Gordon tryggði Houston sigurinn og forystuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. maí 2018 07:15 Gordon í baráttunni við Curry í nótt vísir/getty Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018 NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Houston Rockets komst í forystu gegn Golden State Warriors í úrslitum vesturdeildar NBA deildarinnar í nót. Houston getur slegið ríkjandi meistara úr keppni með sigri í Oakland aðfaranótt sunnudags. Eric Gordon kom af bekknum í nótt og setti samtals 24 stig en mikilvægast af öllu var að hann stal boltanum af Warriors í lokasókn þeirra og tryggði Houston 98-94 sigur. 20 stiga maðurinn og leiðtoginn Chris Paul meiddist aftan í læri á síðustu mínutu leiksins og gæti misst af sjötta leik liðanna sem gæti reynst Houston dýrt. Ef Rockets nær í sigur um helgina slá þeir ekki aðeins út ríkjandi meistara heldur verður það einnig í fyrsta skipti síðan árið 1995 sem Houston kemst í sjálft úrslitaeinvígið.Chris Paul (20 PTS, 6 AST) & Steph Curry (22 PTS, 6 AST) put on a Game 5 point guard duel in Houston! #Rockets#DubNation#NBAPlayoffspic.twitter.com/hsJXJofGfk — NBA (@NBA) May 25, 2018 Kevin Durant setti 29 stig fyrir meistarana og Stephen Curry skoraði 22. „Við höfum ekki verið í þessari stöðu áður, svo þetta er kafli sem við þurfum að átta okkur á til þess að klára söguna,“ sagði Curry en síðustu þrjú ár hefur Golden State farið í úrslitin. Meistararnir byrjuðu leikinn ekki vel og voru undir allan fyrsta fjórðunginn. Það var ekki fyrr en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks að Draymond Green jafnaði metin fyrir Golden State af vítalínunni, staðan 45-45 í hálfleik. Þeir komust yfir í upphafi þriðja leikhluta en það entist ekki lengi. Liðin skiptust á forystunni út leikhlutann og var leikurinn mjög spennandi allan seinni hálfleikinn. Green átti þriggja stiga körfu þegar rúm mínúta var eftir á klukkunni sem minnkaði muninn í eitt stig. James Harden hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu hinu megin, en hann hitti ekki einn þrist úr 12 tilraunum í nótt. Green missti stjórn á boltanum og Gordon náði að stela loka sókninni, setti niður tvö vítaskot og tryggði fjögurra stiga sigur Houston.James Harden kicked it out to Eric Gordon for the clutch late triple in tonight's #AssistOfTheNight! #Rocketspic.twitter.com/k3ehiUsf2k — NBA (@NBA) May 25, 2018
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira