Tveir leikir sem áttu að fara fram í Pepsi-deild karla á morgun hafa verið færðir á miðvikudaginn. Búist er við slæmu veðri annað kvöld og ákváðu liðin því að spila leikina sólarhring seinna en áætlað hafði verið.
Miðvikudaginn 21. maí klukkan 19:15 mun Stjarnan taka á móti Fylki á Samsung-vellinum í Garðabæ. Á sama tíma tekur Breiðablik á móti Víkingi á Kópavogsvelli og Grindavík á móti Val.
Næstu leikir í Pepsi-deild karla:
22.05 KA - Keflavík (19:15)
23.05 Grindavík - Valur (19:15)
23.05 Stjarnan - Fylkir (19:15)
23.05 Breiðablik - Víkingur (19:15)
