Tengdasonur gullsmiðsins vill fá innbrotsþjófana til sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2018 10:21 Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þá gripisem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki. Vísir/Vilhelm Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05