Falin skilaboð njósnara í tónlist Jónas Sen skrifar 24. maí 2018 13:00 Alexandra Joan píanóleikari og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari. Fyrir nokkru fór um internetið orðrómur um að tónskáldin Arnold Schönberg, Anton Webern og félagar hefðu unnið á laun með nasistum. Þeir hefðu komið skilaboðum til annarra njósnara í Bandaríkjunum og Bretlandi með því að dulkóða þau í tónverkum sínum. Tónlistin byggðist á tólftónatækninni, sem getur af sér ómstríð, tormelt tónverk. Þegar sagan komst í hámæli mun bandaríska tónskáldið John Adams hafa sagt: „Allt frá því ég kynntist fyrst verkum Arnolds Schönberg hef ég velt því fyrir mér hvern fjandann fólk heyrði í þeim. Núna veit ég það.“ Að öllum líkindum er þetta bull. En hver veit? Kannski var það sem Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Alexandra Joan píanóleikari spiluðu á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn í raun dulin skilaboð til njósnara nasista í seinni heimsstyrjöldinni! Á dagskránni var m.a. tónlist eftir Webern. Hún var prýðilega flutt, af aga og fínlega mótuðum blæbrigðum. Hvert svo sem raunverulegt inntak tónlistarinnar var, þá var hún alltént full af dulúð sem var afar lokkandi. Fyrsta verkið á tónleikunum var töluvert eldra, Arpeggione sónatan eftir Schubert. Nafnið er dregið af öðru hljóðfærinu sem tónsmíðin var samin fyrir. Það er eins konar ofvaxinn gítar með sex strengjum og þverböndum, en þó eru strengirnir ekki plokkaðir, heldur stroknir með boga. Hljóðfærið er haft á milli fótanna eins og sellóið. Það sést varla í dag, og því er sónatan eftir Schubert yfirleitt leikin á selló eða víólu, auk píanós. Verkið hljómaði vel í meðförum þeirra Sæunnar og Joan. Eins og alltaf hjá Schubert þá eru laglínurnar innblásnar, unaðslega fagrar. Flæðið í framvindunni er óheft og hápunktarnir magnaðir. Sæunn spilaði af einlægri tilfinningu; túlkun hennar var gædd djúpum skáldskap. Því miður voru nokkrir tónar ekki hreinir, sem skyggði aðeins á upplifunina. Kannski átti taugaóstyrkur þar hlut að máli. Joan píanóleikari var hins vegar með allt á tæru, leikurinn var lifandi og nákvæmur í senn. Næst á dagskránni voru sex lög eftir Brahms. Þar á meðal var vögguvísan, sem allir þekkja, enda til í milljón spiladósum. Hér var vald Sæunnar yfir hljóðfærinu sínu óskert, laglínurnar voru dásamlega mótaðar og píanóleikurinn mjúkur og draumkenndur. Lokatónsmíðin á dagskránni var sónata eftir Richard Strauss. Hún telst til æskuverka hans, en snilldin er engu að síður til staðar. Sérstaklega er hægi kaflinn magnaður, þrunginn myrkri. Hinir tveir kaflarnir eru fjörlegir, jafnvel manískir eins og svo oft er þegar Strauss er annars vegar. Flutningurinn var í fremstu röð, hraðar tónahendingar voru fullkomlega af hendi leystar af selló- og píanóleikara, túlkunin var spennandi og full af dirfsku.Niðurstaða: Athyglisverð tónlist og glæsilegur flutningur. Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fyrir nokkru fór um internetið orðrómur um að tónskáldin Arnold Schönberg, Anton Webern og félagar hefðu unnið á laun með nasistum. Þeir hefðu komið skilaboðum til annarra njósnara í Bandaríkjunum og Bretlandi með því að dulkóða þau í tónverkum sínum. Tónlistin byggðist á tólftónatækninni, sem getur af sér ómstríð, tormelt tónverk. Þegar sagan komst í hámæli mun bandaríska tónskáldið John Adams hafa sagt: „Allt frá því ég kynntist fyrst verkum Arnolds Schönberg hef ég velt því fyrir mér hvern fjandann fólk heyrði í þeim. Núna veit ég það.“ Að öllum líkindum er þetta bull. En hver veit? Kannski var það sem Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari og Alexandra Joan píanóleikari spiluðu á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn í raun dulin skilaboð til njósnara nasista í seinni heimsstyrjöldinni! Á dagskránni var m.a. tónlist eftir Webern. Hún var prýðilega flutt, af aga og fínlega mótuðum blæbrigðum. Hvert svo sem raunverulegt inntak tónlistarinnar var, þá var hún alltént full af dulúð sem var afar lokkandi. Fyrsta verkið á tónleikunum var töluvert eldra, Arpeggione sónatan eftir Schubert. Nafnið er dregið af öðru hljóðfærinu sem tónsmíðin var samin fyrir. Það er eins konar ofvaxinn gítar með sex strengjum og þverböndum, en þó eru strengirnir ekki plokkaðir, heldur stroknir með boga. Hljóðfærið er haft á milli fótanna eins og sellóið. Það sést varla í dag, og því er sónatan eftir Schubert yfirleitt leikin á selló eða víólu, auk píanós. Verkið hljómaði vel í meðförum þeirra Sæunnar og Joan. Eins og alltaf hjá Schubert þá eru laglínurnar innblásnar, unaðslega fagrar. Flæðið í framvindunni er óheft og hápunktarnir magnaðir. Sæunn spilaði af einlægri tilfinningu; túlkun hennar var gædd djúpum skáldskap. Því miður voru nokkrir tónar ekki hreinir, sem skyggði aðeins á upplifunina. Kannski átti taugaóstyrkur þar hlut að máli. Joan píanóleikari var hins vegar með allt á tæru, leikurinn var lifandi og nákvæmur í senn. Næst á dagskránni voru sex lög eftir Brahms. Þar á meðal var vögguvísan, sem allir þekkja, enda til í milljón spiladósum. Hér var vald Sæunnar yfir hljóðfærinu sínu óskert, laglínurnar voru dásamlega mótaðar og píanóleikurinn mjúkur og draumkenndur. Lokatónsmíðin á dagskránni var sónata eftir Richard Strauss. Hún telst til æskuverka hans, en snilldin er engu að síður til staðar. Sérstaklega er hægi kaflinn magnaður, þrunginn myrkri. Hinir tveir kaflarnir eru fjörlegir, jafnvel manískir eins og svo oft er þegar Strauss er annars vegar. Flutningurinn var í fremstu röð, hraðar tónahendingar voru fullkomlega af hendi leystar af selló- og píanóleikara, túlkunin var spennandi og full af dirfsku.Niðurstaða: Athyglisverð tónlist og glæsilegur flutningur.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fundu ástina 2024 Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira