Innlent

Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar. Vísir/Ernir
Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum.

Landsréttur hafði áður staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjölmiðlarnir þyrftu ekki að afhenda gögnin. Glitnir Holdco áfrýjaði þeim úrskurði til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í fyrradag.

Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið heimild til þess að kæra úrskurð Landsréttar í málinu til Hæstaréttar, þar sem í úrskurði Landsréttar voru staðfest ákvæði í dómi Héraðsdóms um frávísun.

„Samkvæmt þessu brestur heimild til að kæra úrskurð Landsréttar í máli þessu og verður því þannig af sjálfsdáðum vísað frá Hæstarétti,“ segir í dómi Hæstaréttar.

Fjölmiðlarnir höfðu meðal annars fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti í október lögbann á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni. Fyrr á þessu ári komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Þeim dómi hefur verið áfrýjað.


Tengdar fréttir

Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×