Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 21. maí 2018 11:07 Flottur urriði af Kárastöðum Mynd: Halldór Gunnarsson Verðið um helgina hefur verið frekar afleitt og af þeim sökum frekar fáir sem standa vaktina við vötnin. Það er þó einn og einn sem stendur af sér veðrið og lætur á reyna en kröftugir veiðimenn stóðu víða og létu á veðrið reyna. Það var ekki mikið af mönnum við Þingvallavatn um helgina en þó voru veiðimenn víða að reyna fyrir stórum urriðum og nokkrum tókst þetta ætlunarverk sitt. Halldór Gunnarsson og félagar í Flugubúllunni voru við Kárastaði og veiddu nokkra væna urriða þrátt fyrir erfið skilyrði og að sama skapi höfum við heyrt af veiðimanni sem var við Lambhaga í gærmorgun og fékk 90 sm urriða í fyrstu köstunum en svo ekki söguna meir. Það kvartar að vísu engin yfir svona byrjun svo það hefur ekki komið að sök að róleg heit í rokinu var yfirheiti það sem eftir lifði dags. Urriðinn er ennþá að taka og þeir sem eiga bókaða daga á vinsælustu svæðunum eru væntanlega að vonast eftir betra verði, í það minnsta að rokið og élin sem hafa veið einkennandi í maí fari að hætta. Rigning og rok er þó skárra en snjóélin. Spáin næstu daga er áfram umhleypingasöm en þó er spáð góðum dögum inná milli svo það er vonandi að fleiri hætti sér út að veiða. Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Langskeggur er málið Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði
Verðið um helgina hefur verið frekar afleitt og af þeim sökum frekar fáir sem standa vaktina við vötnin. Það er þó einn og einn sem stendur af sér veðrið og lætur á reyna en kröftugir veiðimenn stóðu víða og létu á veðrið reyna. Það var ekki mikið af mönnum við Þingvallavatn um helgina en þó voru veiðimenn víða að reyna fyrir stórum urriðum og nokkrum tókst þetta ætlunarverk sitt. Halldór Gunnarsson og félagar í Flugubúllunni voru við Kárastaði og veiddu nokkra væna urriða þrátt fyrir erfið skilyrði og að sama skapi höfum við heyrt af veiðimanni sem var við Lambhaga í gærmorgun og fékk 90 sm urriða í fyrstu köstunum en svo ekki söguna meir. Það kvartar að vísu engin yfir svona byrjun svo það hefur ekki komið að sök að róleg heit í rokinu var yfirheiti það sem eftir lifði dags. Urriðinn er ennþá að taka og þeir sem eiga bókaða daga á vinsælustu svæðunum eru væntanlega að vonast eftir betra verði, í það minnsta að rokið og élin sem hafa veið einkennandi í maí fari að hætta. Rigning og rok er þó skárra en snjóélin. Spáin næstu daga er áfram umhleypingasöm en þó er spáð góðum dögum inná milli svo það er vonandi að fleiri hætti sér út að veiða.
Mest lesið Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Ágætis veiði í Grímsá Veiði Yfir 1000 urriðar á land á ION svæðinu Veiði 52 fiskar á land í Köldukvísl í fyrradag Veiði Byssusýning á Stokkseyri um helgina Veiði Flottur dagur í Jöklu í gær Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Veiði Langskeggur er málið Veiði 186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Veiði