Katrín og kjarnorka í síðustu Víglínunni fram á haust Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2018 10:00 Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira