Störf Alþingis mögulega framlengd vegna persónuverndar frumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2018 12:45 Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Vísir/Vilhelm Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands: Óskar eftir undanþágu vegna viðskiptaþvingana Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira