Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. maí 2018 20:14 Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu. Vísir Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur. Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest farbann yfir bandarískum ferðamanni sem grunaður er um að hafa verið valdur að banaslysi á Suðurlandsvegi í síðustu viku. Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. Íslensk kona á miðjum aldri lést í slysinu þegar tveir bílar rákust saman við afleggjarann að Landeyjarhafnarvegi. Var hún ein í sínum bíl en í hinum bílnum voru þrír Bandaríkjamenn á miðjum aldri sem voru hér í ferðalagi. Virðast þeir hafa sloppið að mestu leyti við meiðsli í slysinu. Maðurinn var úrskurðaður í farbann til 15. júní í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar.Telur líklegt að hann reyni að koma sér undan málsóknÍ úrskurði Landsréttar kemur fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi bandaríski ferðamaðurinn sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Hann hafi ekki getað forðað árekstri þar sem þarna sé brú á veginum og sagðist hann því ekki hafa verið valdur að slysinu. Í úrskurðinum kemur einnig fram að samkvæmt gögnum tæknideildar lögreglu sem liggi fyrir við rannsókn málsins telji lögregla ljóst að bílnum sem bandaríski ferðamaðurinn ók hafi verið ekið á öfugum vegarhelmingi. Telur lögreglustjóri að með vísan til þess að ferðamaðurinn neiti sök og þess misræmis sem gæti á milli frásagnar hans og gagna málsins megi leiða líkur að því bandaríski ferðamaðurinn „kunni að reyna að leynast eða koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar ef til þess kemur.“ Tók Landsréttur undir þessi sjónarmið lögreglustjóra og í ljósi þess að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sekur um þau brot sem hann er grunaður um í málinu var farbannsúrskurður héraðsdóms staðfestur.
Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Kona á miðjum aldri lést í slysinu Konan var ein í bílnum þegar slysið varð. 16. maí 2018 23:01 Nafn konunnar sem lést á Suðurlandsvegi Bænastund í Eyvindarhólakirkju í kvöld 17. maí 2018 15:04 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira