Störf Alþingis mögulega framlengd vegna persónuverndar frumvarps Heimir Már Pétursson skrifar 30. maí 2018 12:45 Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Vísir/Vilhelm Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins. Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Störf Alþingis verða mögulega framlengd til að þingið nái að afgreiða frumvarp um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga sem og þingsályktun sem tengist frumvarpinu. Stjórnarandstaðan segir stjórnarliða ætla málinu allt of stuttan tíma en mælt var fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær, viku áður en hlé verður gert á þingstörfum fram á haust. Í byrjun júlí er fyrirhugað að nefnd EES-ríkjanna taki persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins upp í lög Íslands, Noregs og Liechtenstein. Löggjöfin er viðamikil og nær til söfnunar og vörslu allra aðila í samfélaginu á persónuupplýsingum. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um háar sektir fari fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ekki að reglunum og kom fram á Alþingi í gær að þær sektir geti numið allt að 2,4 milljörðum króna. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi upp á 24 síður og 147 síður með greinargerð í gær. Þá stóð til að hún mælti einnig sem starfandi utanríkisráðherra fyrir þingsályktun sem tengist upptöku laganna. Þar sem málið kom mjög seint til þings þurfti að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá og spunnust langar umræður um afbrigðin á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi stjórnarandstaðan stjórnarliða harðlega fyrir að svo viðamikið mál kæmi til þings aðeins viku fyrir sumarhlé á þingstörfum og kom í veg fyrir að tillaga forseta Alþingis um að frumvarpið og þingsályktunin yrðu rædd samhljóða. En þingsályktunin er grundvöllur þess að hægt sé að afgreiða frumvarpið. Stjórnarandstæðingar og þá sérstaklega þingmenn Pírata hafa kallað eftir frumvarpinu svo mánuðum skiptir. En gagnrýni stjórnarandstöðunnar felst meðal annars í því að ekki verði hægt að kalla hagsmunaaðila til fundar við þingnefnd og fá frá þeim álit en samkvæmt starfsáætlun Alþingis fer það í sumarhlé eftir næst komandi fimmtudag. Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú fyrir hádegi og funda nú með formönnum flokka. Ekki er útilokað að þing verði framlengt svo hægt verði að afgreiða þessi mál en frestun gæti kallað á óþægindi í samskiptum Íslands og ríkja Evrópusambandsins.
Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Hófu skothríð á ferðamenn í Kasmír Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira