Arnór spilaði ekki með Malmö 20. maí 2018 17:25 Arnór Ingvi var ekki í leikmannahóp Malmö í dag. Vonandi verður kappinn orðinn klár fyrir HM. vísir/getty Fréttir bárust af því fyrir helgi að möguleiki væri á að Arnór Ingvi Traustason yrði í hóp hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tók á móti Hacken. Það kom þó á daginn að svo varð ekki. Arnór meiddist á ökkla í leik með Malmö um síðustu helgi, aðeins örfáum dögum eftir að hann var valinn í lokahóp Íslands sem fer á HM í Rússlandi. Arnór var fjarverandi í liði Malmö í dag en þrátt fyrir það vann liðið 2-0 sigur á Hacken með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Með sigrinum fór Malmö upp í 8. sæti deildarinnar eftir að hafa spilað 11 leiki. Malmö á eftir að spila einn leik áður en sænska deildin tekur hlé vegna HM, gegn Dalkurd næsta sunnudag. Ísland á vináttuleik við Noreg á Laugardalsvelli þann 2. júní og Gana 7. júní en fyrsti leikur á HM er 16. júní gegn Argentínu. Arnór er því í kapphlaupi við tímann að ná bata en síðasti séns fyrir Heimi Hallgrímsson að gera breytingar á HM hópnum er 4. júní. Fótbolti á Norðurlöndum HM 2018 í Rússlandi
Fréttir bárust af því fyrir helgi að möguleiki væri á að Arnór Ingvi Traustason yrði í hóp hjá Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tók á móti Hacken. Það kom þó á daginn að svo varð ekki. Arnór meiddist á ökkla í leik með Malmö um síðustu helgi, aðeins örfáum dögum eftir að hann var valinn í lokahóp Íslands sem fer á HM í Rússlandi. Arnór var fjarverandi í liði Malmö í dag en þrátt fyrir það vann liðið 2-0 sigur á Hacken með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Með sigrinum fór Malmö upp í 8. sæti deildarinnar eftir að hafa spilað 11 leiki. Malmö á eftir að spila einn leik áður en sænska deildin tekur hlé vegna HM, gegn Dalkurd næsta sunnudag. Ísland á vináttuleik við Noreg á Laugardalsvelli þann 2. júní og Gana 7. júní en fyrsti leikur á HM er 16. júní gegn Argentínu. Arnór er því í kapphlaupi við tímann að ná bata en síðasti séns fyrir Heimi Hallgrímsson að gera breytingar á HM hópnum er 4. júní.