Oddvitaáskorunin: Lokaði augunum á hlaupabretti og flaug af Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2018 21:00 Halla Björk Reynisdóttir. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halla Björk Reynisdóttir leiðir L-listann á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Halla starfar sem flugumferðarstjóri hjá Isavia á Akureyrarflugvelli. Halla sat sem bæjarfulltrúi fyrir hönd L-listans á árunum 2010 – 2014 og ásamt því að taka að sér formennsku í bæjarráði og stjórn Akureyrarstofu, sat hún í stjórn Norðurorku og Fallorku. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og vill búa í réttlátu og spennandi samfélagi þar sem allir fá notið sín. „Ég býð mig fram til að taka þátt í að gera yndislega bæinn okkar framúrskarandi og tel að reynsla mín sem fyrrverandi bæjarfulltrúi komi til með að nýtast í þeirri vinnu. Ég vil setja fjölskylduna í forgang og tel að helstu áskoranir næstu ára verði að höfða til unga fólksins okkar. Ég vil fjölbreyttar lausnir í húsnæðis- og dagvistunarmálum. Ég tel að einn helsti vaxtarbroddur Akureyrar felist í að koma á beinu millilandaflugi á ársgrundvelli, þannig getum við aukið tekjurnar og staðið undir enn betri þjónustu við íbúa.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Akureyri.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) ÍsafirðiHver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nýr fiskurHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Er enginn kokkur því miðurUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Gúanóstelpan (Sakna Ísafjarðar og þín)Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég flaug af hlaupabretti inn í líkamsræktarstöð eftir að hafa lokað augunum til að njóta betur tónlistarinnar án öryggisventils.Draumaferðalagið? Gönguferð á 24 tindana.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei því miður.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Frekar auðvelt að hrekkja mig, fékk stundum ágæt símtöl frá vini mínum þegar ég sat í bæjarstjórn 2010-14 þar sem viðkomandi gerði sér upp rödd og erindi, náði mér í hvert skipti og hélt mér á snakki í langan tíma í senn.Hundar eða kettir? Sennilega kettir, næturdýr.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Beaches ( Forever Friends). Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Þætti geggjað ef að Halldóra Geirharðsdóttir myndi gera það.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Targaryen, væri Daenerys, sterkur foringi.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Verð víst að viðurkenna það, hef verið tekin fyrir of hraðan akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Andrea Gylfadóttir.Uppáhalds bókin? Lovestar eftir Andra Snæ.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Gin og tónik.Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur hamborgari.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Best ef hægt er að sameina þetta, það er góða veðrið og menningu.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Strong enough með Cher.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Eitt og annað sem má laga, þess vegna býð ég mig fram til þjónustu.Á að banna flugelda? Það kemur sjálfsagt að því.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Í karlaliðinu yrði það Aron Einar, Akureyringur og leiðtogi sem gefst aldrei upp og í kvennaliðinu Rakel Hönnudóttir, sömuleiðis Akureyringur og hörku stelpa.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Halla Björk Reynisdóttir leiðir L-listann á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum. Halla starfar sem flugumferðarstjóri hjá Isavia á Akureyrarflugvelli. Halla sat sem bæjarfulltrúi fyrir hönd L-listans á árunum 2010 – 2014 og ásamt því að taka að sér formennsku í bæjarráði og stjórn Akureyrarstofu, sat hún í stjórn Norðurorku og Fallorku. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á samfélagsmálum og vill búa í réttlátu og spennandi samfélagi þar sem allir fá notið sín. „Ég býð mig fram til að taka þátt í að gera yndislega bæinn okkar framúrskarandi og tel að reynsla mín sem fyrrverandi bæjarfulltrúi komi til með að nýtast í þeirri vinnu. Ég vil setja fjölskylduna í forgang og tel að helstu áskoranir næstu ára verði að höfða til unga fólksins okkar. Ég vil fjölbreyttar lausnir í húsnæðis- og dagvistunarmálum. Ég tel að einn helsti vaxtarbroddur Akureyrar felist í að koma á beinu millilandaflugi á ársgrundvelli, þannig getum við aukið tekjurnar og staðið undir enn betri þjónustu við íbúa.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Akureyri.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) ÍsafirðiHver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nýr fiskurHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Er enginn kokkur því miðurUppáhalds „guilty pleasure“ lag? Gúanóstelpan (Sakna Ísafjarðar og þín)Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Þegar ég flaug af hlaupabretti inn í líkamsræktarstöð eftir að hafa lokað augunum til að njóta betur tónlistarinnar án öryggisventils.Draumaferðalagið? Gönguferð á 24 tindana.Trúir þú á líf eftir dauðann? Nei því miður.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Frekar auðvelt að hrekkja mig, fékk stundum ágæt símtöl frá vini mínum þegar ég sat í bæjarstjórn 2010-14 þar sem viðkomandi gerði sér upp rödd og erindi, náði mér í hvert skipti og hélt mér á snakki í langan tíma í senn.Hundar eða kettir? Sennilega kettir, næturdýr.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Beaches ( Forever Friends). Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Þætti geggjað ef að Halldóra Geirharðsdóttir myndi gera það.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Targaryen, væri Daenerys, sterkur foringi.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Verð víst að viðurkenna það, hef verið tekin fyrir of hraðan akstur.Uppáhalds tónlistarmaður? Andrea Gylfadóttir.Uppáhalds bókin? Lovestar eftir Andra Snæ.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Gin og tónik.Uppáhalds þynnkumatur? Sveittur hamborgari.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Best ef hægt er að sameina þetta, það er góða veðrið og menningu.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Strong enough með Cher.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Eitt og annað sem má laga, þess vegna býð ég mig fram til þjónustu.Á að banna flugelda? Það kemur sjálfsagt að því.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Í karlaliðinu yrði það Aron Einar, Akureyringur og leiðtogi sem gefst aldrei upp og í kvennaliðinu Rakel Hönnudóttir, sömuleiðis Akureyringur og hörku stelpa.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira