Finnst fínt að rétta kyndilinn til annara Benedikt Bóas skrifar 8. júní 2018 06:00 Valli var hress og kátur í veislunni í gær. Eðlilega. Það er alltaf gaman að eiga afmæli, hvað þá stórafmæli. Vísir/Sigtryggur „Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira