Framleiðsla hafin á "forsögulegum“ Game of Thrones-þætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2018 23:08 Margir áhorfendur Game of Thrones bíða óþreyjufullir eftir því að fá að vita meira um afdrif Jons Snow. Vísir/HBO Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones hafa ekki átt sjö dagana sæla síðan tilkynnt var að áttunda þáttaröð þessara geysivinsælu þátta yrði sú síðasta. Kemur sú þáttaröð á skjái óþreyjufullra aðdáenda í apríl 2019. En hryggbrotnir áhangendur Jons Snow og félaga eygja nú von um áframhaldandi gósentíð, þar sem sjónvarpsstöðin HBO hefur ákveðið að láta hefja framleiðslu á svokölluðum for-framhaldsþætti (e. prequel) sem á að gerast nokkur þúsund árum áður en atburðir hinna upprunalegu sjónvarpsþátta eiga sér stað.George R. R. Martin á góðri stundu.Vísir/GettyGeorge R. R. Martin handritshöfundur þáttarins Hefur HBO pantað einn prufuþátt og eftir að hann hefur verið gerður mun stöðin taka endanlega ákvörðun um hvort ráðast skuli í áframhaldandi framleiðslu. Óhætt er að segja að Game of Thrones aðdáendur hafi ríka ástæðu til bjartsýni, þar sem George R. R. Martin, höfundur bókanna sem þættirnir byggja á, er handritshöfundur þáttarins auk þess að vera viðriðinn framleiðslu. Auk hans skrifaði kvikmynda- og sjánvarpsþáttaframleiðandinn Jane Goldman handritið, en hún gerði garðinn frægan með framleiðslu á myndum á borð við Kick Ass og Kingsman: Secret Service. Mun Goldman hafa yfirumsjón með framleiðslu þáttanna ef af henni verður. Í ofanálag hafa undanfarið borist fregnir þess efnis að HBO hafi ráðið til sín einvalalið handritshöfunda í því skyni að skrifa mögulegar framhaldsseríur af þáttunum og að unnið sé að fjórum mismunandi handritum að mögulegum arftaka þáttanna.Leikarar Game of Thrones þáttanna hafa átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum.Vísir/Getty„Lúxusvandamál sem ég skal leysa“ Casey Bloys hjá HBO, sagði í samtali við Hollywood Reporter að engir þættir tengdir Game of Thrones batteríinu færu í loftið fyrr en í fyrsta lagi ári eftir að síðasta þáttaröðin hefði runnið sitt skeið, og að hann teldi ólíklegt að fleiri en ein framhaldssería af þáttunum kæmist upp úr handritsferlinu og í framleiðslu. „Þessir þættir eru virkilega sérstakir. Ég er ekki að reyna að framleiða eins marga og hægt er. Mín tilfinning er sú að við værum gríðarlega heppin ef eitt fjögurra handrita nær þeim stöðlum sem við höfum sett. Nú, fræðilega, ef öll handritin eru frábær, þá er það gríðarlegt lúxusvandamál sem ég skal leysa þegar að því kemur.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019 Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. 4. janúar 2018 19:45 Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Segja að síðasta þáttaröðin muni ekki valda vonbrigðum Forsvarsmenn Game of Thrones segja sömuleiðis að nýjar þáttaraðir verði gerðar með sömu gæði í huga. 13. mars 2018 15:03 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones hafa ekki átt sjö dagana sæla síðan tilkynnt var að áttunda þáttaröð þessara geysivinsælu þátta yrði sú síðasta. Kemur sú þáttaröð á skjái óþreyjufullra aðdáenda í apríl 2019. En hryggbrotnir áhangendur Jons Snow og félaga eygja nú von um áframhaldandi gósentíð, þar sem sjónvarpsstöðin HBO hefur ákveðið að láta hefja framleiðslu á svokölluðum for-framhaldsþætti (e. prequel) sem á að gerast nokkur þúsund árum áður en atburðir hinna upprunalegu sjónvarpsþátta eiga sér stað.George R. R. Martin á góðri stundu.Vísir/GettyGeorge R. R. Martin handritshöfundur þáttarins Hefur HBO pantað einn prufuþátt og eftir að hann hefur verið gerður mun stöðin taka endanlega ákvörðun um hvort ráðast skuli í áframhaldandi framleiðslu. Óhætt er að segja að Game of Thrones aðdáendur hafi ríka ástæðu til bjartsýni, þar sem George R. R. Martin, höfundur bókanna sem þættirnir byggja á, er handritshöfundur þáttarins auk þess að vera viðriðinn framleiðslu. Auk hans skrifaði kvikmynda- og sjánvarpsþáttaframleiðandinn Jane Goldman handritið, en hún gerði garðinn frægan með framleiðslu á myndum á borð við Kick Ass og Kingsman: Secret Service. Mun Goldman hafa yfirumsjón með framleiðslu þáttanna ef af henni verður. Í ofanálag hafa undanfarið borist fregnir þess efnis að HBO hafi ráðið til sín einvalalið handritshöfunda í því skyni að skrifa mögulegar framhaldsseríur af þáttunum og að unnið sé að fjórum mismunandi handritum að mögulegum arftaka þáttanna.Leikarar Game of Thrones þáttanna hafa átt mikilli velgengni að fagna á undanförnum árum.Vísir/Getty„Lúxusvandamál sem ég skal leysa“ Casey Bloys hjá HBO, sagði í samtali við Hollywood Reporter að engir þættir tengdir Game of Thrones batteríinu færu í loftið fyrr en í fyrsta lagi ári eftir að síðasta þáttaröðin hefði runnið sitt skeið, og að hann teldi ólíklegt að fleiri en ein framhaldssería af þáttunum kæmist upp úr handritsferlinu og í framleiðslu. „Þessir þættir eru virkilega sérstakir. Ég er ekki að reyna að framleiða eins marga og hægt er. Mín tilfinning er sú að við værum gríðarlega heppin ef eitt fjögurra handrita nær þeim stöðlum sem við höfum sett. Nú, fræðilega, ef öll handritin eru frábær, þá er það gríðarlegt lúxusvandamál sem ég skal leysa þegar að því kemur.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019 Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. 4. janúar 2018 19:45 Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56 Segja að síðasta þáttaröðin muni ekki valda vonbrigðum Forsvarsmenn Game of Thrones segja sömuleiðis að nýjar þáttaraðir verði gerðar með sömu gæði í huga. 13. mars 2018 15:03 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Lokaþáttaröð Game of Thrones sýnd árið 2019 Frá þessu var greint á Facebook-þáttanna í kvöld þar sem segir að þáttaröðin verði sú áttunda og jafnframt síðasta í röðinni. 4. janúar 2018 19:45
Tökur Game of Thrones fara fram á Suðurlandi Umfang takanna hér á landi að þessu sinni er ekki mjög mikið og eru flestir sem koma að henni íslenskir. 31. janúar 2018 16:56
Segja að síðasta þáttaröðin muni ekki valda vonbrigðum Forsvarsmenn Game of Thrones segja sömuleiðis að nýjar þáttaraðir verði gerðar með sömu gæði í huga. 13. mars 2018 15:03