Leggja línurnar fyrir Singapúr Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2018 05:37 Frá fundi Moon Jae-In og Donald Trumo í Suður-Kóreu í september síðastliðnum. Vísir/Afp Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fundar með Donald Trump Bandaríkjaforseta í dag. Talið er að þeir muni á fundi sínum leggja línurnar fyrir fyrirhugaðan fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu sem fara á fram í Singapúr í næsta mánuði. Yfirlýsingar norður-kóreskra ráðamanna á síðustu dögum eru sagðar hafa sett viðræður ríkjanna í hálfgert uppnám. Þeir hafa lýst því yfir að stjórnvöld í Pjongjang muni aldrei sætta sig við algjöra kjarnorkuafvopnun eins og Bandaríkin hafa krafist. Þá hafa heræfingar Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna einnig vakið reiði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Urðu þær meðal annars til þess að viðræðum milli embættismanna Norður-og Suður-Kóreu var frestað í liðinni viku. Moon er sagður ætla að nota heimsókn sína í Hvíta húsið í dag til að telja Trump trú á að viðræður við Pjongjang séu rétta lausnin í stöðunni. Þrátt fyrir að Bandaríkin og Norður-Kórea virðist hafa gjörólíkar skoðanir á því hvað felist í kjarnorkuafvopnun sé fyrirhugaði fundurinn þó skárri kostur en að grípa til vopna. Því er Moon jafnframt talinn ætla að biðja bandaríska embættismenn um að draga úr stríðsæsingatalinu í aðdraganda Singapúrfundarins. Í samtali við Washington Post segir suður-kóreskur embættismaður að nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, John Bolton, sé hættulegur í augum Suður-Kóreumanna. Bolton telji að Bandaríkin séu fullfær um að blása til annars stríðs á Kóreuskaga og að það sé ekki fýsileg leið í augum þeirra sem búa á Skaganum.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Fagnar gullnu tækifæri Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið. 12. maí 2018 11:00
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00