Enski boltinn

Fuglahreiður á miðjum íslenskum fótboltavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint því erfitt væri fyrir fuglana að grafa sig ofan í gervigrasið.
Myndin tengist fréttinni ekki beint því erfitt væri fyrir fuglana að grafa sig ofan í gervigrasið. vísir/stefán
Það getur margt leynst á íslenskum knattspyrnuvöllum og í Mosfellsbæ, nánar tiltekið á Tungubökkum, er smá hola í vellinum þar sem spóar hafa haldið til.

Hanna Símonardóttir, móðir fótboltans í Mosfellsbæ, birti skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi er hún birti mynd af Tungubakkarvelli í Mosfellsbæ.

Þar sést í lítilli holu á vellinum að þar er spóahreiður. Í hreðrinu eru tvö egg en þetta er einfaldlega á miðjum vellinum í Mosfellsbæ. Athyglisvert!

Einar Hjörleifsson, fyrrverandi markvörður Víkinga úr Ólafsvík, segir að á Ólafsvíkurvelli hafi fuglinn Tjaldur haldið til síðustu tvö ef ekki þrjú ár.

Nú er hann líklega ekki lengur á vellinum í Ólafsvík því Ólsarar eru þessa stundina að skipta yfir í gervigras en myndina frá Hönnu og tístið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×