Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2018 15:53 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. advania Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir, en tæknin, sem á íslensku gæti útlagst sem bálkakeðja, er tæknin sem Bitcoin-rafmyntin byggir á. Í tilkynningu frá Advania segir að einn helsti kostur þessarar tækni sé að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Hún henti því vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðlög vörunnar skipta miklu máli, til dæmis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. „Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts á vefsíðunni matarlandslagid.is sem geymir ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi,“ segir í tilkynningu Advania. Fyrirtækið útvegar kerfi sem byggir á blockchain-tækni og verður notað til þess að skrá á öruggan hátt upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís. „Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ er haft Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania í tilkynningunni. „Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk uppá samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið verulega samtal milli bænda og neytenda og minnka líkur á matvælaglæpum. Verkefni af þessu tagi virðist stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í tilkynningu. Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir, en tæknin, sem á íslensku gæti útlagst sem bálkakeðja, er tæknin sem Bitcoin-rafmyntin byggir á. Í tilkynningu frá Advania segir að einn helsti kostur þessarar tækni sé að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Hún henti því vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðlög vörunnar skipta miklu máli, til dæmis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. „Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts á vefsíðunni matarlandslagid.is sem geymir ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi,“ segir í tilkynningu Advania. Fyrirtækið útvegar kerfi sem byggir á blockchain-tækni og verður notað til þess að skrá á öruggan hátt upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís. „Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ er haft Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania í tilkynningunni. „Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk uppá samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið verulega samtal milli bænda og neytenda og minnka líkur á matvælaglæpum. Verkefni af þessu tagi virðist stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í tilkynningu.
Neytendur Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira