Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2018 06:00 Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur, meðal annars augu þessa suðurkóreska hermanns. Nú er ljóst að ekkert verður af fundi þeirra, að minnsta kosti í bili. Vísir/AFP Ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að aflýsa leiðtogafundi sem átti að halda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní, olli alþjóðasamfélaginu vonbrigðum í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn af þeim sem lýstu vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Ég hvet alla aðila málsins til þess að halda áfram viðræðum og finna réttu leiðina að friðsamlegri og sannreynanlegri kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga,“ sagði Guterres í yfirlýsingu. Undir þetta tók meðal annars utanríkisráðuneyti Singapúr. Ákvörðunin varð til þess að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, boðaði þjóðaröryggisráð sitt á fund í forsetabústaðnum, hinu svokallaða Bláa húsi. Ljóst er að Moon þótti liggja á fundinum enda var boðað til hans í kringum miðnætti að suðurkóreskum tíma. Sagði hann svo fjölmiðlum að hann hvetti til þess að fundurinn færi fram. „Kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og varanlegur friður eru sögulega mikilvæg verkefni sem má ekki slá á frest.“Sjá einnig: Trump hættur við að hitta Kim Trump greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem hann sendi Kim og gerði svo sjálfur opinbert. Var ákvörðunin tekin eftir að Norður-Kóreumenn sögðust hafa sprengt kjarnorkuvopnatilraunastöð sína í Punggye-ri. Í bréfinu sagði Trump ákvörðunina tekna vegna „þeirrar miklu reiði sem mátti greina í nýjustu yfirlýsingu“ einræðisríkisins. „Þið talið um kjarnorkuvopnabúr ykkar, en okkar er svo stórt og öflugt að ég bið til drottins um að aldrei þurfi að nota það. Mér fannst eins og undursamlegt samband væri að byggjast upp á milli okkar. Einhvern daginn mun ég aftur hlakka mikið til þess að hitta þig en í millitíðinni vil ég þakka þér fyrir að sleppa bandarískum gíslum sem nú eru komnir heim til fjölskyldna sinna,“ sagði í bréfi Trumps.Frá fundi Donald Trump og Moon Jae-in á þriðjudag.VÍSIR/APTrump bætti því við að ef Kim snerist hugur ætti hann að hafa samband. Hegðun Norður-Kóreumanna hafi gert það að verkum að heimurinn, og sérstaklega Norður-Kórea, hafi misst af gullnu tækifæri til að tryggja frið og velsæld. Yfirlýsingin sem Trump vísaði til var gefin út fyrr í gær. Choe Son-hui, einn varautanríkismálaráðherra Norður-Kóreu, sagði þar að ríki sitt myndi ekki grátbiðja um viðræður og varaði við kjarnorkustyrjöld ef viðræðuleiðin gengi ekki upp. Vitnaði Choe einnig til nýlegra ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að það gæti farið eins fyrir Norður-Kóreu og fór fyrir Líbýu. Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, var drepinn í áhlaupi uppreisnarmanna árið 2011. Bandaríkin studdu uppreisnarmennina í gegnum NATO en átta árum áður hafði Líbýa gefið kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn, líkt og vonast er til að Norður-Kórea geri nú. „Þar sem ég er viðriðinn málefni Bandaríkjanna get ég ekki sagst hissa á þessum fávíslegu og heimskulegu ummælum sem vella úr kjafti bandaríska varaforsetans. Hvort sem Bandaríkin vilja hitta okkur við fundarborðið eða á kjarnorkuvígvellinum veltur á ákvörðunum og hegðun Bandaríkjanna sjálfra,“ sagði Choe.Líbýska leiðin vakti reiði Eftir kúvendingu Norður-Kóreu í upphafi árs og farsælan fund með Moon á landamærasvæðinu á Kóreuskaga á dögunum hefur togstreitan aukist aftur á síðustu dögum. Svo virðist sem ummæli Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um hina svokölluðu líbýsku leið, hafi vakið Norður-Kóreumenn til reiði. Hótuðu þeir skömmu eftir að ummælin féllu að aflýsa fundinum en nú er ljóst að Trump varð fyrri til. Þá hefur einnig verið tekist á um hvað felst í kjarnorkuafvopnun og hefur Norður-Kórea sagt ómögulegt að ríkið losi sig einhliða við sprengjur sínar. „Svo virðist sem við séum aftur farin að uppnefna og hóta kjarnorkustríði, stuttu áður en fundurinn átti að fara fram. Sumir gætu sagt að þetta sé sígilt einkenni um umræðuhefð Norður-Kóreumanna en þessa þróun hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir,“ sagði Laura Bicker, blaðamaður BBC í Suður-Kóreu, í fréttaskýringu sinni í gær. Sagði Bicker að viðkvæmar viðræður krefðust þess að menn vönduðu sig þegar þeir töluðu og þótti henni ljóst að Norður-Kóreumönnum fyndist ríkisstjórn Trumps ekki nógu öguð í málflutningi sínum. Að mati Bicker er hins vegar áhugavert að norðurkóreskir erindrekar hafi ekki enn ráðist persónulega á Trump í yfirlýsingum sínum heldur beint sjónum að þeim sem standa forsetanum nærri. Gæti það bent til þess að Norður-Kórea vilji ekki enn útiloka að leiðtogafundurinn geti farið fram. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að aflýsa leiðtogafundi sem átti að halda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní, olli alþjóðasamfélaginu vonbrigðum í gær. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var einn af þeim sem lýstu vonbrigðum sínum með ákvörðunina. „Ég hvet alla aðila málsins til þess að halda áfram viðræðum og finna réttu leiðina að friðsamlegri og sannreynanlegri kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga,“ sagði Guterres í yfirlýsingu. Undir þetta tók meðal annars utanríkisráðuneyti Singapúr. Ákvörðunin varð til þess að Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, boðaði þjóðaröryggisráð sitt á fund í forsetabústaðnum, hinu svokallaða Bláa húsi. Ljóst er að Moon þótti liggja á fundinum enda var boðað til hans í kringum miðnætti að suðurkóreskum tíma. Sagði hann svo fjölmiðlum að hann hvetti til þess að fundurinn færi fram. „Kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og varanlegur friður eru sögulega mikilvæg verkefni sem má ekki slá á frest.“Sjá einnig: Trump hættur við að hitta Kim Trump greindi frá ákvörðun sinni í bréfi sem hann sendi Kim og gerði svo sjálfur opinbert. Var ákvörðunin tekin eftir að Norður-Kóreumenn sögðust hafa sprengt kjarnorkuvopnatilraunastöð sína í Punggye-ri. Í bréfinu sagði Trump ákvörðunina tekna vegna „þeirrar miklu reiði sem mátti greina í nýjustu yfirlýsingu“ einræðisríkisins. „Þið talið um kjarnorkuvopnabúr ykkar, en okkar er svo stórt og öflugt að ég bið til drottins um að aldrei þurfi að nota það. Mér fannst eins og undursamlegt samband væri að byggjast upp á milli okkar. Einhvern daginn mun ég aftur hlakka mikið til þess að hitta þig en í millitíðinni vil ég þakka þér fyrir að sleppa bandarískum gíslum sem nú eru komnir heim til fjölskyldna sinna,“ sagði í bréfi Trumps.Frá fundi Donald Trump og Moon Jae-in á þriðjudag.VÍSIR/APTrump bætti því við að ef Kim snerist hugur ætti hann að hafa samband. Hegðun Norður-Kóreumanna hafi gert það að verkum að heimurinn, og sérstaklega Norður-Kórea, hafi misst af gullnu tækifæri til að tryggja frið og velsæld. Yfirlýsingin sem Trump vísaði til var gefin út fyrr í gær. Choe Son-hui, einn varautanríkismálaráðherra Norður-Kóreu, sagði þar að ríki sitt myndi ekki grátbiðja um viðræður og varaði við kjarnorkustyrjöld ef viðræðuleiðin gengi ekki upp. Vitnaði Choe einnig til nýlegra ummæla Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um að það gæti farið eins fyrir Norður-Kóreu og fór fyrir Líbýu. Muammar Gaddafi, einræðisherra Líbýu, var drepinn í áhlaupi uppreisnarmanna árið 2011. Bandaríkin studdu uppreisnarmennina í gegnum NATO en átta árum áður hafði Líbýa gefið kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn, líkt og vonast er til að Norður-Kórea geri nú. „Þar sem ég er viðriðinn málefni Bandaríkjanna get ég ekki sagst hissa á þessum fávíslegu og heimskulegu ummælum sem vella úr kjafti bandaríska varaforsetans. Hvort sem Bandaríkin vilja hitta okkur við fundarborðið eða á kjarnorkuvígvellinum veltur á ákvörðunum og hegðun Bandaríkjanna sjálfra,“ sagði Choe.Líbýska leiðin vakti reiði Eftir kúvendingu Norður-Kóreu í upphafi árs og farsælan fund með Moon á landamærasvæðinu á Kóreuskaga á dögunum hefur togstreitan aukist aftur á síðustu dögum. Svo virðist sem ummæli Johns Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, um hina svokölluðu líbýsku leið, hafi vakið Norður-Kóreumenn til reiði. Hótuðu þeir skömmu eftir að ummælin féllu að aflýsa fundinum en nú er ljóst að Trump varð fyrri til. Þá hefur einnig verið tekist á um hvað felst í kjarnorkuafvopnun og hefur Norður-Kórea sagt ómögulegt að ríkið losi sig einhliða við sprengjur sínar. „Svo virðist sem við séum aftur farin að uppnefna og hóta kjarnorkustríði, stuttu áður en fundurinn átti að fara fram. Sumir gætu sagt að þetta sé sígilt einkenni um umræðuhefð Norður-Kóreumanna en þessa þróun hefði auðveldlega mátt koma í veg fyrir,“ sagði Laura Bicker, blaðamaður BBC í Suður-Kóreu, í fréttaskýringu sinni í gær. Sagði Bicker að viðkvæmar viðræður krefðust þess að menn vönduðu sig þegar þeir töluðu og þótti henni ljóst að Norður-Kóreumönnum fyndist ríkisstjórn Trumps ekki nógu öguð í málflutningi sínum. Að mati Bicker er hins vegar áhugavert að norðurkóreskir erindrekar hafi ekki enn ráðist persónulega á Trump í yfirlýsingum sínum heldur beint sjónum að þeim sem standa forsetanum nærri. Gæti það bent til þess að Norður-Kórea vilji ekki enn útiloka að leiðtogafundurinn geti farið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Trump hættur við að hitta Kim Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr þann 12. júní. 24. maí 2018 13:55
Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41