Lífið

Leiðarvísir fyrir upprennandi hönnuði frá tískurisum

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Hér gefur að líta nokkra skó línunnar.
Hér gefur að líta nokkra skó línunnar.
The Ten, samstarf Nike og Virgils Abloh er líklega eitt það farsælasta í sögu strigaskó-tískunnar. Af því tilefni hafa Nike og Virgil gefið út eitt stykki doðrant þar sem hönnunaferlið er útskýrt í máli og myndum.

Um er að ræða heilar 258 síður þar sem ferlið er kortlagt frá byrjun til enda. Þarna er hverjum skó lýst allt frá hugmynd til fullbúinnar vöru og ferðast er um nánast allan heim, frá höfuðstöðvum Nike í Portland til tískuborganna Mílanó, New York og London og svo að lokum er fylgst með útgáfu þeirra um allan heim.

Bókin er bæði hugsuð sem skemmtiefni og einnig sem leiðarvísir fyrir verðandi tískuhönnuði sem vilja feta í fótspor Virgils Abloh, arkitektsins sem á stuttum tíma varð einn umtalaðasti maður tískuheimsins.

Bókina má finna í PDF-formi á vefsíðu Nike.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.