Flóðgátt Flóaáveitu opnuð til að vökva blómlegt hérað Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2018 22:45 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, á Brúnastaðaflötum í dag. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Bændur í Flóanum opnuðu flóðgátt Flóaáveitunnar í dag en þetta níutíu ára gamla mannvirki gegnir enn þýðingarmiklu hlutverki í stóru héraði. Meðal viðstaddra var Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem segir áveituna hafa gert Flóann að besta landbúnaðarhéraði landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það er árviss viðburður að fulltrúar Flóaáveitufélagsins mæti að flóðgáttinni til að hleypa vatni úr Hvítá yfir Flóann. Guðmundur Stefánsson, umsjónarmaður veitunnar, segir að menn séu þó óvenju seint á ferðinni í ár. „Það er oft snemma í maí. Það er óvenju seint núna, út af rigningunum í maí,“ segir Guðmundur.Guðmundur Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmaður Flóaáveitunnar.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, upphaflega yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Flóðgáttin er á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna Ágústssonar. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Það tók fimm ár að grafa áveituna en hún var tekin í notkun árið 1927. Hún hefur enn mikla þýðingu vegna vatnsmiðlunar. Flóaáveitan er tvívirk, og nýtist bæði til að ræsa fram vatn í vætutíð en einnig til að vökva í þurrkatíð en Flóanum er hætt við ofþornun vegna hrauna, að sögn Guðmundar.Guðni tók hraustlega á þegar Flóamenn hjálpuðust að við að opna flóðgáttina.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Guðni segir Flóaáveituna hafa gjörbreytt öllu á Suðurlandi. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði.“ Og þegar engjabúskap lauk eftir stríð hjálpaði áveitan bændum að rækta tún. „Þannig að Flóinn er valllendi og besta hérað til landbúnaðar á Íslandi,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Hér er má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Sjá meira
Nýr vegarslóði að Flóaáveitu Áttatíu og fimm ár eru liðin frá því að Flóaáveitan bætti grassprettu til muna og gerði efnalitla bændur í Flóahreppi ríka. Í tilefni tímamótanna hefur verið ákveðið að opna vegslóða að þessu þekkta mannvirki sem er eitt af tveimur í heiminum sem sagt er að sjáist frá tunglinu. 1. júní 2012 19:39