Kennarar eru úrvinda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. maí 2018 11:15 Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það hefur verið valtað yfir kennara, ekki einungis hvað launin varðar, heldur einnig eru gerðar ómanneskjulegar kröfur til þeirra. Svona hefur ástandið verið síðastliðin ár í grunnskólum borgarinnar og fer versnandi. Skóli án aðgreiningar er falleg hugsjón en hefur ekki verið að virka fyrir öll börn af því að árum saman hefur það sem þarf að fylgja til að mæta þörfum allra barna einfaldlega ekki fylgt með. Borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð. Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær hugsanlega fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Flokkur fólksins vill að sérskólar verði styrktir og þeim fjölgað eftir þörfum og að skólarnir sjálfir fái fullt frelsi til að þróa innviði sýna hvað varðar sérkennsluúrræði, allt eftir því hvað nemendur þurfa. Flokkur fólksins veit að borgin hefur vel efni á að sinna börnunum vel en hefur einfaldlega ekki sett þennan málaflokk í forgang. Með því að að fjölga sérúrræðum fyrir börn með sérþarfir mun létta á kennurum. Kennarar eru úrvinda og margir hafa flúið starfið ekki eingöngu vegna launanna heldur einnig vegna þess að sumir geta einfaldlega ekki meira og vilja ekki láta vaða frekar yfir sig. Í okkar samfélagi hafa kennarar ekki notið virðingar sem skyldi fyrir óeigingjarnt starf sitt. Sem skólasálfræðingur og kennari sem kennt hefur á öllum skólastigum hefur þetta blasað við undanfarin ár. Flokkur fólksins vill að öll börn geti notið styrkleika sinna og stundað nám meðal jafningja. Eins og staðan er í dag er börnum steypt í sama mót. Kennurum er ætlað að sjá til þess að þörfum allra sé mætt án tillits til þess hversu stór bekkurinn er og hve ólíkar þarfir barna eru. Í núverandi fyrirkomulagi sem hefur verið fjársvelt til margra ára geta kennarar hvorki sinnt náms- eða félagslegum þörfum allra barna svo vel sé eða gætt þess að hvert einasta barn geti notið styrkleika sinna. Fjölga þarf sálfræðingum helst á þann hátt að sérhver skóli hafi sálfræðing sem starfar við hlið kennara og námsráðgjafa. Flokkur fólksins mun ekki linna látum fyrr en þessu hefur verið náð í öllum skólum. Flokkur fólksins vill standa vörð um kennarastéttina og krefst þess að kennarar njóti virðingar og að hlúð sé að þeim í starfi á öllum sviðum. Kennarar eru fjársjóður enda veljum við að þeir kenni börnunum okkar, því dýrmætasta sem við eigum. Börnin eru framtíðin.Höfundur skipar 1. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar