Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2018 17:51 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagðist á Alþingi í dag vera ánægð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fjögurra ára. vísir/hanna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2023 var samþykkt á Alþingi í dag. Já sögðu 31 þingmaður, nei sögðu 19, sjö greiddu ekki atkvæði, tveir voru með skráða fjarvist og fjórir voru fjarverandi. Í umræðu um atkvæðagreiðslu um áætlunina gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar áherslur ríkisstjórnarinnar en Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði áætlunina þannig ekki standast neinar gæðakröfur. „Engin sundurliðuð kostnaðaráætlun, illa skilgrein markmið, sama og engir mælikvarðar, spurningum ekki svarað, mjög takmörkuð umræða, aftur. Virðulegi forseti, við erum aftur að gefa afslátt af lýðræðislegri umræðu og umfjöllun um ríkisfjármálin. Er það ekki hlutverk þingsins að veita stjórnvöldum aðhald? Að sinna virku eftirliti með valdhöfum og hvernig þeir fara með gefin völd? Þessi fjármálaáætlun stenst engar gæðakröfur, ekki einu sinni þær sem við setjum sjálfum okkur í lögum um opinber fjármál. Píratar telja því ekki tækt að samþykkja þessa áætlun, leggja til að henni verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og sitja hjá í annars ágætum hugmyndum um breytingartillögur,“ sagði þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hvatti stjórnarþingmenn til að samþykkja einhverjar af þeim breytingartillögum við áætlunina sem flokkur hans legði fram. „Ólíkt stjórnarflokkunum sem leggjast algjörlega í duftið fyrir ráðherrum sínum og gera engar breytingar á 5000 milljarða króna fjármáláætlun sinni leggur Samfylkingin hér til tíu breytingartillögur. Þessar tillögur tryggja nauðsynlega fjármuni til Landspítalans, til skólanna, barnabóta, vaxtabóta, öryrkja og aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Breytingatillögur Samfylkingarinnar eru að fullu fjármagnaðar með því að breyta fyrirhuguðum skattaáformu ríkisstjórnarinnar en tillögur stjórnarflokkanna gagnast aðallega ríkum karlmönnum og bönkum. Fyrr í vikunni var þessi ríkisstjórn tilbúinn að færa kvótagreifum og skattakóngum um þrjá milljarða með lækkuðum veiðileyfagjöldum. Ríkisstjórnin þurfti að bakka með það mál og því hljóta stjórnarþingmenn að geta samþykkt eitthvað af tillögum okkar sem renna til aukinnar velferðar. Ef ekki þarf þjóðin að sig þeirrar spurningar af hverju eiga útgerðarmenn stuðning ykkar allan en ekki aldraðir, öryrkjar eða barnafólk?“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði fyrir áætlunina og kvaðst mjög ánægð með hana. „Ég er mjög ánægð með þessa fjármálaáætlun sem hér liggur frammi því í henni er efnt það sem lofað var fyrir kosningar og blásið til sóknar. Sóknar í þeim málaflokkum sem varða þjóðina mestu, nefni ég að sjálfsögðu heilbrigðismálin, en líka í menntamálum sem hafa legið óbætt hjá garði, samgöngumálum, þar sem svo sannarlega er þörf á viðbótum, kjarabótum fyrir lífeyrisþega og ég hlýt að nefna líka umhverfis- og náttúruverndarmál sem fá nú aukið vægi í þessari fjármálaáætlun langt frá því sem við höfum áður séð,“ sagði Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. 8. júní 2018 14:21 Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni. 7. júní 2018 12:16 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2019 til 2023 var samþykkt á Alþingi í dag. Já sögðu 31 þingmaður, nei sögðu 19, sjö greiddu ekki atkvæði, tveir voru með skráða fjarvist og fjórir voru fjarverandi. Í umræðu um atkvæðagreiðslu um áætlunina gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar áherslur ríkisstjórnarinnar en Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði áætlunina þannig ekki standast neinar gæðakröfur. „Engin sundurliðuð kostnaðaráætlun, illa skilgrein markmið, sama og engir mælikvarðar, spurningum ekki svarað, mjög takmörkuð umræða, aftur. Virðulegi forseti, við erum aftur að gefa afslátt af lýðræðislegri umræðu og umfjöllun um ríkisfjármálin. Er það ekki hlutverk þingsins að veita stjórnvöldum aðhald? Að sinna virku eftirliti með valdhöfum og hvernig þeir fara með gefin völd? Þessi fjármálaáætlun stenst engar gæðakröfur, ekki einu sinni þær sem við setjum sjálfum okkur í lögum um opinber fjármál. Píratar telja því ekki tækt að samþykkja þessa áætlun, leggja til að henni verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar og sitja hjá í annars ágætum hugmyndum um breytingartillögur,“ sagði þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hvatti stjórnarþingmenn til að samþykkja einhverjar af þeim breytingartillögum við áætlunina sem flokkur hans legði fram. „Ólíkt stjórnarflokkunum sem leggjast algjörlega í duftið fyrir ráðherrum sínum og gera engar breytingar á 5000 milljarða króna fjármáláætlun sinni leggur Samfylkingin hér til tíu breytingartillögur. Þessar tillögur tryggja nauðsynlega fjármuni til Landspítalans, til skólanna, barnabóta, vaxtabóta, öryrkja og aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Breytingatillögur Samfylkingarinnar eru að fullu fjármagnaðar með því að breyta fyrirhuguðum skattaáformu ríkisstjórnarinnar en tillögur stjórnarflokkanna gagnast aðallega ríkum karlmönnum og bönkum. Fyrr í vikunni var þessi ríkisstjórn tilbúinn að færa kvótagreifum og skattakóngum um þrjá milljarða með lækkuðum veiðileyfagjöldum. Ríkisstjórnin þurfti að bakka með það mál og því hljóta stjórnarþingmenn að geta samþykkt eitthvað af tillögum okkar sem renna til aukinnar velferðar. Ef ekki þarf þjóðin að sig þeirrar spurningar af hverju eiga útgerðarmenn stuðning ykkar allan en ekki aldraðir, öryrkjar eða barnafólk?“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði fyrir áætlunina og kvaðst mjög ánægð með hana. „Ég er mjög ánægð með þessa fjármálaáætlun sem hér liggur frammi því í henni er efnt það sem lofað var fyrir kosningar og blásið til sóknar. Sóknar í þeim málaflokkum sem varða þjóðina mestu, nefni ég að sjálfsögðu heilbrigðismálin, en líka í menntamálum sem hafa legið óbætt hjá garði, samgöngumálum, þar sem svo sannarlega er þörf á viðbótum, kjarabótum fyrir lífeyrisþega og ég hlýt að nefna líka umhverfis- og náttúruverndarmál sem fá nú aukið vægi í þessari fjármálaáætlun langt frá því sem við höfum áður séð,“ sagði Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. 8. júní 2018 14:21 Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni. 7. júní 2018 12:16 Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Stjórnarandstaðan fagnar tímabundnum sigri í veiðigjaldamálinu Þingflokksformenn og formenn flokka á Alþingi hafa setið á fundum alla þessa viku til að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir þinghlé og náðu loks niðurstöðu seint í gærkvöldi. 8. júní 2018 14:21
Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni. 7. júní 2018 12:16
Óskilvirkni á síðustu dögunum fyrir sumarhlé á starfi Alþingis Frumvarp frá atvinnuveganefnd Alþingis um lækkun veiðigjalda fékkst ekki tekið á dagskrá þar sem ósk um það var felld í atkvæðagreiðslu á þinginu í gær. Stjórnarandstaðan segir loforð um afgreiðslu mála hafa verið svikin. 1. júní 2018 07:00