Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍBV 2-1 | Fyrsti sigur Víkings síðan í apríl Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 9. júní 2018 17:45 vísir/ernir Víkingur vann öruggan sigur á ÍBV í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Með sigrinum skipta liðin um stað í töflunni en fyrir leikinn voru Víkingar í 11. sæti og ÍBV í 10. Sæti. Víkingar byrjuðu betur og fengu strax hornspyrnu eftir tæpar 20 sekúndur af leiknum. Víkingar voru almennt betri fyrsta korterið svo náðu Eyjamenn að sækja dálítíð. Stemningin var hinsvegar tekin af Eyjamönnum á 23. mínútu þegar Nikolaj Hansen náði að koma boltanum í markið eftir glæsilega sendingu frá Rick Ten Voorde. Markið var ákveðin vendipunktur í leikinn þar sem Eyjamenn náðu ekki að gera mikið meira í seinni hálfleik eftir markið. Víkingar voru töluvert betri út fyrri hálfleik og náðu að skapa nokkur fín færi en skoruðu ekki aftur. Ungu mennirnir Atli og Örvar voru mjög sprækir fyrir Víkinga og náðu oft að skapa hættu. Eyjamenn koma mjög ákveðnir inn í seinni hálfleik og nær Gunnar Heiðar að koma boltanum í netið á 50. mínútu. Gott uppspil að markinu en undarleg afgreiðsla þar sem má setja út á staðsetninguna á Andreas Larsen í Víkings-markinu. Eftir markið hans Gunnars Heiðars byrjuðu Víkingar að spila betur og voru þeir ekki lengi að refsa. Á 54. mínútu var það aftur Nikolaj Hansen sem kom boltanum í netið, í þetta skipti eftir góða hornspyrnu frá Atla Andrasyni. Víkingar voru ekki hættir að sækja þrátt fyrir að vera komnir yfir og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í þessum seinni hálfleik. Afhverju vann Víkingur? Víkingur voru betri í þessum leik, þeir náðu oftast að vinna annan boltann þegar þeir gáfu hann langan fram á Nikolaj Hansen. Flestir leikmenn Víkings náðu bara að spila boltanum ágætlega á milli sín og náðu sóknarsinnuðu leikmenn Víkings að skapa hættu á köntunum. Vörnin hjá Víking var einnig mjög örugg og var ekki mikið um mistök hjá þeim. Miðverðirnir Sölvi Geir og Halldór Smári ekki heldur mikið í því að tapa skallaboltum.Hverjir stóðu upp úr? Daninn Nikolaj Hansen var maður þessa leiks. Hann kláraði tvö af færunum sínum sem er aðalatriðið en hann náði einnig að pressa vel þegar Víkingur var í hápressu og svo var hann að vinna flesta skallabolta þegar þeir gáfu hann langt fram á hann. Atli Andrason, Rick Ten Voorde og Örvar Eggertsson reyndust allir varnarmönnum Eyjamanna erfiðir í þessum leik.Hvað gekk illa? Bara rosalega mikið hjá Eyjamönnum.Hvað gerist næst? Eyjamenn taka á móti Val á miðvökudaginn klukkan 18:00 á Hásteinsvelli og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víkingar fara í Kaplakrikann næsta fimmtudag klukkan 19:15 þar sem FHingar bíða eftir þeim. Nikolaj Hansen: Verður varla betra „Ég er mjög ánægður við fáum 3 stig og ég skora tvö mörk svo þetta verður varla betra,” sagði Nikolaj Hansen, framherji Víkings, að leik loknum. „Já auðvitað, það er náttúrulega mjög mikilvægt að við komumst ofar í deildinni svo við séum ekki í einhverri fallbaráttu og þrjú stig gera mjög mikið í svona jafnri deild,” en Víkingar voru í 11. sæti í deildinni fyrir leik með 6 stig en fara 9. sæti með sigrinum og eru í mesta lagi 8 stigum frá toppsætinu sama hvernig hinir leikirnir í þessari umferð fara. „Já mér fannst það ganga vel, miðvörðurinn þeirra var mjög sterkur í loftinu og við þurfum amk að vera góðir að ná öðrum boltanum og mér fannst við spila góðan leik í dag, þeir skapa ekki mjög mikið og það er mikilvægt,” sagði Nikolaj Hansen um hvernig honum fannst það ganga þegar Víkingar voru að gefa boltann langt fram á sig. „Ég er mjög ánægður, það er geggjað þegar það eru góðir sendingarmenn, ég hefði átt að skora eitt í viðbót þegar hann leggur hann fyrir mig í lokinn en ég skaut yfir. Það hefði verið gaman að skora þrennu,” segir Nikolaj um Atla Andrason liðsfélaga sinn. Logi Ólafs: Slétt sama um hvernig mörkin koma, bara að þau koma „Að sjálfsögðu, það er bara ánægulegt að vinna leikinn, við byrjuðum mótið vel en síðan hafa komið þrír leikir hjá okkur sem ekki hafa verið góðir og við höfum tapað, þannig að þetta var bara mjög nauðsynlegt fyrir okkur að ná sigri,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings um að vera kominn upp úr fallsætinu. „Mér er eiginlega slétt sama um hvernig mörkin koma bara að þau koma en það þýðir ekki að neita að það er líka gaman að skora mörk sem koma úr opnu spili, fyrir utan það sköpuðust töluvert af færum í dag sem við hefðum átt að nýta betur,” sagði Logi um að skora mörk úr opnu spili en Víkingar hafa átt erfitt með það hingað til á þessu tímabili. „Í þessum leikjum sem við höfum tapað hérna á móti Grindavík er hann með hörkuskalla í slánna og hann er alltaf í færum og hann er mjög sterkur inni í vítateig mótherjanna, hann hefði hugsanlega getað gert þrennu í dag,” sagði Logi um Nikolaj Hansen markaskorara dagsins. „Þeir byrjuðu leikinn Atli og Örvar, ungir menn sem eiga bjarta framtíð fyrir sér í fótbolta og svöruðu kallinu bara vel og hafa bara gert það þegar þeir hafa fengið tækifæri.” Kristján: Við spilum alveg svakalega lélegan leik „Ég er nú reyndar ekkert að velta því fyrir mér, ég er meira að velta fyrir mér þessari hörmulegu frammistöðu sem við sýndum hérna í dag,” sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. „Nánast allt, við fáum á okkur horn eftir 20 sekúndur við réðumst ekki á einn einasta bolta, náðum ekki að vinna á nánast á neinn bolta í föstum leikatriðum þar sem þeir algjörlega völtuðu yfir okkur og úti á vellinum var sama sagan, við spilum alveg svakalega lélegan leik,” sagði Kristján um hvað var hörmulegt við frammistöðu sinni manna í dag. „Það er ljósi punkturinn í leiknum að Gunnar Heiðar er kominn í gang og núna er ég alveg viss um það að við fáum fleiri mörk frá honum, það er gott að sjá hann skora þetta mark, þetta var flott hjá honum,” sagði Kristján um Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag. Pepsi Max-deild karla
Víkingur vann öruggan sigur á ÍBV í áttundu umferð Pepsi deildar karla í dag. Með sigrinum skipta liðin um stað í töflunni en fyrir leikinn voru Víkingar í 11. sæti og ÍBV í 10. Sæti. Víkingar byrjuðu betur og fengu strax hornspyrnu eftir tæpar 20 sekúndur af leiknum. Víkingar voru almennt betri fyrsta korterið svo náðu Eyjamenn að sækja dálítíð. Stemningin var hinsvegar tekin af Eyjamönnum á 23. mínútu þegar Nikolaj Hansen náði að koma boltanum í markið eftir glæsilega sendingu frá Rick Ten Voorde. Markið var ákveðin vendipunktur í leikinn þar sem Eyjamenn náðu ekki að gera mikið meira í seinni hálfleik eftir markið. Víkingar voru töluvert betri út fyrri hálfleik og náðu að skapa nokkur fín færi en skoruðu ekki aftur. Ungu mennirnir Atli og Örvar voru mjög sprækir fyrir Víkinga og náðu oft að skapa hættu. Eyjamenn koma mjög ákveðnir inn í seinni hálfleik og nær Gunnar Heiðar að koma boltanum í netið á 50. mínútu. Gott uppspil að markinu en undarleg afgreiðsla þar sem má setja út á staðsetninguna á Andreas Larsen í Víkings-markinu. Eftir markið hans Gunnars Heiðars byrjuðu Víkingar að spila betur og voru þeir ekki lengi að refsa. Á 54. mínútu var það aftur Nikolaj Hansen sem kom boltanum í netið, í þetta skipti eftir góða hornspyrnu frá Atla Andrasyni. Víkingar voru ekki hættir að sækja þrátt fyrir að vera komnir yfir og hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í þessum seinni hálfleik. Afhverju vann Víkingur? Víkingur voru betri í þessum leik, þeir náðu oftast að vinna annan boltann þegar þeir gáfu hann langan fram á Nikolaj Hansen. Flestir leikmenn Víkings náðu bara að spila boltanum ágætlega á milli sín og náðu sóknarsinnuðu leikmenn Víkings að skapa hættu á köntunum. Vörnin hjá Víking var einnig mjög örugg og var ekki mikið um mistök hjá þeim. Miðverðirnir Sölvi Geir og Halldór Smári ekki heldur mikið í því að tapa skallaboltum.Hverjir stóðu upp úr? Daninn Nikolaj Hansen var maður þessa leiks. Hann kláraði tvö af færunum sínum sem er aðalatriðið en hann náði einnig að pressa vel þegar Víkingur var í hápressu og svo var hann að vinna flesta skallabolta þegar þeir gáfu hann langt fram á hann. Atli Andrason, Rick Ten Voorde og Örvar Eggertsson reyndust allir varnarmönnum Eyjamanna erfiðir í þessum leik.Hvað gekk illa? Bara rosalega mikið hjá Eyjamönnum.Hvað gerist næst? Eyjamenn taka á móti Val á miðvökudaginn klukkan 18:00 á Hásteinsvelli og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Víkingar fara í Kaplakrikann næsta fimmtudag klukkan 19:15 þar sem FHingar bíða eftir þeim. Nikolaj Hansen: Verður varla betra „Ég er mjög ánægður við fáum 3 stig og ég skora tvö mörk svo þetta verður varla betra,” sagði Nikolaj Hansen, framherji Víkings, að leik loknum. „Já auðvitað, það er náttúrulega mjög mikilvægt að við komumst ofar í deildinni svo við séum ekki í einhverri fallbaráttu og þrjú stig gera mjög mikið í svona jafnri deild,” en Víkingar voru í 11. sæti í deildinni fyrir leik með 6 stig en fara 9. sæti með sigrinum og eru í mesta lagi 8 stigum frá toppsætinu sama hvernig hinir leikirnir í þessari umferð fara. „Já mér fannst það ganga vel, miðvörðurinn þeirra var mjög sterkur í loftinu og við þurfum amk að vera góðir að ná öðrum boltanum og mér fannst við spila góðan leik í dag, þeir skapa ekki mjög mikið og það er mikilvægt,” sagði Nikolaj Hansen um hvernig honum fannst það ganga þegar Víkingar voru að gefa boltann langt fram á sig. „Ég er mjög ánægður, það er geggjað þegar það eru góðir sendingarmenn, ég hefði átt að skora eitt í viðbót þegar hann leggur hann fyrir mig í lokinn en ég skaut yfir. Það hefði verið gaman að skora þrennu,” segir Nikolaj um Atla Andrason liðsfélaga sinn. Logi Ólafs: Slétt sama um hvernig mörkin koma, bara að þau koma „Að sjálfsögðu, það er bara ánægulegt að vinna leikinn, við byrjuðum mótið vel en síðan hafa komið þrír leikir hjá okkur sem ekki hafa verið góðir og við höfum tapað, þannig að þetta var bara mjög nauðsynlegt fyrir okkur að ná sigri,” sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings um að vera kominn upp úr fallsætinu. „Mér er eiginlega slétt sama um hvernig mörkin koma bara að þau koma en það þýðir ekki að neita að það er líka gaman að skora mörk sem koma úr opnu spili, fyrir utan það sköpuðust töluvert af færum í dag sem við hefðum átt að nýta betur,” sagði Logi um að skora mörk úr opnu spili en Víkingar hafa átt erfitt með það hingað til á þessu tímabili. „Í þessum leikjum sem við höfum tapað hérna á móti Grindavík er hann með hörkuskalla í slánna og hann er alltaf í færum og hann er mjög sterkur inni í vítateig mótherjanna, hann hefði hugsanlega getað gert þrennu í dag,” sagði Logi um Nikolaj Hansen markaskorara dagsins. „Þeir byrjuðu leikinn Atli og Örvar, ungir menn sem eiga bjarta framtíð fyrir sér í fótbolta og svöruðu kallinu bara vel og hafa bara gert það þegar þeir hafa fengið tækifæri.” Kristján: Við spilum alveg svakalega lélegan leik „Ég er nú reyndar ekkert að velta því fyrir mér, ég er meira að velta fyrir mér þessari hörmulegu frammistöðu sem við sýndum hérna í dag,” sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. „Nánast allt, við fáum á okkur horn eftir 20 sekúndur við réðumst ekki á einn einasta bolta, náðum ekki að vinna á nánast á neinn bolta í föstum leikatriðum þar sem þeir algjörlega völtuðu yfir okkur og úti á vellinum var sama sagan, við spilum alveg svakalega lélegan leik,” sagði Kristján um hvað var hörmulegt við frammistöðu sinni manna í dag. „Það er ljósi punkturinn í leiknum að Gunnar Heiðar er kominn í gang og núna er ég alveg viss um það að við fáum fleiri mörk frá honum, það er gott að sjá hann skora þetta mark, þetta var flott hjá honum,” sagði Kristján um Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag.