Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 09:29 Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður. Vísir/Getty Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning