Álftin sér sjálf um að reka álftir af túnum bóndans Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2018 11:17 Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum, við álftarhreiðrið í túnjaðrinum á bökkum Hvítár. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Ráðið sem bóndi einn í Flóanum fékk gegn átroðningi álfta á túnunum kom eins og himnasending og hljómar eins og hrein öfugmæli. Hann fékk nefnilega álftapar sem tók upp á því að verpa. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Þótt álftin sé alfriðuð, og stærsti og einhver tignarlegasti fugl náttúru Íslands, er hún ekki allsstaðar velkomin. „Hún er í túnum bænda að bíta gras, og traðkar og skítur, og veldur heilmiklu tjóni. Henni hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum. Svo er hún í kornökrum líka á haustin,” segir Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi á Brúnastöðum. En það gengur illa að bægja henni frá. „Menn eru búnir að prufa ýmislegt en það er fátt sem virkar,” segir bóndinn og andvarpar. Á Brúnastaðatúnum gátu menn búist við á sama tíma fyrir ári að sjá kannski áttatíu álftir étandi grængresið, við litla hrifningu bóndans. En núna sést þar engin álft. Nema þetta eina par sem við kvikmynduðum úti á Hvítá. Og hér er ástæðan: Álftarparið er komið með hreiður í túnjaðrinum við bakka árinnar.Álftarhreiðrið í túnjaðrinum hjá Brúnastöðum. Þar eru fjögur egg.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Við fengum nú til okkar fuglafræðing í haust til að vita hvort við gætum ekki búið til hólma hér í ánni, Hvítá, svo hún færi að verpa. En þeim leist nú ekki á það. Þá gerist það bara eins og himnasending að hér verpir par í vor. Það hefur nú ekki skeð áður líklega hérna. Og hún heldur hinum álftunum alveg frá í ákveðnum radius,” segir Ágúst á Brúnastöðum. Álftarpör helga sér nefnilega stórt svæði og reka allar aðrar álftir í burtu. „Já, já. Það leynir sér ekki. Hinar voga sér ekki að koma hérna nálægt. Þannig að núna vantar okkur bara annað par hér suðurfrá, því þar er hún, heldur sig núna.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49 Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16 Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Álftir og gæsir gleypa í sig uppskeruna Nýtt stafrænt matskerfi bænda á tjóni á kornökrum af völdum gæsa og álfta leiðir í ljós að fuglarnir valda miklu tjóni og sumstaðar altjóni. 14. október 2014 12:49
Álftirnar éta upp túnin Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. 13. júní 2013 18:16
Bændur vilja skjóta álftir og gæsir Bændur vilja vígbúast og fá skotveiðileyfi á álft og einnig á gæs strax á vorin. 3. mars 2014 14:15