Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 20:14 Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu. Vísir Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur. Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur.
Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira