Prófessor Lars Jonung telur myntráð bestu leiðina fyrir Íslendinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2018 18:30 Lars Jonung er prófessor emeritus í hagfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Hann er einn fremsti fræðimaður í Evrópu í fastgengisstefnu og hefur verið ráðgjafi ríkja sem hafa innleitt slíka peningastefnu. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018. Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Lars Jonung, prófessor við Háskólann í Lundi, sem starfshópur ríkisstjórnarinnar um peningastefnu fékk til að vinna álitsgerð fyrir sig telur að fastgengisstefna með svokölluðu myntráði sé besta leiðin fyrir Íslendinga í peningamálum. Starfshópur ríkisstjórnarinnar hafnaði hugmyndum hans. Starfshópurinn fékk Jonung til þess að fjalla um íslenska peningastefnu í norrænum samanburði. Jafnframt því að skoða aðra valmöguleika en verðbólgumarkmið. Jonung telur fastgengisstefnu með myntráði langbesta valkostinn fyrir Íslendinga.„Myntráð er góður kostur því það hefur verið prófað í öðrum löndum með frábærum árangri, Eistlandi, Litháen, Búlgaríu, Hong Kong. Það kemur strax á stöðugleika í peningamálum, stöðugleika á gengi og hægt verður að leysa önnur efnahagsvandamál þegar kominn er á stöðugleiki í peningamálum. Vandamálið á Íslandi síðustu hundrað árin er að þið hafið haft gjaldmiðil sem hefur rýrnað stöðugt. Þið verðið að segja skilið við söguna, segja skilið við fortíðina. Til þess þurfið þið nýja gerð peningakerfis,“ segir Jonung. Endurskoðun starfshópsins gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Starfshópurinn hafnaði algjörlega tillögu Lars Jonung um myntráð. Meðal annars á þeirri forsendu að hún væri of áhættusöm. „Það að taka hér upp myntráð ógnar fjármálastöðugleika ef að við fylgjum ekki leikreglum. Við teljum að verðbólgumarkmið geti gengið upp hér á Íslandi, alveg eins og það gengur upp í öðrum verðbólgumarkmiðsríkjum, eins og það gengur í Svíþjóð og í Noregi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir.Öll hagstjórn verður auðveldari Jonung segir að öll hagstjórn verði auðveldari með myntráði. Þess má geta að einn stjórnmálaflokkur, Viðreisn, hefur haft myntráð á stefnuskránni. „Með því að hafa myntráð væri auðveldara fyrir ríkisstjórn Íslands að fylgjast með íslenska hagkerfinu og þið fengjuð meiri raunhagvöxt. Eitt vandamál í peningamálasögu Íslands er að hún hefur haldið hagvexti niðri. Þið væruð mun ríkara land með annað peningakerfi en það kerfi sem þið hafið haft síðustu hundrað árin,“ segir Jonung.Ásdís Kristjánsdóttir fór yfir mikilvægustu tillögur starfshópsins í viðtali á Stöð 2 7. júní 2018.
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira