Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2018 15:00 Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fallist á viðurkenningarkröfu 14 eigenda fyrirtækja í byggingunni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur 14 fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Þeir sögðust ekki hafa gefið leyfi fyrir slíkan rekstur. Þetta sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigendanna í samtali við RÚV þann 17. nóvember. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Þann 24. nóvember 2017 ákvað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu síðan að leggja lögbann við breytingu á skipulagi Útlendingastofnunar. Niðurstaða dómsins byggir meðal annars á lögum um fjöleignahús en 1. mgr. 27. gr. „[…] telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að gisting allt að 70 einstaklinga í húsnæði að Bíldshöfða 18, óháð því hverjir það eru eða á hvaða forsendum sú gisting fer fram, verður almennt að teljast til þess fallin [að] hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun og óþægindi en gengur og gerist í þeim fjöleignarhúsum þar sem slík starfsemi er ekki til staðar. Getur dómurinn því fallist á rök stefnenda um að ákvæði 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við um áform stefndu.“ Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. Ef dómnum verður áfrýjað frestar það aðför á grundvelli dómsins á meðan beðið er niðurstöðu æðra dómsstigs, í þessu tilviki Landsréttar, í málinu. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Útlendingastofnun er óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur fallist á viðurkenningarkröfu 14 eigenda fyrirtækja í byggingunni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur 14 fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Þeir sögðust ekki hafa gefið leyfi fyrir slíkan rekstur. Þetta sagði Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigendanna í samtali við RÚV þann 17. nóvember. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Þann 24. nóvember 2017 ákvað Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu síðan að leggja lögbann við breytingu á skipulagi Útlendingastofnunar. Niðurstaða dómsins byggir meðal annars á lögum um fjöleignahús en 1. mgr. 27. gr. „[…] telur dómurinn ekki unnt að horfa fram hjá því að gisting allt að 70 einstaklinga í húsnæði að Bíldshöfða 18, óháð því hverjir það eru eða á hvaða forsendum sú gisting fer fram, verður almennt að teljast til þess fallin [að] hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun og óþægindi en gengur og gerist í þeim fjöleignarhúsum þar sem slík starfsemi er ekki til staðar. Getur dómurinn því fallist á rök stefnenda um að ákvæði 1. mgr. 27. gr. fjöleignarhúsalaga eigi við um áform stefndu.“ Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. Ef dómnum verður áfrýjað frestar það aðför á grundvelli dómsins á meðan beðið er niðurstöðu æðra dómsstigs, í þessu tilviki Landsréttar, í málinu.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira