn? September?Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ekkert smá.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Gylfi bara af því að mig langar til þess að skora.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Valdimar Birgisson leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum. Valdimar Birgisson er fæddur árið 1962 á Ísafirði. Hann vann frá unga aldri við fiskvinnslu á Ísafirði og skíðaði af kappi. Hann fór á sjó eins og margir ungir menn á Ísafirði og var á sjó í nokkur ár. Valdimar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 2001 þegar hann hóf störf á Fréttablaðinu. Valdimar var í stofnhópi Fréttatímans en vinnur núna á Fréttablaðinu. Hann er kvæntur Sigríði Dögg Auðunsdóttur blaðamanni og þau eiga samtals sex börn og Valdimar á tvö barnabörn. „Það var gæfa fjölskyldunnar að flytja til Mosfellsbæjar árið 2008 korter í hrun því hér er dásamlegt að búa. Mig langar því að leggja mitt af mörkum til þess að gera bæinn enn betri. Við sem stöndum að framboði Viðreisnar komum með nýja nálgun á sveitastjórn og teljum okkur geta gert betur með því að setja hagsmuni fjölskyldufólks í forgang.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mosfellsbær er fallegur og Þórsmörk einstök. Seljalandsfoss og Eyjafjöllin eru töfrandi og Vestfirðir stórbrotnir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Þar sem fjölskyldan mín er. Gæti verið á Ísafirði eða á Seljalandi.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Osso Bucco, hjá Siggu. Það þekkja allir sem hafa smakkað.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég veit allt um fisk, það er í blóðinu.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Rihanna – Umbrella. Ég veit, ekki beint spennandi en ég hlusta líka stundum á Justin Bieber.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er endalaust að koma mér í vandræði. Ég var þrettán ára og skotinn í stelpu sem sat fyrir framan mig í tíma. Ég var með ákaflega fallegan topp sem huldi ennið á mér og bólurnar þar. Það var sport hjá okkur krökkunum að láta kveikjaragas leka í munninn kveikja á kveikjaranum og blása smá eldi. Ég ákvað að gera þetta í miðjum kennslutíma til þess að ganga í augun á stelpunni. Það tókst ekki betur til en svo að ég kveikti í toppnum sem fuðraði upp og lyktin í kennslustofunni var eins og það væri verið að svíða svið.Draumaferðalagið? Skíðaferð til Les Gets í frönsku ölpunum með fjölskyldunni.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei en ég er heittrúaður á líf fyrir dauðann.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég kom konunni minni á óvart með því að bjóða henni í óvissuferð til Parísar í tilefni fertugsafmælis hennar.Hundar eða kettir? Myrra.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Bridesmaids.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Alan Rickman - ef hann væri enn á lífi.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég væri Eddard Stark. Hann átti svo mörg börn.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Ekki alltaf.Uppáhalds tónlistarmaður? Ég á engan uppáhaldstónlistarmann enda hlusta ég mikið á alls kyns tónlist. Núna hlusta ég til dæmis á The WeekndUppáhalds bókin? „Allir menn eru dauðlegir” eftir Simone de Beauvoir hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma og einnig „Óbærilegur léttleiki tilverunnar” eftir Milan Kundera.Uppáhalds föstudagsdrykkur? KaffiUppáhalds þynnkumatur? Verð ekki þunnur - einföld ástæða fyrir því.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólstrandarmenning.Hefur þú pissað í sundlaug? Hver pissar í sundlaug?Hvaða lag kemur þér í gírinn? September?Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ekkert smá.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Gylfi bara af því að mig langar til þess að skora.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira